Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2008 | 20:20
Lítil saga um vináttu
Fékk eftirfarandi sent núna áðan og finnst þetta alveg yndisleg saga. Í lokin er maður hvattur til að senda þetta áfram til vina til að hvetja þá til að hugsa um það jákvæða. Því set ég þetta hér inn kæru bloggvinir mínir til að þið vitið að mér þykir vænt um ykkur og ég þakka líka stuðninginn ykkar og skemmtileg skoðanaskipti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.3.2008 | 12:34
Þátturinn Mannamál í gær
HÉR getur þú horft á þær Hlíf og Bergrúnu tala við Sigmund Ernir um reynslu sína af heimilisofbeldi.
Algjörar hetjur þarna á ferð og óska ég þeim innilega til hamingju með frábæra frammistöðu .
Góð umfjöllun um þessi mál og svona umfjöllun er einmitt svo nauðsynleg til að sem flestir geti gert sér grein fyrir hvað það er sem gerist í ofbeldssambandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.3.2008 | 14:30
Við getum haft áhrif til batnaðar. Beitum okkur – á annan hátt.
Munið þið eftir því átaki? Ég bloggaði um það HÉR og ég veit að nokkrar ykkar eru með. Það væri svo sannarlega frábært ef fleiri vildu bætast í hópinn og þá er bara að senda email eins og sagt er í fyrri færslunni til að fá áminningu í hverri viku
Áminningin þessa vikuna er svo sannarlega gleðileg og sýnir að þetta átak okkar er að hafa áhrif. Áminningin hljómar svona:
Síðasta vika var aldeilis viðburðarík. Það voru margar og athyglisverðar fréttir varaðandi konur.Það er enginn vafi á því að átakið okkar er að hafa mikil áhrif. Ég vil því hvetja ykkar allar sem eina að gefa hvergi eftir í staðfestunni.
Ef þið eruð að senda þennan póst áfram (sem ég vona ) þá vil ég benda á að ég get alveg eins sent beint á allar. Þið megið senda mér netföngin og þau bætast þá sjálfkrafa á listann.
En vegna þess hve undangengin vika hefur verið "arðbær" er rétt að minna á gildi þakklætisins. Því meira sem við getum opnað hug og hjarta fyrir þakklætinu, því meira rými skapast fyrir fleiri góða hluti að birtast.
Hér eru nokkrir hlutir í vikunni sem við getum verið bæði stoltar og þakklátar fyrir.
1. Frétt úr viðskiptaheiminum
Goldman Sachs, stæsti fjárfestingabanki heims, hefur ákveðið að verja 100 milljón dölum í að uppfræða 10 þúsund konur um leyndardóma viðskipta og stjórnun víðsvegar um heiminn. Sérstakega verður horft til Miðausturlanda, Asíu og Afríku þar sem möguleikar kvenna eru minnstir til þess að afla sér slíkrar þekkingar.
2. Einstæð móðir á Íslandi vann stóran lottóvinning
3. Vel heppnað átak UNIFEM á Íslandi. Í tenglsum við það er a) heimsókn hinnar stórmerku konu Johnson-Sirleaf til landsins, en hún hefur gerbreytt aðstæðum í landi sínu. b) Fiðrilda gangan á kvennadeginum og söfnunin.
Kenningin um fiðrildaáhrifin hefur verið sett fram í fræðigreinum og bókum. Hún fjallar um það hversu allt á jörðinni er nátengt. Svo tengt að ef fiðrildi blakar vængjunum sínum í einu landi (td. á Íslandi) þá getur það orðið orsök fyrir hvirfilvindi annarsstaðar á jörðinni.
Þetta er einmitt lögmál orsaka og afleiðinga sem gott er að hafa í huga. Við erum að skapa góðar orsakir með því að kyrja, hugleiða , biðja á sunnudagskvöldum, sem eru að hafa áhrif eins og bylgjur í allar áttir. Bænarefnið heldur áfram að vera hamingja kvenna út um allan heim á hverju sunnudagskvöldi út apríl mánuð.
PS. Minni ykkur á að horfa á þáttinn Mannamál sem er eftir fréttir á stöð 2 í kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2008 | 11:09
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Til hamingju með daginn stelpur
Vil einnig óska Stígamótum til hamingju með 18 ára afmælisdaginn sem er í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
7.3.2008 | 20:21
Hærri miskabætur fyrir meiðyrði en heimilisofbeldi
var yfirskrift fréttar á stöð 2 í kvöld. Þar var verið að fjalla áfram um það sem fjallað var um í gær og ég bloggaði hér um.
Horfið á fréttina HÉR!
Ótrúlegur munur þarna á og greinilegt að það er ekki sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón
Ég velti því enn og aftur fyrir mér hvort annað væri upp á teningum ef að kynjaskipting í heimilisofbeldismálunum væri önnur en hún er. Það er að flestir gerendurnir væru konur og þolendurnir þar af leiðandi karlar. Ætli dómar væru hærri ef það væri raunveruleikinn? Í dag er jú staðreyndin að í langflestum tilfellunum eru gerendurnir karlmenn og þolendurnir konur og börn. Hingað til hafa þó flestir dómarar verið karlmenn sem og þeir sem að semja og samþykkja lög landsins og því tel ég að það hafi áhrif á þessi mál.
Þessu þarf að breyta eins og ég hef oft áður sagt.
PS Ég hvet alla til að horfa á mannamál strax að loknum fréttum á stöð 2 á sunnudagskvöldið en þar verður fjallað nánar um heimilisofbeldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.3.2008 | 17:12
Karlar og krabbamein
Fékk eftirfarandi bréf sent frá vinkonu og bara varð að setja þetta hér inn enda á það erindi til allra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 15:10
Að ljúga eða ekki!
Ég hét því fyrir nokkuð mörgum árum orðið að ég skildi aldrei framar ljúga. Það er ekki þar með sagt að ég geti ekki brosað eða hlegið af góðum bröndurum um lygina og því bara verð ég að setja hér inn brandara sem ég fékk sendann áðan.
Njótið vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 20:00
Fréttir á stöð 2 í kvöld 6/3 2008
Þar var verið að fjalla um væga dóma í heimilisofbeldismálum. Ein hetjan kom í viðtal og sagðist undrast mjög þessa vægu dóma hér og þeir væru svo sannarlega mun vægari en í hennar heimalandi. Einnig sagði hún það sem svo sannarlega er rétt að slíkir dómar væru ekki beint hvatning til að kæra slík mál. Því miður sannleikur. Þessu þarf að breyta og það fyrr en seinna.
Hvet ykkur til þess að horfa á þessa frétt og tjá ykkur um þessi mál.
PS. Fór eftir fordæmi Gunnars bloggvinar míns og yngdi smá höfundarmyndina af mér. Þessi ynging á mynd reyndar veldur því að ég er aðeins örfáum árum eldri á þessari mynd. En þau eru bara örfá
Bloggar | Breytt 7.3.2008 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2008 | 14:02
Fiðrildaganga
Fiðrildaganga UNIFEM Viltu vera fiðrildi?
Vikuna 3. 8. mars mun UNIFEM á Íslandi standa fyrir FIÐRILDAVIKU þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum.
Af því tilefni efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00. Gengið verður frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir göngunni fara 12 þjóðþekktir einstaklingar með kyndla og við verðum í góðum takti með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur. Göngunni lýkur svo með uppákomu á Austurvelli.
Dagskrá á Austurvelli
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi ávarpar göngufólk
Ellen Kristjáns og co taka lagið
Thelma Ásdísardóttir les ljóð
Kynnar verða BAS stelpurnar
Dagskrá lýkur um kl 21:15
Kyndlaberar
1. Thelma Ásdísardóttir. Starfskona Stígamóta
2. Amal Tamimi. Fræðslufulltrúi Alþjóðahúss
3. Tatjana Latinovic. Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
4. Gísli Hrafn Atlason. Ráðskona Karlahóps Femínistafélags Íslands
5. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Umhverfisráðherra
6. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
7. Dagur B. Eggertsson. Læknir og borgarfulltrúi
8. Hrefna Hugósdóttir. Formaður ungliðadeildar Hjúkrunarfræðinga
9. Þórunn Lárusdóttir. Leikkona
10. Kristín Ólafsdóttir. Framleiðandi og verndari UNIFEM á Íslandi
11. Svafa Grönfeld. Rektor HR
12. Lay low. Söngkona
Í Fiðrildaviku UNIFEM verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni í Kongó, Líberíu og Súdan sem hafa það að markmiði að uppræta ofbeldi gegn konum. Þetta er málefni sem snertir okkur öll því í dag verður ein af hverjum þremur konum í heiminum fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleið sinni!
Fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra og fiðrildaáhrif (butterfly effect) vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft stórkostleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Það má svo sannarlega heimfæra kenninguna um fiðrildaáhrifin á átak UNIFEM á Íslandi sem mun gefa konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum byr undir báða vængi. Með þinni þátttöku getur þú haft fiðrildaáhrif!
Vertu fiðrildi! Hafðu áhrif! Mættu!
Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur. GSM: 820-3690
Anna I. Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. GSM: 696-7121
Soffía Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur GSM: 691-2996
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2008 | 15:01
Að vera eða vera ekki
Var lengi að velta fyrir mér hver titill þessa bloggs ætti að vera og ákvað að þessi titill væri fínn. Mig langar nefnilega svolítið að spá í þann hluta ofbeldissambands sem felst í því að stundum er maður sögð yndislegasta, besta og frábærasta kona í heimi og stundum er maður versta ógeð sem hefur skreytt þessa jörð og á ekkert gott skilið.
Slíkar geta sveiflurnar verið í framkomu þess sem beitir annan ofbeldi. Oftar en ekki er það þannig að í upphafi sambandsins þá fær ofbeldismaðurinn (tala um mann hér því það á við í mínu tilfelli en ég er ekki þar með að segja að konur beiti ekki ofbeldi) mann til að finnast maður verða dýrkuð og dáð og dásamlegasta vera sem hefur lifað. Mig langar að benda ykkur á hana nöfnu mína og nýjan bloggvin sem að skrifar um sína reynslu af ofbeldi. Hún nær einmitt að segja svo vel frá því hvernig maður var stundum á stallinum og stundum niðri í djúpasta pyttinum.
Færslan hennar fær mig svo sannarlega til að minnast svo margs og ég veit að oft hef ég heyrt svipaða reynslu frá öðrum þolendum ofbeldis.
Man svo vel eftir því hve ótrúlega falleg og gáfuð mér fannst ég vera í upphafi sambandsins þegar minn x jós yfir mig lofinu. Þegar leið á sambandið varð þetta lof hins vegar æ sjaldheyrðara og hin hliðin var sú sem heyrðist æ oftar. Samt heyrðist lofið enn af og til og hjálpaði lengi vel til þess að maður viðhélt voninni um að þessi maður væri sá rétti og sá sem að reif mig niður væri ekki hans rétta eðli.
Síðustu 2-3 árin sérstaklega bólaði þó varla á þessum manni og ófreskjan eins og ég stundum kallaði hann í huganum var sá sem var ríkjandi. Það var hann sem hikaði ekki við að segja mér hversu ógeðsleg ég væri í útliti, hegðun, gáfum og öðru. Það var hann sem hikaði ekki við að hrækja á mig og kalla mig hækju, hóru, druslu eða annað sem honum datt í hug. Það var líka hann sem hikaði ekki við að hóta mér lífláti og bætti gjarnan við að hann vissi að hann þyrfti ekki einu sinni að sitja inni fyrir þann verknað því að heimurinn mundi nú bara þakka honum fyrir að losa sig við þvílíkan viðbjóð sem hann sagði mig vera.
Það er líka svolítið skrítið að horfa til baka og í minningunni þá eru þessar 2 hliðar á manninum ekki einu sinni sami maðurinn í mínum huga útlitslega séð. Góða hliðin er útlitslega einnig myndarlegur maður með hlýlegt bros og góða framkonu. Skrímslið hins vegar er ófríður, grettur, greinilega uppfullur af hatri og grimmd og þannig að flestir sem honum mundu mæta yrðu fullir ótta. Vissulega var þetta sami maðurinn og sami líkami en mér fannst hann svo gjörsamlega breytast að enn þann dag í dag sé ég hann í raun sem 2 persónur.
Hvet ykkur til að vera dugleg að kvitta hjá nöfnu minni.
Viðbót: Takk fyrir góða og skemmtilega stund á Krúsinni elsku sunnlensku bloggkerlurnar mínar. Gaman að sjá andlitin á bak við skrifin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)