Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2008 | 16:02
Til þín....
litla bumbugullið mitt.
Mikið finnst mér nú yndislegt að finna hnoðið þitt og spörkin. Þú ert lítill bröltormur og svo sannarlega fær mamma að finna fullt af spörkum og brölti - svo að bumban er öll á iði stundum. Það eru uppáhaldsstundirnar mínar til dæmis þegar ég ligg með stóru systur þinni að leggja okkur hádegislúrinn. Okkur finnst yndislegt að kúra okkur saman og mömmu finnst enn yndislegra að finna hlýjan kroppinn hennar upp við sig um leið og hún finnur bröltið í þér inni í bumbunni. Yndislegar stundir. Stóra systir finnur líka fyrir þessu brölti þínu og leggur oft litla lófann sinn á bumbuna til að finna enn betur fyrir þér og þannig sofnum við oft.
Ég hlakka mikið til að fá þig í fangið og getað knúsað þig og kysst og fundið lyktina og hlýjuna frá þér. Hlakka til að heyra í þér og horfa í augun á þér. Hlakka til að kynnast persónu þinni, sjá fyrsta brosið og allt það. Hlakka til að kynna ykkur systkynin fyrir hvort öðru og vona svo sannarlega að þið eigið eftir að verða góðir vinir og félagar. ohhhhh það eru sennilega ekki margar vikur í þetta og sérstaklega þar sem þú ert nú sami litli þrjóskupúkinn og stóra systir þín og situr bara sem fastast á þínum agnarsmáa rassi. Það gerir að sennilega verðurðu sóttur með keisara og þá eru nú ekki nema eins og 2-3 vikur í það. Mikið hlakka ég til og mikið hlakkar hann pabba þinn til. Elsku blíði og góði pabbi þinn sem er að springa úr stolti yfir að eignast annan gullmola. Sennilega áttu eftir að verða fljótur að vefja honum um fingur þér alveg eins og stóra systir gerði og gerir.
Við munum saman hjálpast að til að veita þér þær bestu aðstæður til að þú verðir sterkur og heilbrigður persónuleiki sem hefur styrk og visku til að forðast óæskilegar freistingar og komast í gegn um lífið sem sterkur einstaklingur sem getur stuðlað að eigin hamingju og annarra. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim málum sem og öðrum en við getum þó lofað þér því að gera okkar allra besta til að styðja þig og svo sannarlega munum við lofa að elska þig
Já smá væmni í gangi hjá kerlunni í dag
_________________________________________________________________________________
Að öðrum málum. Verð nú að láta þennan fljóta hér með.
Spáum aðeins í hagfræði!
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
7.10.2008 | 08:52
Frá degi til dags
Ekki hægt að segja annað en að dagleg leiðsögn okkar Búddistanna passi einstaklega vel í dag
7.október
Hvað mun framtíðin bera í skauti sér?
Enginn veit svarið við þeirri spurningu. Allt og sumt sem við vitum er að afleiðingarnar sem munu birtast í framtíðinni eru allar innifaldar í orsökunum sem eru gerðar í nútíðinni. Því er mikilvægt að við rísum upp og náum markmiðum okkar án þess að leyfa okkur að láta letjast eða truflast af tímabundnum erfiðleikum.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.10.2008 | 13:03
Fékk þennan í pósti áðan
og gat nú ekki annað en brosað þrátt fyrir að hann sé nú svolítið nastí
Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir skyndilega.
-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.
-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.
-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!
Annars er allt fínt hér - búið að panta tíma í dag til að setja gæðinginn á vetrarskeifur. Frúin tekur sko enga sénsa þegar þarf að fara upp í Borgarfjörð á morgun og maður er með lítið skott og annað enn minna skott innanborðs. Vil sko vera vel skóuð Löggimanninn hér lofaði mér líka að hann ætlaði ekki að sekta mig fyrir slíkt athæfi svo þá var næst hringt í dekkjaverkstæði og mikið var nú frúin glöð þegar það fannst tími í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.10.2008 | 19:16
Andlaus og orkulaus
Já það er yfir mér eitthvað rosalegt andleysi. Hef mig ekki í að blogga og hef mig ekki í að skrifa athugasemdir hjá ykkur bloggvinir góðir - vona að þið afsakið það. Finnst ég vera bara svona einhvernvegin flöt þessa dagana. Ekkert þunglynd eða vonlaus eða neitt slíkt samt. Er þrátt fyrir allt mjög sátt við mitt og líður vel - en bara eitthvað andleysi og orkuleysi í mér.
Eða kannski réttara sagt að sú orka sem er til staðar fer í að gera það sem þarf að gera þessa dagana og ekkert umfram það. En vonum nú að það takist að hlaða batterýin fljótlega Veit að nokkrar yndislegar konur hafa talað um að kíkja í kaffi - slíkt er aðeins til þess að hlaða batterýin hjá mér þessa dagana svo ég hvet þær algjörlega til að láta verða að því að kíkja í kaffi. Segi nú samt ekkert um hvort ég eigi eitthvað með kaffinu - allavega ekki bakkelsi eins og Hrönn bloggvinkona kær er þekkt fyrir haha
Knús á ykkur elskur og fyrirgefið að ég kommenta ekki hjá ykkur - ég fylgist með ykkur þrátt fyrir það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.10.2008 | 11:46
Frábært
Frábært þegar peningarnir fara þangað sem þeirra er virkilega þörf. Vonandi verður þessi vinningur til þess að auðvelda þessari fjölskyldu lífið sem framundan er.
Til hamingju með þetta
Ung fjölskylda vann 14 milljónir í lottóinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.9.2008 | 20:29
Rólegt í kofanum
og lítið að frétta svosem. Er þó komin með þann úrskurð frá ljósu og lækni að ég fái ekki að fara að vinna aftur - því miður Ég á bara að vera stillt og prúð og haga mér vel (eins og það sé svo auðvelt haha) svo við bröltormur litli losnum nú við fyrirburafæðingu eða annað í þeim dúr. Svo ég verð vísst að reyna einu sinni að vera hlýðin og fara eftir fyrirmælum
Annars er nú eitthvað lítið að frétta úr kotinu. Fékk jú yndislega heimsókn í dag en Tina mín elskulega fallega og góða bloggvinkona kíkti aðeins í kaffi. Fór líka í heimsókn á snyrtistofu eina hér í bæ og lét fríska aðeins upp á útlit mitt - ekki veitti sko af get ég sagt ykkur. Svo núna er ég ekki útlítandi eins og einhver draugur.
En jæja ætli sé ekki best að halda áfram að slást við eitt lítið stelpuskott sem er búin að uppgötva að hún kemst sko sjálf frammúr rúminu sínu á kvöldin þegar hún á að fara að sofa - og það hefur verið vel nýtt hér síðustu kvöld haha. Húsbandið er á uppeldisnámskeiði. Það þarf nú ekki að ala hann upp blessaðan enda algjör gullmoli hér á ferð. Hann hins vegar ætlar að reyna að læra einhver góð trikk til að nota á svona lítið ákveðið stelpuskott eins og við eigum.
Eigið góðar stundir elsku bloggvinir og munið að njóta hverrar mínútu þessa lífs.
PS verð nú að bæta inn myndum af upprennandi bissnesdömunni minni
Mamma ekki trufla mig ég er upptekin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.9.2008 | 10:32
Blessuð sé minning þín elsku amma mín
Amma mín fékk að kveðja þetta líf klukkan 9 í morgun. Takk fyrir allar góðu stundirnar elsku amma mín og allt sem þú kenndir mér í lífinu. Megi ferðalagið sem framundan er verða þér gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
24.9.2008 | 15:43
Jahá nú er ég bæði hissa og ekki hissa
Gerði mér nú ekki grein fyrir að land gæti færst svona til í skjálftum en er svosem samt ekki hissa á að eitthvað hafi gengið til í öllum þessum látum. Nógu mikið hrisstist maður haha
Ég er allavega algjörlega viss um að ég vil alls ekki annan skjálfta til að færa þetta aftur til baka
Selfoss færðist í skjálftanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.9.2008 | 20:19
Strandsettur hvalur
Tja næstum þannig líður mér í dag haha
Fór í skoðun í gær og þar sem að þrýstingurinn hefur hækkað slatta var ég sett í vikustopp í vinnunni svona allavega til að byrja með. Fékk að fara með þau fyrirmæli að hvíla sig eins og ég mögulega gæti og njóta þess nú bara að liggja með tærnar upp í loft og horfa á uppáhalds DVD myndina mína. Hugsaði nú með mér að þessa dagana er uppáhalds DVD mynd heimilisins svöngvaborgin haha - enda best fyrir okkur mæðgurnar að ná að slappa af saman yfir þeim diski.
Var svo varla komin heim þegar dagmamman hringdi og daman komin með hita. Hún var því sótt í flýti þessi elska og jú svo sannarlega var söngvaborgin nýtt - ehemmmmm já já veit ég er leikskólakennari og allt
Fann svo í gærkvöldi að ég var ansi styrð öðrumegin í bakinu og gat síðan lítið sem ekkert sofið í nótt fyrir verkjum og var að skakklappast hér ó morgun með tárin í augunum Jebbs sennilega klemmd taug. Virkilega góðir möguleikar á að ná að slappa vel af í svona aðstæðum - svo nú voru góð ráð dýr.
Á ráðunum stóð nú reyndar ekki og var það helst að húsbandið fékk það verkefni að vera heimavið í dag og dekra við okkur mæðgur. Ekki slæmt að hafa hann heima til að dekra við sig á svona stundu ( sem og reyndar alltaf). Er líka mun betri í bakinu núna og náði einnig að sofa smá í dag - lá reyndar fyrir mest allan daginn og því kemur tilfinningin af strandsetta hvalnum upp í hugann
Litla skottulotta er hins vegar með hita þó ekkert virðist ama að henni að öðru leiti. Fékk því að sofna í sínu gamla rúmi í kvöld þar sem foreldrunum líður ögn betur að vita af henni hjá sér í nótt.
En allt er þetta nú í rétta áttina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.9.2008 | 22:11
Bumba í lagi
Jamm kannski ekki nema von að bakið sé farið að segja til sín þegar bumban bara stækkar og stækkar. Hvernig endar þetta segi ég nú bara - nú þegar orðin stærri en síðast og ekki komin 33 vikurnar. Úffffffffffffffffffffff
Þetta hlýtur að verða STRÓRmyndarlegt barn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)