. - Hausmynd

.

Þvílík mannvonska

Að geta gert nokkurri manneskju slíkt segi ég nú bara.  Það hefði verið miklu manneskjulegra að hreinlega dæma hana til dauða og þetta segi ég þrátt fyrir að vera á móti dauðarefsingum.  Í þessu tilfelli er búið að dæma stúlkuna til lífs í víti afleiðinga þessa óhugnaðar.  Það ætti svo sannarlega að refsa fangavörðunum og öðrum sem komu að því að láta stúlkuna í þennan fangaklefa fyrir utan að það ætti svo sannarlega að lenja dóm fanganna sem nýttu sér aðstöðuna og nauðguðu stúlkunni.

 


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Laissez - viðbrögðin eru jú svona sterk við þessari frétt vegna þess að fólk les þessa frétt en ekki um 8-9 ára fórnarlömbin.  Þar með er ekki sagt að viðbrögðin yrðu eitthvað minni við frétt um þau fórnarlömb.  Ég get ekki svarað hví það eru ekki skrifaðar fréttir um það - það væri vissulega fréttarinnar vert að mínu mati.  Ég er hér hins vegar að skrifa um álit mitt á þessu einstaka máli sem þessi frétt mín fjallar um - ég hins vegar tók það ekki fram að ég fordæmi slíka mannvonsku hvert sem fórnarlambið er.  Hefði sennilega átt að taka það fram.

Mér er spurn- hví ættu feministar að bregðast öðruvísi við slíkri frétt?  Þar sem ég er ekki femínisti get ég ekki svarað fyrir þá en hugsa nú að svörin þeirra yrðu eins mörg og þeir eru enda ekki hægt að setja femínista undir sama hatt allasaman enda ólíkar persónur.  Hins vegar held ég að femínistar bregðist við mannvonsu eins og aðrir hver sem fyrir henni verður eða veldur henni - mannvonskan er engu að síður sú sama og afleiðingar hennar þær sömu hvort sem um er að ræða dreng eða stúlku, mann eða konu.  

Hví er þá ekki alveg eins hægt að spurna hvort sjálfstæðismaður brygðist öðruvísi við eða framsóknarmaður.  Skil ekki hví þú þarft að draga femínista í sérdálk hvað slíka spurningu varðar.   

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Dísa Dóra

Ég er hér hins vegar að skrifa um álit mitt á þessu einstaka máli sem þessi frétt mín fjallar um  ........... þarna á að sjálfsögðu ekki orðið mín að vera í setningunni þar sem ég skrifaði ekki fréttina

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 14:20

3 identicon

Halló,

  Ég er ekki alveg að átta mig á svari þínu við spurningum "laissez-faire".  Þú segist ekki skilja eða átta þig á hvers vegna femínstar ættu að bregðast við öðruvísi. 

   T.d. vegna þess að þeir telja konur vera kúgaðar þá væntanlega umfram karlmenn og.....nei svona í alvöru talað ég trúi ekki að þú sért svona andskoti treggáfuð. Þú virðist nú meira að segja vera menntuð í félagsfræðum. Síðan getur þú alls ekki séð af hverju femínstar ættu að bregðast öðruvísi við.

           ........aumkunarvert svar 

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Dísa Dóra

Jóhannes - ég hef ekki séð að feministar hafi sagt það ok að beita mannveru einhverskonar ofbeldi, kúgun eða mannvonsku bara vegna þess að mannveran sé karlkyns og því svaraði ég þessu svona.  Ég get ekki séð hví feministar ættu að bregðast öðruvísi við fréttum um mannvonsku og ofbeldi bara vegna þess að ofbeldinu sé beint gegn karlmanni eða dreng.  Feministar vissulega berjast fyrir réttindum kvenna og að konur séu ekki kúgaðar en það er þrátt fyrir það ekki samansemmerki á það að feministar samþykki mannvonsku gegn karlmönnum.  Eða getur þú bent mér á að feministum þyki það ok??

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 14:59

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott svar hjá þér Dísa!

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 15:35

6 identicon

Þú sagðir aldrei að femínistum þætti ok að beita karlmenn mannvonsku Ég nenni þessu varla. Þú hlýtur að vita hvað þú segir manneskja!!

  Þú sagðir að viðbrögð femínista væru eins burt séð hvort karl eða kona eigi í hlut....ÞAÐ SAGÐIRÐU OG SEGIR ENN.   

   ...Þannig að ég hef engu,nákvæmlega engu, að bæta við hérna í þetta skiptið.

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:38

7 Smámynd: Dísa Dóra

Jóhannes - þú ættir kannski að lesa það sem ég skrifaði aðeins betur.  Þar segir meðal annars: Hins vegar held ég að femínistar bregðist við mannvonsu eins og aðrir hver sem fyrir henni verður eða veldur henni - mannvonskan er engu að síður sú sama og afleiðingar hennar þær sömu hvort sem um er að ræða dreng eða stúlku, mann eða konu. 

Ég stend fyllilega við þessu orð mín enda hef ég ekki séð að feministar samþykki slíka mannvonsku þegar um karlmann eða dreng er að ræða frekar en þegar er um konu eða stúlku að ræða. 

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 15:56

8 Smámynd: Dísa Dóra

Hrönn - Takk

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 16:15

9 identicon

Dísa,

  Þú virðist þrauka, þannig að til að fyrirbyggja misskilning þá skal ég endurtaka mál mitt.

    Þú ert einfaldlega kominn í mótsögn við sjálfa þig. 

    Það sem þú segir: 1) Þú telur að femínstar myndu ekki samþykkja slíka mannvonsku þegar um karlmann er að ræða. 

                                 ---allt í lagi ég tek undir þetta.

                           2) Þú segir einnig að femínstar bregðast eins við mannvonsku, burtséð frá því af hver verður fyrir henni, karl eða kona.

                         ----þetta get ég einfaldlega ekki tekið undir og þú sem menntuð í félagsfræði, þá finnst mér það grátlegt að þú skulir ekki vilja viðurkenna muninn þarna á milli. Femínstar benda á jú, slæma hlutum sem konur verða fyrir, en þær gera það á áróðurskenndan hátt, og öfgafullan, sem birtist t.d. í því að þær telja kvennmenn verða fyrir meiri kúgun en karlar(það er hálf vandræðalegt að vera tala við félagsfræðing og útskýra þessa hluti fyrir honum).

                 Málið er bara það að femínistinn er ekki endalega að tala fyrir lítilmagnanum og gegn mannvonskunni. Hann múlbindur sig við þá forsendur að konur séu kúgaðar umfram karla(NB), og vinnur út frá því. Þannig að oft eiga femínstar einfaldlega erfitt með að taka á málum, sem koma illa við kennisetningar femínismans.  Þessi mál geta stundum verið mál sem snúast um mannvonsku, jú femínistar myndu kannski opinberlega segja(ja, líklega með semningi og ef gengið yrði á eftir þeim) að mannvonska gagnvart karlmönnum væri líka slæm og(ef mjög yrði hnýtt í þá) að hún væri jafnvel verri, en þeir myndu ekki sýna slík viðbrögð af fyrra bragði

           .....um þetta snýst þetta mál og okkar skoðanskipti. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 16:25

10 Smámynd: Dísa Dóra

Jóhannes - ég ætla ekki að rökræða við þig um feminisma eða feminista þar sem ég er ekki einn þeirra og þekki hreinlega ekki allt sem þeir hafa fram að færa þannig að ég rökræði það ekki.

Annars vil ég leiðrétta þann misskilning þinn að ég sé félagsfræðingur.  Ég er tómstunda og félagsmálafræðingur.  Ekki alveg sami hluturinn

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 16:44

11 identicon

Við lestur þessarar fréttar verð mér óglatt. Þetta er svo viðbjóðslegt athæfi sem var framið þarna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:40

12 identicon

 Það er samt allt í lagi að hafa skoðun á hlutum, og skoðun getur verið rétt, þó að maður þekki ekki hlutinn algjörlega til hlítar. Maður þekkir líklega ekkert algjörlega til hlítar, en það afsakar ekki og réttlætir ekki skoðanaþurrð, svona almennt talað. 

   Þannig að þú færð enn eitt tækifæri til að svara fyrir þig ....á meðan ertu einungis að boða mannvonnsku.

  
 

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 21:44

13 Smámynd: Dísa Dóra

Jóhannes - ég hef sagt mína skoðun hér en þar sem hún samræmist ekki þinni skoðun finnst þér hún greinilega ekki marktæk.  Mín skoðun er sú að feministar samþykki ekki ofbeldi, kúgun og mannvonsku hvort sem það beinist gegn karlmönnum eða konum.  Vissulega berjast feministar fyrir því að kúgun kvenna linni en það er ekki þar með sagt að þær samþykki kúgun karla.  Þrátt fyrir að þær berjist gegn kúgun kvenna er heldur ekki þar með sagt að þær bregðist öðruvísi við þegar um kúgun kegn körlum er að ræða - hins vegar er spurningin um hvort málefnið þær tali á opinberum vettvangi en það tjáði ég mig ekkert um.  Ég tjáði mig einungis um hvernig feministar sem persónur bregðist við slíku (að mínu áliti).

Þetta er mín skoðun - vissulega samræmist hún greinilega ekki þinni skoðun en þar með er ekki hægt að segja að mín skoðun sé eitthvað marklausari en þín.  Ég hef jafnan rétt á minni skoðun og hver annar

Svo vil ég einnig segja þér að ef þú heldur áfram að koma með komment þar sem þú gefur í skyn að ég sé jafnvel heimsk og sé að boða mannvonsku mun ég eyða þeim kommentum.  Þrátt fyrir að við séum ekki sammála í skoðunum okkar þá vil ég að komið sé fram við mig að virðingu.  Það á við jafnt um þig og aðra.

Dísa Dóra, 25.11.2007 kl. 09:57

14 identicon

Sæl,

  Jæja, þú sýnir þó einhverja viðleitni við að viðurkenna að femínistar bregðist öðruvísi við ef um karlmenn væri að ræða.

   Þú segir að þú hafir rétt á þinni skoðun, en finnst þér ekki líka að ég hafi rétt á að fá rök fyrir þinni skoðun, t.d. svo ég geti sannfærst. NB, ég er ekki í sandkassleik eins og 99% spjallverja, þ.e. verja sína skoðun í það óendanlega. Þú segðir í einu orðinu að þú þekkir ekki femínsta, en síðan segirðu af sannfæringu að femínistar bregðist eins við og hafi sömu skoðun um óréttlæti gagnvart körlum. Þetta finnst mér bera vott um mikla tvíræðni.

  Það er kannski of mikið að vera saka þig um mannvonsku, en ég get ekki annað en haldið því fram að það er mannvonska að einblína einungis á einn hóp varðandi jafnréttisbaráttu. Það er og var kannski réttlætanlegt í ákv. aðstæðum, t.d. varðandi réttindabaráttu svartra, sér í lagi fyrir einhverjum áratugum. Þó að sá minnihlutahópur hefði mikla ástæða til að vera sjálfhverfur, þá var þeirra réttindabarátta háð með miklu meiri samúð fyrir hópum sem höfðu það svipað og þeir(jafnvel þó að þeir hópar voru mjög smáir). 

  Ég tek það fram að ég hafði ekki hugmynd hvað þú starfaðir við, en langar aðeins af koma að málum sem þú virðist sinna. Þú talar um kynbundið ofbeldi. Hvað er það??

   Svo þú vitir það þá er kynbundið ofbeldi líklega það þegar annar karlmaður ber annan karlmann, en ekki kvennmann? ekki satt. Þetta er bábilja sem verður að kveða niður. Maður skilur að sumt ofbeldi milli tveggja karlmanna er það sem þeir hafa kallað yfir sig, en aftur á móti situr eftir ofbeldi sem aðilar hafa ekki kallað yfir sig. 

  Ég fulyrði að gróft ofbeldi sé "kynbundið" það er ofbeldi gagnvart körlum. Yfir 90% af grófu ofbeldi(þar sem viðkomandi þarf sjúkrahjálp-þá meina ég þarf!!) er gagnvart körlum, og þá er ég þegar búinn að draga frá þar sem þessir karlmenn "hafa kallað yfir sig" ofbeldið.

  
 

  
 

   
 

Jóhannes (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband