. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Sveitaferð

Í gær fór famelían í smá sveitaferð og skoða lömb og fleira.  Yndislegt að komast aðeins í snertingu við lífið í sveitinni.

Lömbin eru alltaf jafn falleg

mynd_HxiZ1U

Litla skottið var alveg að fíla að vera sveitastelpa

mynd_bN8M2I

Að heimsækja beljurnar

mynd_rlydIC

 Þarna voru líka pínulitlir kettlingar

mynd_f994xa


Gott betur en það

Hér í bæ sýndu hitamælarnir flestir 18° þegar ég var á rúntinum áðan.  Yndislegt Smile
mbl.is Allt að 17 stiga hiti í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sigra

Ég hef svo oft velt fyrir mér orðinu þolandi.  Mér finnst það svo langt í frá rétt orð yfir þá sem hafa upplifað ofbeldi.  Við erum nefnilega í langflestum tilfellum engvir þolendur heldur erum við svo sannarlega sigurvegarar í okkar lífi.  Það kostar oft mikla vinnu og mikinn styrk að vinna sig út úr afleiðingum ofbeldis og því eru það sigurvegarar sem það gera.  Það hefur lengi verið talað um það meðal þeirra sem starfa að þessum málum að það þurfi að finna nýtt orð fyrir okkur.  En því miður reynsist það erfitt.

Mig langar að benda ykkur á að lesa síðustu færslurnar hjá henni Dísu nöfnu minni en hún er svo sannarlega sigurvegari.  Þessar færslur sýna einmitt svo glögglega hví hún er sigurvegari en langt í frá þolandi.  Hún hefur styrk til að skapa sér nýtt líf - líf sem sigurvegari.

Endilega verið dugleg að kvitta hjá henni. 


Konur standa saman

Sunnudaginn næstkomandi munu konur standa saman, í bókstaflegri merkingu, fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Konur geta tekið sig saman og staðið í garðinum heima hjá sér, í sumarbústaðnum eða hvar sem þær eru staddar kl. 13 á Hvítasunnudag.

Á Reykjavíkursvæðinu er konum, og ástvinum þeirra, stefnt í Laugardalinn nánar tiltekið við Þvottalaugarnar. Það verður safnast saman og íhugað í þögn í 5 mínútur um betri heim með hreinu drykkjarvatni, nægum mat og lífi án ofbeldis, öllum börnum til handa. Hringt verður inn í þögnina kl. 13:00.

„Standing Women" er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í öllum heimsálfum, samtals 75 löndum. Á þessari slóð má sjá myndband frá atburðinum í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=_eNJ4oVQKxU

Undirrituð samtök kvenna á Íslandi eru í forsvari fyrir viðburðinum hér á landi og hvetja félagsmenn sína jafnt sem konur á landinu öllu til að taka þátt!
Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, UNIFEM á Íslandi, Blátt áfram og Stígamót.

Hvet ykkur til að taka þátt sem og að birta þetta á ykkar bloggi Heart


Fleiri göngur í stíl við þessa

Mér finnst þetta frábært framtak og ættu svo sannarlega að vera fleiri göngur í stíl við þetta til að opna umræðu um þörf málefni.  Við þurfum öll að vera meðvituð um okkar ábyrgð í umferðinni til dæmis og er svona ganga gott framtak til að vekja fólk til umhugsunar svona fyrir sumarið og þá umferð sem fylgir því.
mbl.is Gengið gegn slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig langar að benda ykkur á blogg

Mig langar að benda ykkur á bloggið hennar Lovísu.  Nýjasta færslan þar núna fjallar um kynferðisofbeldi og þær afleiðingar sem það hefur á sálina.  Endilega verið dugleg að kvitta og láta vita af komu ykkar. 

Frá degi til dags

FRÁ DEGI TIL DAGS

 

7.maí

 

Það gerist ýmislegt í lífinu. Við eigum gleðidaga og sorgardaga. Stundum gerist eitthvað óskemmtilegt. En það er það sem gerir lífið þess virði að berjast fyrir því. Þeir erfiðleikar sem við mætum eru hluti þess að vera manneskja. Ef við mundum aldrei reyna neinar breytingar eða erfiðleika í lífi okkar, ef ekkert óvænt gerðist, mundum við vera rétt eins og vélmenni, líf okkar væri óbærilega tilbreytingalaust og leiðinlegt. Þessvegna, þroskaðu með þér sterkt sjálf, svo að þú getir tekist á við erfiðleikana í lífi þínu af óttaleysi og stillingu, frammi fyrir hvaða breytingum sem þú mætir.


Sumarfílingur

Síðasta vika hefur frekar einkennst af þreytu, höfuðverk og almennum pirringi hjá mér.  Föstudagurinn fór í mega hausverk og lá ég uppi í rúmi og vorkenndi sjálfri mér.  Uppgötvaði þá að síðustu vikur hafa frekar einkennst af orkuleysi sem síðan hefur leitt til frekar mikils pirrings og neikvæðni.  Sá að þetta gengi nú ekki og ákvað að secreta þetta aðeins.  Hef verið að lesa þessa bók og hún er bara frábær.  MJÖG mikið í henni sem við notum í Búddismanum og er þetta góð áminning fyrir mig (sem og alla) að lesa þessa bók.   Ákvað ég semsagt þarna á föstudeginum að snúa þessu alveg við.  Nú væri tími til kominn að fá inn orkuna og gleðina í lífið mitt aftur.  Lá og hugsaði góðar og skemmtilegar hugsanir og ákvað svo margt í framhaldinu.

Helgin hefur svo einkennst af vinnu en jafnframt mun meiri orku og gleði en síðustu dagar Smile  Í gær meira að segja versluðum við svo gamalt og gott fellihýsi og ætlunin er að ferðast um landið í sumar.  Hlakka mikið til og er sko búin að ákveða að þetta sumar verði sumar gleði, sólar og ferðalaga Wink

Munið að það eruð algjörlega þið sjálf sem takið ákvörðun um og berið ábyrgð á ykkar eigin líðan.  Ef ykkur finnst vanta gleði og orku inn í lífið er um að gera að hugsa jákvæðar hugsanir og um góða hluti og þannig breyta hugarfarinu og viðhorfinu.  Þannig breytum við líka lífinu.  Nota secret Grin


Gleymdi hann ekki að vernda hana fyrir því hættulegasta???

Gleymdi þetta skrímsli ekki að vernda dóttur sína fyrir því hættulegasta??  Nefnilega sjálfum sér.

Það að maðurinn láti þetta út úr sér sýnir bara best hve ofboðslega siðblindur hann er.  

Þetta er maður sem er verra en nokkurt skrímsli - en því miður á hann marga sína líka í heiminum þó að þeir haldi nú ekki allir gíslum sínum í dýflyssum í bókstaflegri merkingu eins og þessi.

Mér finnst óhuggulegast að hugsa til fjölskyldunnar sem hlýtur að hafa verið gífurlega kúguð af manninum í öll þessi ár og hafi þau grunað nokkuð hafa þau örugglega ekki þorað að aðhafast neitt.  Vona bara að þau fái þá hjálp sem þau þurfa svo þau geti haft möguleika á að byggja sér upp sæmilega gott líf í framtíðinni. 

Mér finnst einnig óhuggulegt að hugsa til þess að slíkt geti viðgengis svo árum og áratugum skiptir án þess að neinn í samfélaginu gruni nokkuð eða bregðist við Crying


mbl.is Josef Fritzl faðir allra barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og norðmenn falast eftir svíum í sömu störf

Var einmitt að horfa á fréttir í vikunni um ástand á sjúkrahúsum í Svíþjóð en það ástand er bágborið.  Hjúkrunarfræðingar fást ekki til starfa vegna lélegra launa en norðmenn eru vísst sáttir við það þar sem að sænskir hjúkrunarfræðíngar fara nú í hópum til Noregs að vinna.  Þar er nefnilega mikið vöntun á fólki í slík störf samkvæmt áðurnefndri frétt.  Ef slík vöntun er í Noregi, hvernig er þá möguleiki á að fá norðmenn til starfa hingað til lands???

Vangavelta í upphafi viku Errm


mbl.is Landspítalinn horfir til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband