. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Afmæli - grasekkja og fleira

Þann 3. desember fyrir 5 árum síðan tók ég að mér að fara í pabbahlutverkið hjá vinkonu minni og var viðstödd fæðingu sonar hennar.  Fæðingu sem reyndar endaði með bráðakeisara.  Fannst þetta algjörlega yndisleg upplifun og var svo þakklát fyrir að fá tækifæri að fylgjast með litlum einstaklingi koma í heiminn.  Á þessum tíma var ég orðin nær alveg viss um að mér væri ekki það karma gefið að eignast börn í þessu lífi þrátt fyrir að hafa þráð slíkt frá því ég man eftir mér.  Við vinkonurnar vorum einmitt að tala um það á dögunum að ég hefði nú sennilega sagt ljósmæðrunum að leggja hana inn á geðdeild vegna ruglunnar ef hún hefði sagt mér þarna að ég ætti eftir að mæta með 2 börn í 5 ára afmæli guttans hennar hahaha.  En mikið erum við nú samt báðar sælar með að slíkt er staðreyndin InLove

Í dag fór svo litla famelían í 5 ára afmæli þessa "sonar" míns og var það heldur betur fjör og sjóræningjaþema í hávegum haft og var hann mjög sáttur með að fá buxur með hauskúpum á þrátt fyrir að mjúkir pakkar séu nú ekki þeir vinsælustu á þeim bænum núna Grin

mynd_WWITJM Þau urðu snemma mjög góðir vinir Smile

Hér er svo herrann flotti í dag og auðvitað er hann með sjóræningja hauskúpu á bindinu líka Wink

Skottan í afmælinu

 

Í gær var svo heldur betur fjör á ferð hér á bæ en lítil systurdóttir mín kom í heimsókn og voru þær frænkur sælar að leika sér.  Hlaupið um og hamast með tilheyrandi hávaða svo mamman var nú orðin frekar rugluð í hausnum haha.  Settust svo frænkurnar og horfðu saman á söngvaborg í smástund til að róa sig niður Smile

Skjálftinn í gær fannst ekki hjá mömmunni því hún lagði sig og svaf þetta bara af sér - skottan hins vegar varð hrædd og skreið upp í fangið á pabba sínum enda sennilega situr í henni ótti síðan í vor en hún hvekktist töluvert þá.  Við höfum verið að hugsa um það undanfarið að finna góðan og öruggan stað fyrir litla stubb okkar en honum líður best að fá að sofa í ömmustólnum sínum á daginn vafinn inn í sæng.  Sennilegast gott að sofa smá uppréttur vegna loftmagans og smá bakfæðisvesens.  Í gær var hins vegar ákveðið að öruggasti staðurinn væri bara undir stofuborði Grin  Kannski hægt að segja að nú sé hann í stíl við Hrönn bloggvinkonu þar sem hún sefur undir rúmi Tounge

 

Yndislegastur InLove

 

Nú er ég svo orðin grasekkja fram á þriðjudag því húsbandið flaug norður á Akureyri í dag þar sem afi hans verður jarðsunginn í Akureyrarkirkju á morgun.  Það ætti nú að vera lítið mál með tvo svona ljúflinga eins og okkar að vera ein í 2 daga. 

Að lokum læt ég svo fylgja með frá degi til dags orðin okkar.  Kozen rufu sem talað er um þarna þýðir alheimsfriður en það er helsta takmark okkar. 

8.desember

 

Lífsgleði er ekki einungis þín persónulega eigingjarna hamingja.  Né heldur er það að gera aðra hamingjusama á kostnað þinnar eigin hamingju.  Þú og aðrir að gleðjast saman, þú og aðrir að verða hamingjusöm saman – það er hið leynda lögmál og hið undursamlega við okkar hlið á kosen-rufu.  Nichiren segir, “Gleði þýðir að maður sjálfur og aðrir eigi visku og samúð”. (Gosho Zenshu, p. 761).

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Hafið það gott kæru vinir

 

 

 

 


Falleg ljóð

Ég hef alltaf verið veik fyrir fallegum ljóðum og sérstaklega ljóðum sem segja sögu í sjálfu sér.  Ég horfi frekar á tilfinninguna og söguna sem ljóðið segir mér heldur en einhverja stuðla og höfuðstafi og slíkt. 

Hér er eitt af mínum uppáhalds ljóðum sem ég les alltaf af og til þar sem það minnir mig svo á mikilvægi vináttunnar, ástarinnar og umfram allt vonarinnar.  Vonin er nefnilega það sem síðast yfirgefu okkur að mínu áliti og sú tilfinning sem fær okkur til að gera svo ótrúlega hluti þrátt fyrir að aðstæðurnar kannski virðast vera óviðráðanlegar. 

 

"Að eiga vin er öllu betra,

að eiga von er nauðsynlegt,

að eiga ást er undur lífsins,

að þekkja þig er yndislegt"

 

Hér er líka ljóð sem vinur minn samdi um mig fyrir nokkrum árum og mér hefur ávalt fundist mjög vænt um því þetta ljóð segir svo mikið um mig og mína sögu Smile

Ástin vakti hjá henni löngun

En Adam var ei lengi í paradís

Oft mátti sjá marbletti í vöngum

Og augun sem gerð væru úr ís

 

 

Í ótta kvaldist margar nætur

Aldrei í hjarta frið fann

Við svona eitthvað undan lætur

Smá saman sálin upp brann

 

Bundin sársauka fjötrum í mörg ár

Af manni sem hún vildi njóta

Dofin og bæld með sálar sár

Slíka hlekki þarf styrk til að brjóta

 

 

Af því kom hún slapp ó já

Styrk sinn hún sýndi af lokum

Sál sína vildi aftur fá

Og forða frá köldum strokum

 

Og annað ljóð sem ég fékk frá sama manni sem vott um þakklæti fyrir stuðning - stuðning sem mér fannst sjálfsagður en honum fannst ótrúlegt að einhver vildi styðja hann.  Ekki slæmt að fá svona þakkarvott get ég sagt ykkur og hann yljar manni svo sannarlega um hjartaræturnar Heart

 

 

Mörg eru örin og sárin

Sem margir burðast með

Yfir mörg æviárinn

Er þeim sáð í lífsins beð.

 

Yfir þér magnast seiður

Og dregur þig niður hægt

 Í huga þér ertu reiður

 Og sálin í órækt.

 

Eitt skaltu hafa í huga

Það sem á eftir fer

 Að láta ekki þig buga

 Og að hlusta á þetta hér.

 

Oft hef ég staðið þarna

Og starað vonleysið í

 En að líta til framtíðarstjarna

Er það eina sem vit er í.

 

Mannin skapar fortíð

 Og gerir að því sem hann er

 En maðurinn skapar framtíð

 Og stjórnar hvert hún hann ber.

 

Þetta er sú viska

 Sem vinur minn benti á

 Gersemi er sú hirsla

Úr þeirri hirslu ég vill sá.

 

 

Eigið góðan dag kæru bloggvinir Heart

 

 


Frá degi til dags

2.desember

 

Nichiren Daishonin skrifar, “ef þú kveikir á lukt fyrir einhvern annan, þá mun hún einnig lýsa upp þinn eigin veg” (Gosho Zenshu, p. 1598). Vinsamlega treystu því, að því sterkar sem logi fórnfúsra framkvæmda þinna logar, mun sá logi lita líf þitt af hamingju.  Þeir sem búa yfir fórnfúsum anda eru hamingjusamastir af öllum.

 

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Þetta minnir okkur bara á að sýna náunganum kærleika og ekki hika við að hjálpa þeim sem þess þurfa.  Það nefnilega hjálpar okkur ekkert síður sjálfum að aðstoða náungann Smile

Eigið góðar stundir Heart

 


Nokkur gullkorn Ikeda um hamingjuna

 
 Þessi gullkorn fékk ég að láni á blogginu hennar Helgu og verð bara að setja hér inn.  Ikeda er leiðtogi samtaka okkar búddistanna og það er hann sem skrifar til dæmis daglegu leiðsagnirnar okkar (frá degi til dags) sem ég set stundum hérna inn.  Þessi gullkorn um hamingjuna finnst mér svo algjörlega sönn.  Þau sýna okkur það sem er satt að hamingjuna fáum við ekki ókeypis heldur verðum við að vinna fyrir henni.
 
Eigið góða helgi Heart
 
 
 

One cannot expect to become happy without hardship or effort. Because we challenge ourselves we become strong. To become strong is to become happy.

The purpose of life is to become happy. The purpose of life is to challenge and triumph over the darkness of misery.

There is no happiness without hardship. So often, we strive to reach the destination of happiness without walking the road of struggles and challenges which leads us there.

True happiness means forging a strong spirit that is undefeated, no matter how trying our circumstances.

Freedom doesn't mean the absence of all restrictions. It means possessing unshakable conviction in the face of any obstacle. This is true freedom.

Genuine happiness is found in courage. Courage is the gateway to happiness.

Happiness doesn't exist on the far side of distant mountains. It is within you, yourself. Not you, however, sitting in idle passivity. It is to be found in the vibrant dynamism of your own life as you struggle to challenge and overcome one obstacle after another, as you clamber up a perilous ridge in pursuit of that which lies beyond.

Poverty is nothing to be ashamed of. What's disgraceful is to have an impoverished heart or to live dishonestly. Being born in a stately mansion is no guarantee of happiness, any more than being born in a shack dooms one to misery.

When seen from the perspective of life's true value, whether a person is rich or poor is a marginal issue at best. The truly impoverished are those who are wealthier than others who take themselves too seriously and look down upon the less affluent. Happiness will never be a handout; it's something we create with our own hands.

If you want to build a happy life, you have to give careful thought to the foundations. Happiness certainly cannot be secured on appearances or affectation. Happiness comes down to the inner state of our life at a given moment.

When we draw strength from within, our outlook undergoes a dramatic transformation; everything around us looks completely different. To be strong�that is the key to happiness.

Where can we find happiness? Happiness is not found in a tranquil life free of storms and tempests. Real happiness is found in the struggles we undergo to realize our goals, in our efforts to move forward.

As long as we are alive we will experience sufferings. But that does not mean we have to be unhappy. Unhappiness comes from allowing ourselves to be controlled by life's ups and downs�from feeling defeated, from losing hope, losing courage, losing the will to advance.

We each move forward secure on our own earth, not the earth of others. Happiness is something we must create for ourselves. No one else can give it to us.


Konubrandari

Konan fór með vinkonum sínum á barinn eftir vinnu.  
Þær sátu og drukku kokteila þegar hávaxinn, myndarlegur og ótrúlega kynæsandi maður á besta aldri gekk inn á barinn.  

Hann var svo sláandi myndarlegur að konurnar hreinlega gláptu á hann.


Maðurinn myndarlegi tók eftir augnaráði konunnar og gekk beint til hennar (eins og allir karlmenn hefðu gert).


Áður en hún gat beðist afsökunar á því að hafa starað á hann, hallaði hann sér að henni og hvíslaði: "Ég geri hvað sem er, og ég meina algjörlega hvað sem er, fyrir þig, alveg sama hversu kinkí það er, fyrir 2 þúsund kall... með einu skilyrði..."


Konan var algjörlega slegin út af laginu, næstum orðlaus (sem gerist nú ekki oft) en stundi að lokum upp spurningu um hvert skilyrðið væri.  

Maðurinn svaraði: "Þú þarft að segja mér hvað þú vilt í hvorki fleiri né færri en þremur orðum."


Konan íhugaði tilboðið eitt augnablik, dró síðan tvo þúsundkalla upp úr veskinu sínu, þrýsti þeim í lófa mannsins, ásamt heimilisfanginu sínu, horfði svo djúpt í seiðandi augu hans og sagði hægt en ákveðið...




...  <<Skrollaðu niður>>



...



...



....





...

 

 

 

..."Þrífðu húsið mitt"

Konur eru engir kjánar
Wink


Gott málefni

Fékk þetta sent áðan með beiðni um að áframsenda.  Ákvað því að setja þetta hér inn og bið ykkur lesendur góðir að endilega áframsenda þetta Smile

Heil og sæl!

 

Nú ætla kvenskörungarnir á Stígamótum að fara af stað með fjáröflun og leitum við til ykkar til eftir aðstoð.

 

Okkur vantar ný og varlega notuð veski og töskur gefins sem við munum selja hér á Stígamótum 13. desember til styrktar rekstursins. Heldri veski munum við bjóða á uppboði, þannig að ef þið eigið veski og töskur sem hafa setið inn í skáp árum og jafnvel áratugum saman þá er þetta tilvalið tækifæri til að finna handa þeim annað heimili og bjartari framtíð.

 

Þann 13. desember munum við svo opna húsið og vera með veglega veskja og töskusölu og bjóða upp á kaffi og meðlæti. Auglýst nánar síðar.

 

Tekið er á móti töskum og veskjum daglega í hádeginu á Stígamótum til heimilis að Hverfisgötu 115 (við hliðina á Lögreglustöðinni). Þetta er tilvalið fyrir hópa og vinnustaði til að taka saman höndum og safna veskjum og töskum saman og hreinsa út fyrir Jólin! Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á stigamot@stigamot.is eða í síma 562-6868

 

Vinsamlegast áframsendið á vini og vandamenn og mössum’etta!

_cid_image002_gif_01c94fcd_1.jpg

 


Eitt lítið bros......

getur dimmu í dagsljós breytt.

Hér á bæ fáum við svo sannarlega mörg slík bros á dag og ég get sko alveg sagt ykkur að bros eru alltaf jafn góð og sérstaklega frá börnunum.  Litla skottulotta á alveg extra falleg og yndisleg bros og því fáið þið að deila einu með okkur hér - vonandi yljar það ykkur aðeins Heart

mynd_2ca43230


16. daga átak

a16 Daga átak gegn kynbundu ofbeldi

 25. nóvember - 10. desember 2008

 

         

 

 

                                     Mannréttindi kvenna eru ekki munaður!

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 60 ára

 

Á morgun, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 18 sinn.  16 daga átak hefur í frá 1991 unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda. Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.

 

60 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er sögulegur viðburður en hún er undirstaða allra alþjóðlegra mannréttindasamninga sem milljónir manna byggja rétt sinn á. Meginreglurnar, sem settar eru fram í yfirlýsingunni, eru grundvöllur starfs mannréttindafrömuða um allan heim og veita gefa starfi þeirra jafnframt viðurkenningu og lögmæti. Alþjóðleg mannréttindavernd og réttindi kvenna eiga undir högg að sækja og því er 16 daga átak árið 2008 tileinkað mannréttindayfirlýsingunni og aðgerðum til að tryggja konum þau réttindi sem hún kveður á um.

 

Á Íslandi verður sjónum sérstaklega beint að því að standa vörð um mannhelgi og mannréttindi kvenna í efnahagskreppunni. Yfirskrift átaksins árið 2008 er Mannréttindi kvenna eru ekki munaður!, til að leggja áherslu á að opinberar aðgerðir til að vernda mannréttindi kvenna eru ekki munaður sem kasta má fyrir róða þegar skórinn kreppir. Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi; íslensk stjórnvöld hafa gert ítarlega aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisofbeldi og aðgerðaáætlun gegn mansali er í smíðum. Brýnt er að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á framkvæmd þessara áætlana því vitað er að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis og bitna oft harðar á konum. Nú þegar leita fleiri konur til Kvennaathvarfsins en vant er og flestir einstæðir foreldrar sem lifa við fátæktarmörk á Íslandi eru konur. Hafa ber hugfast að það var í kjölfar kreppunnar í Finnlandi á níunda áratugnum sem kynlífsiðnaður náði fyrst fótfestu í landinu.

 

Í 16 daga mun á fjórða tug aðila og samtaka um sem lætur sig málefnið varða standa fyrir margvíslegum viðburðum í því augnamiði að vekja athygli almennings á orsökum og afleiðingum kynbundins ofbeldis, með sérstakri áherslu á mannréttindi kvenna í efnahagsþrengingum. Upplýsingar um átakið og viðburðadagatal er að finna á heimasíðu átaksins: http://mannrettindi.is/servefir/16dagar

 

Nánari upplýsingar veitir Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands í síma 8950085.

 

 

 


Frá degi til dags

24. nóvember

 

Rosa Parks skrifaði í bók sinni Þögull styrkur: “Ég hef komist að því að þegar ég hugsa of mikið um mín eigin vandamál og þá staðreynd að stundum eru hlutirnir ekki alveg eins og ég vil að þeir séu, að þá verða engar framfarir hjá mér.  En ef ég lít í kringum mig og sé hvað ég get gert, og geri það svo, þá fara hlutirnir í gang.”  Æskan, og í raun lífið sjálft, líður hjá á augabragði. Þess vegna er mikilvægt fyrir ykkur unga fólkið að þið spyrjið ykkur sjálf hvað þið getið gert fyrir þá sem þjást, hvað þið getið gert til að leysa þær mótsagnir sem plaga þjóðfélagið og djarfmannlega tekist á við þær miklu áskoranir.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Hér er talað um unga fólkið og á það við um okkur öll - ungt fólk á öllum aldri semsagt.  Þetta er svo sannarlega þörf hvatning um að festast ekki í að horfa á eigin vandamál heldur horfa í kring um okkur og sjá hvað við getum gert til að aðstoða aðra.  Þannig sjáum við nefnilega um leið að eigin vandamál eru kannski ekki svo mikil eða alvarleg eins og við héldum.  Þannig komumst við einnig oftar en ekki að því að við höfum mun meiri styrk og visku til að bera en við héldum og þar af leiðandi verður mun auðveldara en áður að kljást við vandamálin okkar sem okkur þótti jafnvel óyfirstíganleg áður.

 

Hafið það gott kæru vinir Heart

 


10 atriði sem mér finnst vera blessun í lífi mínu eða er þakklát fyrir.

Hún alva bloggvinkona mín er löngu búin að skora á mig að vera með í þessum leik sínum og Rósa bloggvinkona bætti um betur fyrir skömmu og skoraði á mig aftur.  Ætli ég verði nú ekki að láta af því að pára eitthvað niður á blað um þessi mál Smile  Ég er reyndar yfir höfuð þakklát fyrir lífið sjálft í heild sinni en skal finna hvað ég er extra þakklát fyrir.

1.  (Í raun ætti þessi liður að vera númer 1, 2 og 3 í það minnsta).

Börnin mín er ég svo sannarlega þakklát fyrir.  Það hefur langt í frá verið þrautalaust að fá þau inn í líf mitt (eins og sennilega má lesa út úr að 46 ára ung kerla er með svo ung börn Wink)og það sennilega ástæða þess að ég er svo ofboðslega þakklát fyrir að fá að hafa þau í lífi mínu.   Ég er einnig ómetanlega þakklát þeim sem aðstoðuðu á einhvern hátt við að þessi börn fæddust heilbrigð inn í þennan heim.

Systkynin að plana framtíða prakkarastrik Heart

2.  Ég er innilega þakklát fyrir að hafa kynnst manninum mínum og haft hugrekki til að gefa þessu sambandi séns.  Það nefnilega kostaði töluverð átök hjá dömu sem hafði misst allt traust á fólki almennt og karlmönnum sérstaklega að þora að stíga skrefið inn í alvarlegt samband.  Þessi yndislegi ljúflingur er svo sannarlega eitthvað sem hver kona væri þakklát fyrir að hafa í sínu lífi - en ég hreppti hann sko svo hands off kerlur Tounge  Vissulega getur hann verið alveg óþolandi ekta utan við sig karlmaður á tímum haha en kostir hans eru svo margfalt fleiri InLove

3. Ég hef ávalt verið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þau hlunnindi að fá að alast upp í sveit.  Að fá að alast upp á heimili þar sem pabbi, mamma, afi og amma voru til staðar ásamt fjöldanum öllum af dýrum til dæmis.  Það er svo sannarlega þakkarvert að hafa fengið að kynnast því snemma að vera við hlið foreldranna í leik og starfi og þannig fá að kynnast því snemma að þurfa að vinna fyrir sínu ásamt þeirri gleði sem náttúran gefur okkur.  Ég hef ávalt verið mikil sveitastelpa í mér þrátt fyrir að ég viðurkenni algjörlega að ég vildi síður gerast bóndi sjálf - ástæðan var einfaldelga sú að ég sá hve gífurleg vinna liggur í því starfi og hve lítils metin sú vinna er í samfélaginu (því miður).

4.  Ég er mjög þakklát fyrir að eiga góða foreldra á lífi og það heilbrigða að útlit er fyrir að ég fái að hafa þau í lífi mínu í mörg ár til viðbótar.  Foreldra sem ég vissulega hef ekki alltaf verið sammála en hef samt ávalt elskað og virt og veit að þau eru ávalt til staðar fyrir mig ef á þarf að halda eins og ég er ávalt til staðar fyrir þau. InLove Einnig er ég þakklát fyrir að eiga systkyni og fjölskyldur þeirra sem og góða tengdafjölskyldu.

5.   Ég er mjög þakklát fyrir að eiga góða vini til að deila gleði og sorgum með.  Vini sem vissulega ég hef mismikið samband við en veit samt að eru ávalt sannir vinir mínir.  Vinir eru svo sannarlega gullmolar lífsins - gullmolar sem við eigum að fara vel með Heart 

6.  Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst og tileinkað mér Búddismann.  Þessi trúarbrögð/lífsspeki hafa kennt mér svo ótal margt gott og hjálpað mér ótrúlega í gegn um lífsins ólgusjó.  Fyrst og fremst hefur búddisminn kennt mér að taka ábyrgð á eigin lífi sem og að bera virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum.  Einnig hefur búddisminn kennt mér að horfa ávalt á það jákvæða í lífinu.

7.  Ég er mjög þakklát fyrir að hafa haft það hugrekki að fara aftur í nám þrátt fyrir að vera orðin fertug.  Þrátt fyrir að ég væri langt í frá viss um að ég hefði þá hæfileika til að bera sem til þarf til að setjast á skólabekk - hélt hreinlega að þeir hæfileikar væru týndir og tröllum gefnir LoL  En í dag get ég verið stolt yfir að hafa klára skemmtilegt og fróðlegt nám og það meira að segja með meðaltalið 8,99 Halo

8.  Það kann að hljóma undarlega en í dag er ég mjög þakklát fyrir þá reynslu mína að hafa upplifað og lifað við heimilisofbeldi.  Í sjálfu sér eru það kannsi ekki ofbeldið sjálft sem ég er þakklát fyrir heldur það að hafa upplifað erfiðleika og fengið tækifærið til að vinna mig út úr þeim á jákvæðan hátt bæði fyrir sjálfa mig og aðra.  Þessi reynsla kenndi mér svo margt um sjálfa mig og kenndi mér einnig að ég er sterk persóna.  Þessi reynsla varð einnig til að ég ákvað seinna að koma af stað opinberri umræðu um ofbeldismálin með því að segja mína reynslu opinberlega ásamt því að stofna samtökin Styrkur - úr hlekkjum til frelsis.  Þetta kenndi mér gífurlega mikið og 99% af því er aðeins jákvætt og einnig er ég þakklát fyrir að vita í dag að með þessu skrefi mínu hef ég getað hjálpað mörgum með svipaða reynslu að baki.  Slíkt er ómetanlegt finnst mér.

9.  Ég er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp á Íslandi og lifa hér og búa í dag - já þrátt fyrir alla kreppu og slíkt þá segi ég þetta hiklaust.  Ísland er eitt fallegasta land sem ég veit um (og hef ég nú heimsótt þau nokkur) með sína kyngimögnuðu náttúru og orku.  Það er þessi náttúrufeguðr og orka sem ég elska algjörlega.  Einnig er jú fjölskyldan mín nær öll hérlendis og flestir vinirnir líka.

Ísland hefur einnig svo marga ómælda kosti þegar horft er til velferðarkerfisins - kosti sem að eru til staðar þrátt fyrir mikla kreppu dagsins í dag.  Kosti sem að við meigum alls ekki gleyma.  Kosti eins og til dæmis gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum landsmönnum hvort sem þeir þéna millu eða ekki.  Ég tek því svo sannarlega undir með foresetafrúnni okkar um að Ísland er stórasta land í heimi.

10.  Ég er óendanlega þakklát fyrir að búa í eigin húsnæði og hafa þokkalega í mig og á.  Þetta eru hlutir sem svo sannarlega eru þakkarverðir. 

Takið eftir að þetta er það eina á listanum mínum sem í raun tengist veraldlegum gæðum - annað sem ég þakka fyrir er allt tengt fjölskyldu, vinum, náttúru og hinu andlega.  Segir það okkur ekki að það er það sem skiptir mestu máli Heart

Ég hvet ykkur bloggvinir mínir til að blogga um það sem þið teljið blessun í lífi ykkar og/eða það sem þið eruð þakklát fyrir.  Það er nefnilega svo gott að setjast niður og skrifa slíkan lista því að þannig getur maður einmitt séð svart á hvítu að það er þrátt fyrir allt svo óendanlega margt sem við getum verið þakklát fyrir.  

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband