22.6.2009 | 20:50
Nóg að gera á þessum bæ
Já mér leiðist svo sannarlega ekki og hef nóg að gera. Það er mikið fjör hjá skottunni minni þessa dagana og hún sofnar yfirleitt örþreytt klukkan 20 og steinsefur alla nóttina. Er svo á fullu allan daginn að bralla á leikskólanum, hér úti til dæmis að hoppa og skoppa á trampólíni og hjóla og margt margt fleira. Svo er stubbur á fullu líka og er farinn að reisa sig upp við flest allt og mikið að uppgötva og baksa - enda er hann ekta strákur yfirleitt, skítugur upp fyrir haus og með kúlu á hausnum
Já ekki leiðinlegt líf
Að slást við mömmu sína.
Okkur finnst þetta nú ekkert leiðinlegt hehe
Hún komst á risatrampólín á fjölskylduhátíð við Apavatn um helgina
Það var sko ekki leiðinlegt - ó nei
það þarf nú ekkert mikið til að gera lífið skemmtilegt
Lítill montrass að standa upp í rúminu sínu
Alsæl dama í útilegu
Hafið það gott bloggvinir kærir og ekki búast við allt of mörgum færslum hér í sumar - sumarið er tíminn fyrir útiveruna og gleðina í því
Athugasemdir
Yndislegt
Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 21:08
Yndislegar myndir elsku vina, takk fyrir mig
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2009 kl. 21:12
Yndislegar myndir og mikið rosalega dafnar drengurinn vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2009 kl. 13:37
Frábærar myndir! Njóttu útiverunnar og samverunnar með fallegu fjölskyldunni þinni.
Knús og kossar til ykkar!
www.zordis.com, 24.6.2009 kl. 16:50
Flottar myndir. Njóttu sumarsins
, 24.6.2009 kl. 21:46
falleg börn sem þú átt
Ragnar Emil, 24.6.2009 kl. 22:20
Yndislegar myndir af börnunum þínum og falleg eru þau og brosmild...knús á línuna og ljúfar kveðjur....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2009 kl. 08:52
Hæhæ Dísa mín, ég ætlaði bara að kvitta fyrir mig. Ég skoða reglulega síðuna.
Ég var að lesa það sem þú skrifaðir hér að ofan og ég fæ nú bara tár þegar ég rifja þennan blessaða dag upp og ég skil ekki hvernig ég kom okkur út héðan
Ég held að ég ætli að vera annarsstaðar en hér heima þann 27 júlí 2009, ég ætla ekki að vera innandyra þú skilur.
Bið að heilsa í kotið og knúsaðu grísina frá mér
kveðja Anna
Anna dagmamma (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.