. - Hausmynd

.

Dökk hlið kreppuástands

Því miður verð ég að segja að þessi frétt kemur mér alls ekki á óvart enda er það þekkt staðreynd að aukið álag svo sem fjárhagsáhyggjur, atvinnuleysi og almennt óöryggi í þjóðfélaginu hefur mikil áhrif til aukningar ofbeldis.  Á það við um allt ofbeldi hvort sem það er makaofbeldi eða annað ofbeldi. 

Ég viðurkenni vel að ég hef áhyggur af þessari hlið kreppunnar og þeim áhrifum sem þetta mun hafa á til dæmis heilsufar þolenda til frambúðar.  Það er nefnilega einnig þekkt staðreynd að ofbeldi hefur mikil og slæm áhrif á heilsu þolandans og það til frambúðar.  Þessi áhrif vara oft árum og áratugum saman eftir að ofbeldinu lýkur.  Það er því nokkuð ljóst að þessi hlið kreppunnar mun því miður ekki aðeins hafa áhrif á meðan á kreppunni stendur heldur lengi eftir að henni lýkur.  Ætli stjórnvöld til dæmis geri sér grein fyrir þessari hlið kreppuástands??  Ætli þau geri sér grein fyrir þeim auknu útgjöldum sem koma til með að verða innan heilbrigðisgeirans vegna þessara áhrifa??  Ætli þau geri sér grein fyrir þeim áhrifum sem kreppan hefur á líf og limi þeirra sem búa við ofbeldi??

Rannsóknir sýna að áhrif ofbeldis á heilsu þolandans eru bæði alvarleg og víðtæk og vara jafnvel áratugum saman þrátt fyrir að ofbeldinu ljúki.  Rannsókn mín frá því í fyrra sýnir þetta ásamt fjölda annarra rannsókna. 

Í ágripi af rannsóknarritgerðinni minni segir meðal annars:  “Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þeir sem hafa upplifað ofbeldi höfðu í 85% tilfella merkt við fleiri en fimm andlega og líkamlega heilsufarskvilla og um þriðjungur þeirra fleiri en fimmtán ásamt því að þeir stunduðu sjálfskaðandi hegðun s.s. átröskun, áfengismisnotkun og eiturlyfjanotkun. Af því má draga þá ályktun að ofbeldi hefur mikil áhrif á heilsu þolandans og eykur líkurnar á því að hann stundi sjálfskaðandi hegðun.”

Þarna er verið að tala um lista 35 heilsufarskvilla sem þátttakendur merktu við ef þeir höfðu þjáðst af eða þjáðust enn af.  Áhugavert er einnig að skoða að allir þeir sem tóku þátt í rannsókninni og höfuð ekki upplifað ofbeldi merktu við færri en 5 heilsufarskvilla. 

Rannsóknin sýndi einnig að þeir sem hafa upplifað ofbeldi eru mun líklegri til að hugsa um og reyna sjálfsvíg ásamt því að vera í aukinni hættu á að verða fyrir einelti.

Eins og segir orðrétt í rannsóknarritgerðinni minni: Algengustu líkamlegu kvillar þátttakenda voru vöðvabólgur, bakverkir , svefntruflanir, streituhöfuðverkur og svimi og yfirliðstilfinning. Algengustu andlegu afleiðingar ofbeldisins meðal þátttakenda voru kvíði, þunglyndi, og einnig að upplifa einangrun, flótta og ótta. Stór hluti þeirra átti erfitt með að treysta öðrum og einnig þjáðist stór hluti þeirra af síþreytu. Um helmingur þátttakenda var haldinn einverjum átröskunarsjúkdómum eða kvillum. Rúmlega helmingur þátttakenda sem höfðu verið beittir ofbeldi höfðu hugsað um sjálfsvíg og tæplega 20% þeirra höfðu gert sjálfsvígstilraun.”

Það er því mjög greinilegt að ofbeldi hefur gífurleg áhrif á heilsu þolandans.  Þetta er því miður mjög dökk hlið kreppuástandsins en jafnframt sú hlið sem alls ekki má gleymast eða sópa undir teppi.  Það þarf að viðurkenna þessi áhrif sem kreppan hefur og gera ráðstafandir til að aðstoða þolendur ofbeldis á meðan að kreppuástandið varir sem og eftir að því lýkur.  Það er nefnilega sennilegt að áhrifin eigi eftir að koma í ljós í heilsufari þolandans lengi eftir að kreppuástandinu (og vonandi ofbeldinu) lýkur.

Við þig lesandi góður vil ég einnig segja að nú þurfum við að vera vakandi gagnvart hvort öðru og ef við höfum grun um að nágranni, vinur eða ættingi sé beittur ofbeldi á einhvern hátt, þá er að rétta fram hjálparhönd og láta vita af ástandinu.  Það er nefnilega svo að ofbeldi er alls ekki einkamál hvers og eins heldur mál okkar allra. 

 

 

 

 

 


mbl.is Fleiri hringja í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, þetta er vinkill sem ég hafði ekki hugsað út í núna.  Takk fyrir að vekja athygli á þessu. 

alva (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já, því miður leggst það ofan á allt hitt !

Ljósakveðjur frá Lejre

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Dunni

Þetta er flottur pistill hjá þér. Sjálfur vinn ég með fjölda barna sem býr við gróft heimilisofbeldi og oftar en búa þau með mæðrum sínum langdvölum í athvörfum. (Krisehjem)

Dunni, 31.10.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 17:47

5 identicon

Takk Dísa mín, fyrir þessa þörfu  og afar góðu færslu. Ekki veitir af. Heimilisofbeldi er svo sannarlega skelfilegt og hefur víðtæk áhrif á alla þá sem því tengjast.

Kveðjur úr Garðabænum

Jóhanna Guðríður (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:14

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir pistilinn, þörf áminning og eins gott að gæta þess fólks sem í kringum mann er.  Hafðu það sem best

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Tína

Takk fyrir þetta yndislega vinkona mín. En ég er þér hjartanlega sammála í þessu sem öðru og mikilvægt að hafa hag annara að leiðarljósi. Verum vakandi.

Knús á þig elskan mín. Mér finnst þú frábær

Tína, 2.11.2008 kl. 11:43

8 identicon

Takk fyrir færsluna.Og þar sem ég vinn er aukning á ofbeldi líka þótt annað umhverfi sé og ekkert heimili.Ofbeldið er harkalegra

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Mjög góð færsla .........ég sem veit ekki hvað ofbeldi er nema af afspurn hafði nú ekki hugsað út í þessa hlið.

Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 01:04

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þennan frábæra pistil og auðvitað þurfum við að vera vakandi.
Knús í knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.11.2008 kl. 11:27

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úfffff... Eitthvað sem ég hef ekki hugsað út í, en segir sig sjálft ef maður spáir í hlutina. Enn og aftur sannanir fyrir því hversu andlegt og líkamlegt ástand er samantvinnað. Þetta eru skelfilegar fréttir.

Þetta er því miður mjög dökk hlið kreppuástandsins en jafnframt sú hlið sem alls ekki má gleymast eða sópa undir teppi.  Það þarf að viðurkenna þessi áhrif sem kreppan hefur og gera ráðstafandir til að aðstoða þolendur ofbeldis á meðan að kreppuástandið varir sem og eftir að því lýkur. 

Eins og það er sorglegt er það líka satt; ég hef nákvæmlega enga trú á því að nokkur okkar kæru ráðamanna hafi nokkra hugsun, áhuga eða löngun til að sýna málefninu hinn minnsta áhuga eða stuðning.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.11.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband