. - Hausmynd

.

Síðasti hlutinn - einelti

Einelti

Hvað er einelti?

Nokkrar skilgreiningar eru til á einelti en sú algengasta hérlendis er sú að um einelti sé að ræða þegar einstaklingur verður endurtekið fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleirum aðilum og á erfitt með að verja sig gagnvart þessu áreiti. Einelti getur lýst sér með beinum og óbeinum hætti. Með beinum hætti er átt við þegar um er að ræða til dæmis högg og spörk, hótanir, athugasemdir sem eru niðurlægjandi og niðrandi. Stríðni er líka dæmi um einelti og sérstaklega þegar þeim sem strítt er hefur gefið til kynna að honum líki stríðnin ekki. Óbeint einelti er alveg jafn slæmt og átt er við þegar einhver er útilokaður frá vinahópnum eða jafnvel komið í veg fyrir að hann eignist vini eða verði fyrir illu umtali.

Eru til eineltisprógrömm innan tómstundageirans?

Bandalag íslenskra skáta (BÍS) eru að gefa út reglur um einelt sem verður gefin út á skátaþingi í apríl 2005

Skátafélögin Hraunbúar í Hafnarfirði www.hraunbuar.is og Heiðarbúar í Reykjanesbæ www.heidabuar.tk eru með viðbragðsáætlun er varða einelti og ofbeldi

Skátafélagið Ægisbúar og Árbúar hafa settu upp eineltisáætlanir og er þær að finna á heima síðum þeirra.


Viðbrögð Skátafélagsins Ægisbúa til varnar einelti.

Fyrstu forvarnir gegn einelti byrja við inngöngu í skátafélagið. Á þann hátt að:

·       Stuðla að samvinnu heimila og skátafélags.

·       Koma á fræðslu um einelti fyrir foreldra.

·       Sveitarforingi hafi reglulega umræðu í sveit sinni um líðan, samskipti og hegðun.

·       Sveitarforingi setji reglur í sveitinni gegn ofbeldi og einelti.

·       Skátar þjálfist að vinna í hóp og sýni hverjir öðrum tillitsemi, sveigjanleika og umburðarlyndi

·        

Viðbrögð Skátafélagsins Árbúa til varnar einelti.

Við ætlum að vinna gegn einelti með því að:

·       Koma á fræðslu um einelti fyrir foringja og efla vitund þeirra um möguleika á einelti.

·       Gera yfirlitskannanir einu sinni á ári

·       Sveitarforingi hafi reglulega umræðu í sveit sinni um líðan, samskipti og hegðun.

·       Skátar þjálfist að vinna í hóp og sýni hverjir öðrum tillitsemi, sveigjanleika og umburðarlyndi

·       Sveitarforingi setji einfaldar reglur í samvinnu með sveitarmeðlimum gegn ofbeldi og einelti. ( Skátalögin eru reglur Árbúa)

·       Stuðla að samvinnu heimila og skátafélags

 

Regnbogabörn

Regnbogabörn vinna með fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra með viðtölum. Einnig vinna Regnbogabörn að því að veita fræðslu í skólum og félagsmiðstöðum sem og að vinna með einstökum skólum að því að vinna bug á einelti.

Samkvæmt Jóni Páli hjá Regnbogabörnum eru þeir ekki með starfsmann á stórum viðburðum en hann telur fulla þörf á því svo hægt sé að fylgja málunum eftir.

Öllum er heimilt að hafa samband við Regnbogabörn í síma 545-1000 ef upp koma eineltismál.

ÍTR

Hjá Íþrótta- og tómstundaráði er öllum málum sem varða óæskilega hegðun á viðburðum sem eru í boði hjá ÍTR fylgt eftir. Ef upp koma eineltismál hefur starfsfólk félagsmiðstöðva samband við námsráðgjafa í þeim skóla er málið varðar.

 

Heimasíður um einelti

Regnbogabörn                         www.regnbogaborn.is

Einelti                                     http://groups.msn.com/einelti

Einelti - Helvíti á Jörð            http://www.skodun.is/einelti/helviti.php

 

Slagsmál

Ekki er skylt að hafa lögreglu á stórum viðburðum sem eru haldnir af skólum, félagsmiðstöðvum eða t.d. uppákomum á vegum Samfés. Á slíkum viðburðum er starfsfólk í gæslu og ef upp koma slagsmál þá er tekið á þeim á skemmtuninni annað hvort að starfsmönnum eða hringt er á lögreglu. Ef um útisamkomur er að ræða á að vera löggæsla.
 

Aðrar skemmtanir

Ef upp koma slagmál á skemmtunum er það lögreglan sem sér um þau mál. Samkvæmt lögum um skemmtanahald er það Lögreglustjórinn eða Héraðslögreglumaður að ákveða hvernig löggæsla fer fram á hverri skemmtun fyrir sig. 1996 nr. 90 13. júní

10. gr. Héraðslögreglumenn.

2. Hlutverk héraðslögreglumanna er að gegna almennum löggæslustörfum þegar á þarf að halda, þar á meðal að halda uppi lögum og reglu á mannfundum og skemmtunum undir stjórn lögreglumanna.

 

Ef um útihátíðir er að ræða þá er það lögreglan sem sér um löggæslu. (587/1987

REGLUGERÐ um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. 6. gr.)

Eflaust muna margir eftir mikilli umræðu um löggæslu á útihátíðum síðan fyrir verslunarmannahelgina 2004 þegar skipuleggjendur útihátíða víða á landinu voru ósáttir við mismunun á gjaldskrá löggæslunnar á slíkum viðburðum.  Það fór algjörlega eftir því hvar á landinu hátíðin var haldin hve miklu þurfti að kosta til löggæslumála sem þó var skylt að skaffa.  Enn er þetta mismunandi eftir því hvar halda á útihátíð og fer gjaldskráin eftir því í hvaða áhættuflokki landsvæðið er metið miðað við afbrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

góð lesning

Saumakonan, 22.11.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá. Svo er til einelti á vinnustöðum og það einelti á ég erfiðast með að þola. Þegar fólk, sem á að kallast fullorðið, hagar sér eins og óábyrg börn!!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 20:41

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Fræðandi og áhugaverðir pistlar hjá þér! Kannast vel við einelti þar sem dóttir mín bjó við það í 3 ár. Takk fyrir mig

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband