. - Hausmynd

.

Er mbl að varna umræðu um ýmsar hliðar ofbeldismála?

Það allavega virðist ansi oft tekinn burtu sá möguleiki að blogga um fréttir sem tengjast ofbeldi samamber fyrri færslu mína um svipað efni og í dag er frétt um kynferðisglæp og ekki hægt að blogga um það.  Er þetta ekki svolítið misræmi?? Hvaða rök færa mbl stjórnendur fyrir þessu?

Það má semsagt ekki skiptast á skoðunum og tengja skoðanir sínar beint við fréttir um ofbeldismál.  Ég verð nú bara að segja að þetta er ein aðferð til að sópa slíkum málum undir teppið þó ekki sé það eins klárlega þaggað niður og hefði verið gert fyrir einhverjum árum síðan.  En betur má ef duga skal - það þarf að ríkja frelsi fyrir fólk að blogga um slíkar fréttir sem og aðrar fréttir.

Hér er svo fréttin sem mbl byrti í dag og gefur ekki möguleikan á að blogga beint:

Innlent | mbl.is | 23.10.2007 | 13:19

Verjandi: Það hefði ekki verið hægt að sakfella þó að tálbeita væri lögleg

Þrír menn á þrítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknaðir af ákæru um barnaníðslu. Kæran var byggð á þeirri staðreynd að mennirnir mættu á stað sem tálbeita á vegum sjónvarpsþáttarins Kompáss á Stöð 2 beindi þeim á með það í huga að eiga mök við 13 ára stúlku. Brynjar Níelsson verjandi eins mannanna sagði að skjólstæðingi sínum hefði verið ljóst frá upphafi að hann átti í samskiptum við sér eldri manneskju.

„Hann sá það á málfarinu á tölvupóstum og gerði sér einnig grein fyrir að 13 ára stúlka má ekki auglýsa á einkamál.is og eftir símtal heyrði hann á röddinni að þetta var þrítug kona eins og kom fram fyrir dóminum," sagði Brynjar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Mér fannst aldrei koma til greina að þessir menn yrðu sakfelldir burt séð frá því hvort notkun tálbeitu væri heimil eða ekki. Það vantar miklu meira en það, það er ekki hægt að dæma fyrir tilraun til að sofa hjá 13 ára stúlku þegar þú ert búinn að tala við þrítuga kerlingu og svo þarf nú kannski að sýna fram á einhverja kynferðislega tilburði," sagði Brynjar að lokum.

 

Þessi frétt vakti enn eina ferðina hjá mér reiði og pirring gagnvart íslensku réttarkerfi sem tekur allt of slælega á ofbeldismálum hverskonar.   Einnig finnst mér furðulegt hve oft afsökunum og abyrgðarfirringu ofbeldismanna (og kvenna) er trúað eins og í þessum dómi að maðurinn hafi gert sér grein fyrir að ekki var um 13 ára stúlku að ræða.  Jahá einmitt - hví var hann þá svo laumulegur með hitting þeirra??  Þurfti hann þess ef stúlkan var lögráða?   Einnig er talað um að sýna fram á kynferðislega tilburði.  Ef ég man rétt (og það tel ég mig gera) þá gaf maðurinn nú skýrt í ljós hví hann hefði áhuga á að hitta stúlkuna í msn samtali þeirra.  Ef það eru ekki kynferðislegir tilburðir þá veit ég ekki hvað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo má geta að áður en fréttinni var breytt þá stóð þrítuga kellingu ekki konu!

Þetta er allt saman kjaftæði, þessir menn vissu nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera! Og það var ekkert sem tengist því að hitta konur um þrítugt eða bjóða upp á ís með dýfu.

Ég hef enga trú á réttarkerfinu -

Unnur Björk (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband