Færsluflokkur: Bloggar
22.10.2008 | 08:40
Jákvæð afleiðing kreppunnar
Vel gengur að manna leikskólana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.10.2008 | 12:40
Var ég ástfangin???
Jahérna mogginn segir mér aldeilis fréttir. Ég hef greinilega átt að vera ástfangin án þess barasta að hafa hugmynd um það.
Hví sagði mér enginn af þessu????!!!!!
Ást á milljarðamæringum kulnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2008 | 11:31
hahaha eitthvað hafa moggamenn bætt við heimilislífið
Bjargaði litla bróður sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2008 | 09:24
Ekki blóðþrýstingslækkandi.....
þegar maður rekst á svona frétt á moggavefnum nývöknuð og varla komin í gang. Besta vinkona mín býr þarna nefnilega og ég næ ekki á hana hvorki í heimasíma (sem ég bjóst ekki við) eða í gemsann. Hugsa nú að allt sé í lagi með hana og guttana hennar en maður vill nú samt helst ná að heyra í vinum sínum við svona tilfelli.
Hvað er þetta með vini mína og eld? Þetta er í þriðja sinn á um ári sem kviknar í hjá vinum mínum - vonandi síðasta sinn núna.
Viðbót: Er búin að ná í dömuna og allt í lagi með þau öll. Bara enn í sjokki. Hún vaknaði við reykskynjarana í nótt og var sú sem hringdi á slökkvilið. Fær svo að fara heim í dag og vonandi bara sem minnstar reykskemmdir hjá þeim. Vissi þó að sennilega væri stigagangurinn mikið reykskemmdur. En fyrir öllu að þau ásamt öðrum íbúum voru ok
Unnið að rannsókn á eldsupptökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2008 | 16:07
Hláturinn lengir lífið
Hér á bæ eigum við litla fjölskyldan uppáhalds sjónvarpsþátt. Foreldrarnir horfa reyndar ekki svo mikið á þáttinn sjálfan heldur á skottið litla sem veltist um af hlátri Þessi þáttur er Amerkians funnyest home video. Það er svo sannarlega ekki hægt að segja annað en að svona lítið skott hafi húmor og kemur það berlega í ljós þegar hún horfir á þennan þátt. Okkur finnst verst að hann er á þeim tímum kvölds sem er alveg við hennar háttatíma - og trúið mér það þýðir nú lítið að fá hana til að sofna stuttu eftir þáttinn - en allt er það þess virði finnst okkur öllum
Annars er lífið bara rólegt hér í koti. Við hjónin ætluðum að kíkja smá á árshátíð í kvöld en ákváðum svo bara að vera stillt og prúð heima. Frúin eitthvað þreytt og með hausverk svo það er viturlegast að vera bara heima og hvíla sig.
Var farið í vikunni í viðtal í bænum og þar var ákveðið að bumbugullið verður sótt með keisara og verður það gert þann 6. nóvember. Svo það er sá dagur sem öruggt er að bröltormur litli kemur í heiminn hafi hann ekki lagt af stað fyrir þann tíma (þá verður það bráðakeisari).
Eigið góða helgi elskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.10.2008 | 19:48
Stundum
Stundum...
þegar þú grætur.....
sér enginn tárin þín
Stundum.....
þegar þér er illt...
sér enginn að þér sé illt.
Stundum.....
þegar þú hefur áhyggjur...
sér enginn þín áhyggjefni.
Stundum...
þegar þú ert hamingjusamur....
sér enginn að þú brosir.
-
-
-
En REKTU VIÐ bara EINU sinni
Og allir vita það!!!!
Þarna plataði ég þig!!
Þú hélst að þetta væri ein af öllum þessum sorglegu sögum
ha ha ha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.10.2008 | 08:35
Frá degi til dags
15.október
Það er engin þörf á að sýna óþolinmæði. Allt sem er afkastað fljótt og auðveldlega mun ekki endast lengi. Núna er tíminn til að einbeita sér að uppbyggingu traustrar undirstöðu. Ég vona að þið munið ljúka þessu verki hægt en örugglega, full af von og gleði.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2008 | 20:19
Knúsvikan er góð
Hvet alla til að taka þátt í knúsvikunni góðu sem Júlli Júll er frumkvöðull að núna. Ekkert eins yndislegt eins og að knúsast og sérstaklega þegar um er að ræða þá sem manni þykir virkilega vænt um svosem fjölskyldu og vini.
Það var því ekki slæmt í dag að hitta nokkrar yndislegar bloggvinkonur og fá í kaupbæti mörg góð og hlý knús ásamt góðu spjalli og hlátri. Já sunnlenskar bloggskvísur eru sko magnaðar Takk fyrir yndislegan hitting Hrönn, Tina, Ásdís og Solla.
Maður getur alltaf bókað að koma skælbrosandi úr hitting við ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.10.2008 | 17:39
Hvað er það sem er mikilvægast í lífinu?
Fékk þetta sent áðan og ákvað að setja þetta hér inn. Hef lesið þetta áður og finnst það algjörlega sannleikanum samkvæmt.
Vegna alls sem dynur á okkur þessa dagana megum við ekki missa sjónar á því mikilvægasta. Textinn hér að neðan minnir okkur á það hverjir og hvað það er sem skiptir okkur raunverulega máli.
1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nóbelsverðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskarsverðlaunin á síðasta ári.
Hvernig gekk þér?
Niðurstaðan er að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki
annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði. En klappið deyr
út. Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og
skírteinin eru grafin með eigendum sínum.
Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:
1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.
Auðveldara?
Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.10.2008 | 17:11
Góð helgi
Já þessi helgi er búin að vera yndislega góð bara. Hér á bæ er búið að taka smá hluta heimilisins í gegn og þrífa þrífa almennilega. Æðisleg tilfinning að vita að þetta er núna hreint og fínt Bíllinn var einnit tekinn í gegn í gær. Ekki get ég nú hrósað mér fyrir þetta - svona aðeins aðstoðaði við þrifin í dag en mín hjálp hefur nú aðallega verið fólgin í því að sitja og segja fyrir verkum hahaha. Gott að eiga yndislegan mann sko Kannski það takist bara að klára stórhreingerninguna hér áður en bumbugullið kíkir í heiminn - mikið væri það nú góð tilfinning þó vissulega að heimurinn farist ekkert þrátt fyrir smá ryk í hornum Eða eins og ég segi alltaf: Betra er smá ryk í hornum en hreint helvíti
Nenni nú ekki að skrifa neitt um kreppuna og ástandið í þjóðfélaginu. Vissulega ekkert gott ástand og við hjónin sennilega búin að tapa eins og millu eða svo allavega - en hva þetta eru nú bara peningar. Á meðan við eigum hvort annað og heilsuna og tekst að hafa í okkur og á þá er ég meira en sátt. Reyni eftir fremsta megni núorðið að jú fylgjast með en samt að halda mér frá að sökka mér ofan í þetta allt. Fyrst og fremst hugsa ég um að halda þrýstingnum niðri þessa dagana Er þó á því að það þurfi að finna út hvar ábyrgðin liggur og þeir sem bera hana þurfa að svara fyrir hvernig fór.
Annars verður nú stór dagur í lífi okkar á morgun. Skoðun og þá sennilega ákveðið hvort og þá hvenær ég fer í keisara eða ekki. Einnig byrjar litla skottið á leikskóla. Ótrúlegt að litla daman mín sé að verða stór leikskólastelpa Svo er bara að vona að aðlögun og annað gangi vel - hef nú reyndar ekki trú á öðru þar sem hún elskar að leika sér við aðra krakka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)