. - Hausmynd

.

Ótrúlegt að stúlkan hafi lifað af

Mér finnst ótrúlegt að litla stúlkan hafi lifað af fall af 5 hæð og sé komin úr lífshættu.  Í einhverri frétt var talað um innvortis blæðingar og kjálkabrot.  Sú hefur haft verndara í liði með sér segi ég nú bara.

Virðist einnig á þessari frétt að móðir hennar hafi séð hana falla af svölunum og orðið fyrir svo miklu áfalli að hún hafi drekkt sér.  Það er bara hræðilegt að heyra (lesa) á sama tíma og ég verð að viðurkenna að manni finnst einnig gott að heyra að sennilegast hafi þetta verið slys en ekki morðtilraun.  Vona innilega að litla stúlkan jafni sig og eigi eftir að eiga gott líf. 

Það er kannski skrítið að maður finni fyrir létti eða hryllingi eða slíkum tilfinningum gagnvart bláókunnugu fólki sem maður aðeins les um í blöðunum eins og í þessu tilfelli.  Ég fann bara hroll læðast niður eftir bakinu á mér þegar ég las fyrstu fréttina um þetta mál því ég gat svo vel ímyndað mér þann hrylling sem það hlýtur að vera að horfa á barnið sitt falla fram af svölum og einnig fannst mér hræðilegt að hugsa til þess að móðir gæti ef til vill hafa valdið falli barnsins síns ef þetta væri kannski morðtilraun.  Kannski komu þessar hugsanir þar sem ég á eina litla skottu en ég vil þó frekar álíta að þær sýni bara að ég er mannleg og mér er ekki sama um hvað verður um samferðafólk mitt á þessari jörð.  Mikið vildi ég að það væri hægt að útrýma ofbeldi í allri sinni mynd - þá þjáðust ansi mikið færri en gera í dag og þá er ég sérstaklega að hugsa um börnin sem fengju nú að halda sakleysi sínu.  Auðvitað vildi ég einnig útrýma fátækt og hungri ásamt veikindum og fleiru.  Ég bið þess á hverjum degi að við eigum eftir að upplifa frið á jörð í framtíðinni og ég trúi því að ef fleiri og fleiri gera hið sama þá mun endirinn verða sá að það myndast friður.  Kannski ekki á morgun eða á næsta ári eða jafnvel tugum ára - en vonandi í næsta lífi eða þarnæsta.  Allavega er það trú mín að afkomendur okkar verði vitrari en við og sjái til þess að friður ríki og þar af leiðandi hægt að einbeita sér að því að útrýma hungri, fátækt, veikindum og svo framvegis.

Hvernig væri að þú lesandi góður bæðir einnig daglega um frið á jörð og gerðir þitt til að skapa aðstæður til þess að svo geti orðið?  Ekki hugsa að það skipti nú ekki máli hvað þú viljir því þú getir ekki haft áhrif á það einn eða ein.  Hugsaðu frekar sem svo að þú ætlir að byrja á að semja frið við sjálfan þig og þannig smita út frá þér eins og dropi sem fellur í vatn og gárar út frá sér.  Þannig munu einni fleiri og fleiri byðja um það sama Smile

Svo pay it forward eins og myndin sagði  Wink

Smá væmni svona í miðri viku 


mbl.is Lík breskrar konu fannst í sjónum við Mallorca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég á það nú til að biðja um frið á jörð, vonandi næst það fyrr en seinna

Sporðdrekinn, 25.10.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband