30.10.2007 | 08:41
Öryggisleysi
Því miður sér maður allt of oft enn þann dag í dag að börn eru ekki sett í viðeigandi öryggisbúnað í bílum eða á bifhjólum. Ég hef séð fullorðna setjast inn í bíl og í besta falli spenna sig í belti, en hafa svo ungt barn í fangi sér óspennt og allt. Langar í þeim tilfellum til að reyna að ná í skottið á þessu fólki og spurja hvort það geri sér grein fyrir að það er að nota barnið sem hlýf fyrir sig ef ehv kemur upp á.
Einnig hef ég séð börn í bíl án allra öryggistbelta og stóla, sitja bara í sætinu óspennt og jafnvel bílstóllinn við hlið þeirra. Hvað er nú það segi ég nú bara. Afsökunin er stundum að barnið hreinlega brjálist ef á að spenna það fast. SÓ???!!!!! Er ekki betra að barnið brjálist en að það stórslasist ef eitthvað kemur upp á?? Er ekki fullorðna fólkið sá aðili sem stjórnar??
Ég man eftir áhrifaríkri herferð í umferðamálum í Svíþjóð rétt um það leiti þegar ég var að flytja heim fyrir 11 árum eða svo. Þar voru sýndar myndir af slösuðum börnum aðallega sem og slösuðum fullorðnum og undir myndum stóð ehv á þá leið: Ég ætlaði bara að fara út í sjoppu, eða ég ætlaði bara í næstu götu. Málið er nefnilega að slysin geta alveg jafnt gerst á stuttu leiðunum og því engin afsökun að sleppa öryggisbelti þó þú ætlir BARA út í sjoppu.
Einnig hef ég séð fullorðin einstakling ná í barn sitt á leikskóla og kom þessi einstaklingur á mótorhjóli. Vantaði ekki að viðkomandi var í fullum mótorhjólaskrúða með hjálm og slíkt. Kemur svo með barnið sem var um 4 ára og setur það á hjólið. EKKI fyrir framan sig heldur fyrir aftan sig og EKKI setti viðkomandi hjálm á barnið eða aðrar hlífar. Brunaði svo í burtu á fullri ferð og barnið hálf dinglaði þarna aftan á þar sem handleggirnir voru svo stuttir að það varla náði að halda utan um þann fullorðna. Hvaða geðveiki er nú svona???!!
Spennum beltin og notum þann besta öryggisbúnað sem völ er á fyrir börnin okkar.
![]() |
Með tveggja ára barn í framsætinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 11:57
Smá mont
Já verð nú barasta að monta mig smá. Ekki á hverjum degi sem maður getur montað sig með 9,5 fyrir BA ritgerð og 8,99 í meðaleinkunn Einnig var ritgerðin vísst tilnefnd til verðlauna sem eru afhent einu sinni á ári svo það kemur í ljós í vor hvort ég þurfi að mæta aftur
Þessi helgi er bara búin að vera yndisleg með útskrift á laugardag og svo fórum við hjónin út að borða á Riverside um kvöldið. MMMMMMMMMM svo góður matur og notalegt að fara tvö út og njóta þess að vera bara hjón að dekrast smá við okkur. Á sunnudaginn kom svo fullt af fólki í kökur og notalegheit - yndislegur dagur alveg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2007 | 10:20
Tómstunda og félagsmálafræðingur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
26.10.2007 | 09:07
Ofbeldisgen
Já ég hef oft hugsað sem svo að ég vildi að það væri til ofbeldisgen. Ef það væri til þá væri sennilega hægt að finna bara einfalda lækningu og sprauta þá sem hafa þetta gen í sér Ekki það að ég viti í raun hvort slíkt gen sé til. Það gæti alveg verið til en bara eftir að finna það. Kannski að Kári ætti að rannsaka þetta aðeins. En þessar hugleiðingar mínar eru frekar svona óskhyggja þar sem að ef ofbeldisgen væri til þá væri þokkalega mögulegt að útbúa bara eina sprautu og sprauta þá sem hafa þetta gen í sér og þar með losna við ofbeldi. Góð draumsýn það
Hins vegar er ég nærri viss um að slíkt gen er ekki til þar sem ég held að "ofbeldisgenið" sé frekar af sálrænum toga en líffræðilegum. Reyndar segi ég oft að þrátt fyrir að hafa búið með ofbeldismanni í tæp 10 ár finnst mér enn í dag óskiljanlegar ástæður þess að ein persóna finnur þörf á að beita aðra orbeldi. Það á við um hverskonar ofbeldi. Oft er sagt að gerendur hafi ákveðin einkenni sameiginleg en þrátt fyrir það tel ég að ástæðurnar séu oft mjög einstaklingsbundnar. Það er allavega mjög erfitt ef ekki ómögulegt að segja nákvæmlega hvað veldur því að einstaklingur beiti ofbeldi - einmitt vegna þess að orsakirnar eru mjög einstaklingsbundnar.
Það ætti kannski að safna saman undirskriftum til að skora á Kára að rannsaka hvort til er ofbeldisgen?
En þrátt fyrir að ég geri góðlátlegt grín af þessari hlið þá má þér lesandi góður vera fyllilega ljóst að ég lít á ofbeldismál mjög alvarlegum augum og er fyllilega alvara með þá ósk mína að það væri hægt að uppræta ofbeldi.
Eigðu góðan dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2007 | 17:12
Suðurland skelfur
en ætli ástæðan sé sú að ég er búin að vera í smá hoppæfingum í dag
Annars er ekki mjög gott að vera liggjandi í stól á snyrtistofu nýbúin að fá ásettan lit á augnhárin þegar allt í einu kemur jarðskjálfti. Það fékk ég að upplifa í dag og get ég sko alveg sagt að ég steingleymdi að ég átti að vera með lokuð augun - glenntu upp glirnurnar haha en slapp sem betur fer við að fá lit í augun samt sem áður. Spurningin er hins vegar hvort ég er með augabrúnirnar litaðar upp á enni þar sem að snyrtidaman var frekar skjálfhent að ljúka við það verk eftir skjálftann
![]() |
Enn skelfur jörð á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 22:26
Ótrúlegt að stúlkan hafi lifað af
Mér finnst ótrúlegt að litla stúlkan hafi lifað af fall af 5 hæð og sé komin úr lífshættu. Í einhverri frétt var talað um innvortis blæðingar og kjálkabrot. Sú hefur haft verndara í liði með sér segi ég nú bara.
Virðist einnig á þessari frétt að móðir hennar hafi séð hana falla af svölunum og orðið fyrir svo miklu áfalli að hún hafi drekkt sér. Það er bara hræðilegt að heyra (lesa) á sama tíma og ég verð að viðurkenna að manni finnst einnig gott að heyra að sennilegast hafi þetta verið slys en ekki morðtilraun. Vona innilega að litla stúlkan jafni sig og eigi eftir að eiga gott líf.
Það er kannski skrítið að maður finni fyrir létti eða hryllingi eða slíkum tilfinningum gagnvart bláókunnugu fólki sem maður aðeins les um í blöðunum eins og í þessu tilfelli. Ég fann bara hroll læðast niður eftir bakinu á mér þegar ég las fyrstu fréttina um þetta mál því ég gat svo vel ímyndað mér þann hrylling sem það hlýtur að vera að horfa á barnið sitt falla fram af svölum og einnig fannst mér hræðilegt að hugsa til þess að móðir gæti ef til vill hafa valdið falli barnsins síns ef þetta væri kannski morðtilraun. Kannski komu þessar hugsanir þar sem ég á eina litla skottu en ég vil þó frekar álíta að þær sýni bara að ég er mannleg og mér er ekki sama um hvað verður um samferðafólk mitt á þessari jörð. Mikið vildi ég að það væri hægt að útrýma ofbeldi í allri sinni mynd - þá þjáðust ansi mikið færri en gera í dag og þá er ég sérstaklega að hugsa um börnin sem fengju nú að halda sakleysi sínu. Auðvitað vildi ég einnig útrýma fátækt og hungri ásamt veikindum og fleiru. Ég bið þess á hverjum degi að við eigum eftir að upplifa frið á jörð í framtíðinni og ég trúi því að ef fleiri og fleiri gera hið sama þá mun endirinn verða sá að það myndast friður. Kannski ekki á morgun eða á næsta ári eða jafnvel tugum ára - en vonandi í næsta lífi eða þarnæsta. Allavega er það trú mín að afkomendur okkar verði vitrari en við og sjái til þess að friður ríki og þar af leiðandi hægt að einbeita sér að því að útrýma hungri, fátækt, veikindum og svo framvegis.
Hvernig væri að þú lesandi góður bæðir einnig daglega um frið á jörð og gerðir þitt til að skapa aðstæður til þess að svo geti orðið? Ekki hugsa að það skipti nú ekki máli hvað þú viljir því þú getir ekki haft áhrif á það einn eða ein. Hugsaðu frekar sem svo að þú ætlir að byrja á að semja frið við sjálfan þig og þannig smita út frá þér eins og dropi sem fellur í vatn og gárar út frá sér. Þannig munu einni fleiri og fleiri byðja um það sama
Svo pay it forward eins og myndin sagði
Smá væmni svona í miðri viku
![]() |
Lík breskrar konu fannst í sjónum við Mallorca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 09:09
Apafólkið
Ég man eftir þvi þegar ég flutti til Sviþjóðar hve ég undraðist útlit margra sænskra karlmanna sérstaklega. Fannst þeir satt best að segja forljótir og líkjast helst öpum. Þeir væru margir með svo ofboðslega mikinn apamunn eins og ég kallaði þetta. Komst svo fljótlega að því að ástæðan væri þetta blessaða snus þeirra.
Hef aldrei getað skilið áráttuna í þetta. Þvílíkur viðbjóður. Hver vill til dæmis kyssa manneskju sem er eða hefur verið með munninn fullan af svona gumsi? Svo veldur þetta mjög slæmu krabbameini. Fyrir nú utan útlitslýtin sem ég hef minnst á En samt var þetta ótrúlega algengt og er reyndar enn í Svíþjóð þrátt fyrir að notkun snus hafi snarlega minnkað. En þegar annarhvor maður notaði þetta þá getur það minnkað helling en samt fjöldinn allur notað snus þrátt fyrir því.
Samkvæmt þessari frétt er einnig hægt að finna apafólk hérlendis
![]() |
3700 Íslendingar taka daglega í vörina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.10.2007 | 19:52
Er mbl að varna umræðu um ýmsar hliðar ofbeldismála?
Það allavega virðist ansi oft tekinn burtu sá möguleiki að blogga um fréttir sem tengjast ofbeldi samamber fyrri færslu mína um svipað efni og í dag er frétt um kynferðisglæp og ekki hægt að blogga um það. Er þetta ekki svolítið misræmi?? Hvaða rök færa mbl stjórnendur fyrir þessu?
Það má semsagt ekki skiptast á skoðunum og tengja skoðanir sínar beint við fréttir um ofbeldismál. Ég verð nú bara að segja að þetta er ein aðferð til að sópa slíkum málum undir teppið þó ekki sé það eins klárlega þaggað niður og hefði verið gert fyrir einhverjum árum síðan. En betur má ef duga skal - það þarf að ríkja frelsi fyrir fólk að blogga um slíkar fréttir sem og aðrar fréttir.
Hér er svo fréttin sem mbl byrti í dag og gefur ekki möguleikan á að blogga beint:
Verjandi: Það hefði ekki verið hægt að sakfella þó að tálbeita væri lögleg
Þrír menn á þrítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaðir af ákæru um barnaníðslu. Kæran var byggð á þeirri staðreynd að mennirnir mættu á stað sem tálbeita á vegum sjónvarpsþáttarins Kompáss á Stöð 2 beindi þeim á með það í huga að eiga mök við 13 ára stúlku. Brynjar Níelsson verjandi eins mannanna sagði að skjólstæðingi sínum hefði verið ljóst frá upphafi að hann átti í samskiptum við sér eldri manneskju.
Hann sá það á málfarinu á tölvupóstum og gerði sér einnig grein fyrir að 13 ára stúlka má ekki auglýsa á einkamál.is og eftir símtal heyrði hann á röddinni að þetta var þrítug kona eins og kom fram fyrir dóminum," sagði Brynjar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.
Mér fannst aldrei koma til greina að þessir menn yrðu sakfelldir burt séð frá því hvort notkun tálbeitu væri heimil eða ekki. Það vantar miklu meira en það, það er ekki hægt að dæma fyrir tilraun til að sofa hjá 13 ára stúlku þegar þú ert búinn að tala við þrítuga kerlingu og svo þarf nú kannski að sýna fram á einhverja kynferðislega tilburði," sagði Brynjar að lokum.
Þessi frétt vakti enn eina ferðina hjá mér reiði og pirring gagnvart íslensku réttarkerfi sem tekur allt of slælega á ofbeldismálum hverskonar. Einnig finnst mér furðulegt hve oft afsökunum og abyrgðarfirringu ofbeldismanna (og kvenna) er trúað eins og í þessum dómi að maðurinn hafi gert sér grein fyrir að ekki var um 13 ára stúlku að ræða. Jahá einmitt - hví var hann þá svo laumulegur með hitting þeirra?? Þurfti hann þess ef stúlkan var lögráða? Einnig er talað um að sýna fram á kynferðislega tilburði. Ef ég man rétt (og það tel ég mig gera) þá gaf maðurinn nú skýrt í ljós hví hann hefði áhuga á að hitta stúlkuna í msn samtali þeirra. Ef það eru ekki kynferðislegir tilburðir þá veit ég ekki hvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2007 | 22:07
Morðtilraun eða??
Þegar ég las þessa frétt kom upp sú hugsun hvort móðirin hafi hrint dóttur sinni af svölunum eða hvort hún hafi horft á dóttur sína falla niður og fengið slíkt áfall að hún hafi látið sig hverfa um stund allavega.
Báðir möguleikarnir eru hræðilegir finnst mér. Ömurlegt þegar fullorðið fólk kemur illa fram við börnin sín og jafnvel myrðir þau og hvað þá ef þessi fullorðni er foreldri barnsins. Foreldrar eiga að gæta barnsins og vernda í hvívetna og ég verð alltaf jafn sjokkeruð og reið þegar ég heyri um foreldra sem jafnvel beita börn sín hrikalegu ofbeldi og valda þeim kannski dauða.
Sá möguleiki að móðirin hafi horft á dóttur sína falla niður af svölunum vegna slyss er líka óhuggulegur. Ég get ekki ímyndað mér hvað maður gerði í slíkum sporum en það gæti alveg eins verið að maður bara ráfaði út í bláinn vegna áfallsins.
Vonandi finnst móðirin fyrr en seinna og að barnið nái fullri heilsu á ný. Vona einnig þeirra vegna að seinni möguleikinn sé staðreyndin.
![]() |
Leita móður fimm ára breskrar stúlku sem féll af hótelsvölum á Mallorca |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2007 | 12:24
Andlaus

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)