. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

FRÁ DEGI TIL DAGS

14.nóvember

 

Ef ein manneskja í fjölskyldu er óhamingjusöm, þá eru hinir í fjölskyldunni það líka.  Þessvegna, mundi ég vilja að þið biðjið í einlægni fyrir og verndið hvert annað svo það séu engir sem eru óhamingjusamir eða ólánsamir, engir sem yfirgefa trú sína, og að hver manneskja muni verða hamingjusöm.  Þess konar eru þau tengsl mannúðar milli meðlima sem fæða af sér sanna einingu.  Kúgun eða valdbeiting sem á rætur í yfirvaldi er gagnslaust á tvísýnum stundum.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Stolt og glöð stórasystir Heart

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Alltaf svo glöð þessi elska

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 mynd_7f743f75

 

 Svo gott að kúra í mömmu og pabba holu

mynd_ef3f3709 Mamman er nú smá montin LoL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Nýta svo réttarkerfið til fulls

Vonandi verður svo réttarkerfið nýtt til fulls og hann dæmdur til hámarksrefsingar fyrir öll brot sín.  Þekki ekki austurríska réttarkefið og hvernig það er að nýta þær lagalegu heimildir sem eru til í ofbeldismálum.  Veit þó að því miður eru þessar lagalegu heimildir alls ekki nýttar hérlendis og vona því svo sannarlega að það sé annað upp á teningnum í Austurríki. 
mbl.is Fritzl ákærður fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sko engin kreppa á þessu heimili

Hvernig getur maður kvartað undan kreppu þegar maður á slíka STÓRVINNINGA!!

mynd_929ccd85

mynd_fe461244

 

Nei það er sko langt í frá kreppa hér heldur aðeins foreldrar sem eru að springa úr stolti og hamingju yfir stóru vinningunum sínum.  Stóra systir er nú heldur ekkert ósátt við nýjasta vinning heimilisins og er mikið að skoða hann og vera aaaaaaaaaaaaaaa.

Allir hressir hér á bæ og við mæðginin komin heim í ból.  Komum í gær og ég verð nú bara að segja að ég er orðin það hress að það liggur við að ég gleymi að ég hafi farið í keisara.  Vonandi verður framhaldið eins gott.

Takk fyrir yndislegar og góðar kveðjur Heart

Set einnig inn leiðsögn dagsins hjá okkur Búddistum þar sem mér finnst hún einmitt segja það sem þarf.  Við þurfum nefnilega að einbeita okkur að andlegum gæðum og hlutum í stað þeirra veraldlegu sem hafa verið ríkjandi í þjóðfélaginu okkar í of miklu mæli.

11.nóvember

Tuttugasta öldin var öld stríðs og friðar, öld stjórnmála og efnahagsmála.  Dögun tuttugustu og fystu aldarinnar lofar hinsvegar að hún verði öld mannúðar og menningar, öld vísinda og trúarbragða.  Ég vona að þið munið öll sækja fram á þessari dásamlegu nýju braut mannúðar af stolti og óttaleysi, eins og hugrakkir heimspekingar framkvæmda.

 

 

 

 


Það Fæddist drengur í dag

Það kom fallegur drengur í heiminn í dag. Stór strákur.

Hann mældist 55 cm langur og vóg 16,5 mörk.

img_8095.jpg

img_8108.jpg


Til umhugsunar

Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að eiginmaðurinn sagði að
hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu.

Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum
hans.

LoL


Dökk hlið kreppuástands

Því miður verð ég að segja að þessi frétt kemur mér alls ekki á óvart enda er það þekkt staðreynd að aukið álag svo sem fjárhagsáhyggjur, atvinnuleysi og almennt óöryggi í þjóðfélaginu hefur mikil áhrif til aukningar ofbeldis.  Á það við um allt ofbeldi hvort sem það er makaofbeldi eða annað ofbeldi. 

Ég viðurkenni vel að ég hef áhyggur af þessari hlið kreppunnar og þeim áhrifum sem þetta mun hafa á til dæmis heilsufar þolenda til frambúðar.  Það er nefnilega einnig þekkt staðreynd að ofbeldi hefur mikil og slæm áhrif á heilsu þolandans og það til frambúðar.  Þessi áhrif vara oft árum og áratugum saman eftir að ofbeldinu lýkur.  Það er því nokkuð ljóst að þessi hlið kreppunnar mun því miður ekki aðeins hafa áhrif á meðan á kreppunni stendur heldur lengi eftir að henni lýkur.  Ætli stjórnvöld til dæmis geri sér grein fyrir þessari hlið kreppuástands??  Ætli þau geri sér grein fyrir þeim auknu útgjöldum sem koma til með að verða innan heilbrigðisgeirans vegna þessara áhrifa??  Ætli þau geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem kreppan hefur á líf og limi þeirra sem búa við ofbeldi??

Rannsóknir sýna að áhrif ofbeldis á heilsu þolandans eru bæði alvarleg og víðtæk og vara jafnvel áratugum saman þrátt fyrir að ofbeldinu ljúki.  Rannsókn mín frá því í fyrra sýnir þetta ásamt fjölda annarra rannsókna. 

Í ágripi af rannsóknarritgerðinni minni segir meðal annars:  “Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þeir sem hafa upplifað ofbeldi höfðu í 85% tilfella merkt við fleiri en fimm andlega og líkamlega heilsufarskvilla og um þriðjungur þeirra fleiri en fimmtán ásamt því að þeir stunduðu sjálfskaðandi hegðun s.s. átröskun, áfengismisnotkun og eiturlyfjanotkun. Af því má draga þá ályktun að ofbeldi hefur mikil áhrif á heilsu þolandans og eykur líkurnar á því að hann stundi sjálfskaðandi hegðun.”

Þarna er verið að tala um lista 35 heilsufarskvilla sem þátttakendur merktu við ef þeir höfðu þjáðst af eða þjáðust enn af.  Áhugavert er einnig að skoða að allir þeir sem tóku þátt í rannsókninni og höfuð ekki upplifað ofbeldi merktu við færri en 5 heilsufarskvilla. 

Rannsóknin sýndi einnig að þeir sem hafa upplifað ofbeldi eru mun líklegri til að hugsa um og reyna sjálfsvíg ásamt því að vera í aukinni hættu á að verða fyrir einelti.

Eins og segir orðrétt í rannsóknarritgerðinni minni: Algengustu líkamlegu kvillar þátttakenda voru vöðvabólgur, bakverkir , svefntruflanir, streituhöfuðverkur og svimi og yfirliðstilfinning. Algengustu andlegu afleiðingar ofbeldisins meðal þátttakenda voru kvíði, þunglyndi, og einnig að upplifa einangrun, flótta og ótta. Stór hluti þeirra átti erfitt með að treysta öðrum og einnig þjáðist stór hluti þeirra af síþreytu. Um helmingur þátttakenda var haldinn einverjum átröskunarsjúkdómum eða kvillum. Rúmlega helmingur þátttakenda sem höfðu verið beittir ofbeldi höfðu hugsað um sjálfsvíg og tæplega 20% þeirra höfðu gert sjálfsvígstilraun.”

Það er því mjög greinilegt að ofbeldi hefur gífurleg áhrif á heilsu þolandans.  Þetta er því miður mjög dökk hlið kreppuástandsins en jafnframt sú hlið sem alls ekki má gleymast eða sópa undir teppi.  Það þarf að viðurkenna þessi áhrif sem kreppan hefur og gera ráðstafandir til að aðstoða þolendur ofbeldis á meðan að kreppuástandið varir sem og eftir að því lýkur.  Það er nefnilega sennilegt að áhrifin eigi eftir að koma í ljós í heilsufari þolandans lengi eftir að kreppuástandinu (og vonandi ofbeldinu) lýkur.

Við þig lesandi góður vil ég einnig segja að nú þurfum við að vera vakandi gagnvart hvort öðru og ef við höfum grun um að nágranni, vinur eða ættingi sé beittur ofbeldi á einhvern hátt, þá er að rétta fram hjálparhönd og láta vita af ástandinu.  Það er nefnilega svo að ofbeldi er alls ekki einkamál hvers og eins heldur mál okkar allra. 

 

 

 

 

 


mbl.is Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál jú jú .............. EN!!!!

Hvað um þær mæður sem eru einstæðar og hafa EKKI farið í tæknifrjóvgun???  Það er nefnilega nokkur hópur kvenna sem eru einstæðar og hafa einungis rétt á 6 mánuðum.  Pabbinn hefur ekkert samband og þeir 3 mánuðir sem þeir eiga er ekki hægt að yfirfæra á móðurina svo að barnið njóti þess nú að geta verið heima hjá foreldri í 9 mánuði eins og börn sambúðarfólks. 

Þarf ekki að huga að þessum hópi líka??


mbl.is Fái níu mánaða fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá degi til dags

28.október

 

Það getur sýnst fullkomlega í lagi að setja okkur sjálf og okkar eigin óskir í fyrsta sæti, að fylgja einfaldlega duttlungum tilfinninga okkar og löngunum, en sannleikurinn er sá að það er ekkert óáræðanlegra en hugur okkar.  Lífið gengur ekki alltaf eins og klukka og ýmislegt fer ekki eins og við vonumst til eða ætluðum.  Þess vegna lagði Nichiren Daishonin mikla áherslu á að: þú ættir að vera meistari huga þíns, ekki lofa hug þínum að vera meistari þinn.  Við ættum ekki að lofa sjálfhverfum huga að stjórna okkur.  Frekar ættum við að aga huga okkar og læra að stjórna honum.  Þetta er ströng áminning frá Daishonin.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Verð nú að fá að benda ykkur á bloggið hennar Tinu í sambandi við þessa leiðsögn.  Hún nefnilega var að blogga einmitt um þetta í gær.  Bloggið hennar er svo sannarlega þess virði að lesa því hún kemur ávalt með alveg yndislega gullmola og vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um svo margt. Fyrir utan að vera falleg kona þá hefur hún svo sannarlega til að bera yndislega fallega sál.  Enda er hún litla skotta mín sko fljót að uppgötva að það er svo sannarlega gott að skríða í Tinufang og fá smá knús Smile

img_7996_711941.jpg 

 


Hræðilegir þessir hryðjuverkamenn

mynd_2V8NJcOhh boy, ohh boy.  You are absolutly right MR. Brown.  They are terrible terrorists.  THEY ARE KISSING ME ALL THE TIME!!!

Koma svo elskur - þeir sem ekki hafa skrifað undir ættu nú að gera það  http://www.indefence.is/Forsida Grin


Það er þetta með prumpið!

Eldri dama gengur inn í Gull og Silfur á Laugavegi og fer að skoða í kring um sig í rólegheitunum.
Hún sér gríðarlega fallegt demantaarmband og gengur að sýningaborðinu til að skoða það nánar. Þegar hún svo beygir sig yfir borðið til að sjá betur, prumpar hún óvart.

Hún fer mjög hjá sér og lítur vandræðaleg kringum sig til að athuga hvort nokkur hafi tekið eftir þessu litla slysi hennar og vonar jafnframt að það komi ekki einhver sölumaður akkúrat meðan lyktin svífur um hana.

Hún snýr sér varlega við og til að fullkomna martröðina, stendur ekki bara sölumaður beint fyrir aftan hana !?

Svellkaldur sölumaðurinn sýnir fullkomna fagmennsku þegar hann heilsar eldri dömunni og spyr hvort hann getir aðstoðað hana á einhvern hátt?

Mjög vandræðaleg, vonar sú gamla að sölumaðurinn hafi ekki staðið fyrir aftan hana einmitt á þessu viðkvæma augnabliki rétt áður, spyr hún, hvað kostar svo þetta fallega demantaarmband?

Hann svarar,

Kæra frú, ef að þú prumpaðir bara yfir því að líta á það, áttu eftir að skíta upp á bak þegar þú heyrir verðið !!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband