. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Það er ódýrt að misþyrma konu.

Ég verð bara að benda ykkur á að lesa blogg Elisabetar R um hvernig dómskerfið hreinlega lítilsvirðir vinkonu hennar með fráránlega lélegum dómi vegna ofbeldis sem hún var beitt.  Því miður eru slíkir dómar langt í frá einsdæmi og dómskerfi íslands þarf svo sannarlega að laga gagnvart ofbeldismálum og sérstaklegar þegar um er að ræða makaofbeldi.

Ég kalla þetta lítilsvirðingu frá dómskerfinu þar sem að jú vissulega viðurkennir dómurinn það augljósasta af öllu að hún hafi verið beitt ofbeldi, en maðurinn þarf ekki að sitja inni og miskabæturnar sem hann þarf að greiða eru bara hlægilegar.  Næstum eins og verið sé að klappa honum á bakið fyrir verknaðinn Devil  Slíkir dómar eru allavega ekki mikil hvatning til þolenda ofbeldis að kæra og ganga í gegn um allt það gífurlega ferli sem kæra og dómur er.  Dómskerfið bara VERÐUR að fara að laga.

Verð svo reið þegar ég les svona dóma Devil


Viltu vera fiðrildi?

VILTU VERA FIÐRILDI?

 

Vikuna 3. – 8. mars mun UNIFEM á Íslandi standa fyrir FIÐRILDAVIKU þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum.

 unifem-fidrildavika

Af því tilefni efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU  miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00.  Gengið verður frá  húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir göngunni fara 12 þjóðþekktir einstaklingar með kyndla og við verðum  í góðum takti með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur. Göngunni lýkur svo með uppákomu á Austurvelli.

 

Í Fiðrildaviku UNIFEM verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verkefni í Kongó, Líberíu og Súdan sem hafa það að markmiði að uppræta ofbeldi gegn konum.  Þetta er málefni sem snertir okkur öll því í dag verður ein af hverjum þremur konum í heiminum fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleið sinni!

 

Fiðrildið táknar umbreytingu til hins betra og fiðrildaáhrif (butterfly effect) vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft stórkostleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Það má svo sannarlega heimfæra kenninguna um fiðrildaáhrifin á átak UNIFEM á Íslandi sem mun gefa konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum byr undir báða vængi. Með þinni þátttöku getur þú haft fiðrildaáhrif!

 

 

 

Vertu fiðrildi! Hafðu áhrif! Mættu!

 

Bríet Birgisdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Anna I. Arnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

Soffía Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur


Elska svona daga

svolítið extra mikið.  Ekki það að ég elski ekki flesta daga núorðið - það geri ég virkilega og held ég elski þá einmitt enn meira en annars því þrátt fyrir allt þá man ég enn hvernig er að vera á botninum og þá líðan sem því fylgir.  Því kann ég sko virkilega að meta alla þessa yndislegu góðu daga.

En þessi dagur er nú aleilis extra góður.  Yndislega fallegur vetrardagur með snjó yfir öllu og nota bene næstum hvítum snjó Wink.  Sólin skýn og varla sést ský á himni.  Að vísu sýnir hitamælirinn smá frost en það er blankalogn og finnst nú barasta ekki fyrir slíku.  Í þessum bæ er reyndar ótrúlegt að það skuli koma lygnir dagar haha - í góðviðrinu í sumar kom þrátt fyrir allt varla dagur þar sem algjört logn var, því hingað nær hafgolan ótrúlegt nokk ef ekki kári blessaður sér fyrir rokinu.

En dagurinn er góður á fleiri vegu en bara veðrið.  Húsbandið skellti sér í gönguferð í morgun og eigum við von á honum um kaffileitið aftur.  Æ finnst bara gott að vita af honum iðka sína uppáhalds tómstundaiðju í svona dýrðlega fallegu veðri - mér hlýnar um hjartað við tilhugsunina Heart

Hóf morguninn á að fara í heimsókn til foreldra minna og þar sátum við að spjalli yfir kaffibolla ásamt bróður mínum sem er í heimsókn frá Noregi þar sem hann býr.  Elska að geta droppað í kaffi svona næstum þegar mér dettur í hug án nokkurrar fyrirhafnar.  Alltaf gott að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og vona ég að ég eigi eftir að njóta slíkra stunda með þeim í mörg mörg ár enn.  Um hádegi var síðan haldið heim á leið og litla skottið sett út í vagn að fá fegrunarblundinn sinn.  Mömmunni þótti hún þurfa smá fegrun líka og lagði sig í smá stund.  Vaknaði svo ekki við org dótturinnar ó nei - heldur var það söngl og hlátur og aaaaaa hljóð þegar hún var að knúsa bangsann sinn.  Lá ég smá stund að hlusta á þessi yndislegu hljóð og þegar þeirri stuttu fór að leiðast biðin eftir mömmu heyrðist sönglað mmmammmmmmmaa ósköp ljúft Heart

Ætlunin er svo að fara aðeins út í góða veðrið og viðra okkur og njóta tækifærisins að nota snjóþotu dótturinnar.  Morgundagurinn er svo hugsaður í bæjarferð og jafnvel að kíkja upp á Skaga.  

Eigið yndislega daga og munið að þakka fyrir smáatriðin í lífi ykkar sem svo auðvelt er að gleyma í hinu daglega amstri Smile  

Ljúfust mín kveður með brosi

mynd_kbF3zR


Ég lifi

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar.  Heilsan er öll að koma til þó enn sé ég nú ekki orðin góð.  En það vonandi lagast fyrir morgundaginn þar sem ég þarf að vinna þá.  Var reyndar hringt í morgun hvort ég vildi koma á aukavakt og því miður þurfti ég að segja nei Errm

Það er samt eitt mjög gott við þessa pest - hún er mjög fljótvirk megrun LoLTounge

Svona til að lífga upp á daginn ykkar ætla ég að setja hér inn myndir af nýjustu prakkarastrikum litla yndislega grallarans míns InLove

Komst upp í sturtubotninn og var þar blaut og alsæl að sulla

mynd_ixDiE1

Var eitthvað undarlega hljótt í húsinu áðan og þegar ég fór að athuga málið þá var þetta ástæðan LoL

mynd_ynnErC

 

Egið góðan dag  

 


Magapest dauðans

Já ég held ég hafi bara aldrei á minni ævi orðið eins veik af magapest og síðasta rúmlega sólahringinn.  Verstir voru þó þvílíkir verkir sem fylgdu með og var ég alveg pottþétt á því á tímabili að ég mundi upplifa svona Alien atriði á sjálfri mér.  Það er að skrímsli kæmi úr maganum Smile

Ég meira að segja þurfti að kalla á húsbandið heim úr vinnur (nota bene úr borginni) þar sem ég bara gat alls ekki hugsað um skottið og ekki vildi ég nú að hún færi sér að voða á meðan sú gamla elskaði Gústav Cool

Gustavsberg hefur verið óspart hilltur hér og gjarnan hefur skúringarfatan fengið að hjálpa til þar sem að Gústi dugði barasta ekki Whistling  En þetta er nú allt að koma og allavega verkirnir horfnir (sem betur fer) þó ekki sé nú maginn orðinn góður.  En ég lifi enn - sumum kannski til mikillar armæðu Tounge

Versta við þetta er að litla skottið virðist hafa smitast af múttu gömlu en sleppur þó við verkina - allavega er hún syngjandi glöð og brosandi hér eins og vanalega þessi elska InLove

Svo þeir sem vilja góða magapest eru velkomnir í kaffi en hinum ráðlegg ég að halda sig sem lengst í burtu á næstunni Wink


Konudagur

Var reyndar að vinna í dag og kom heim klukkan að verða 19.  Þá beið mín þessi líka flotti vöndur frá manni og dóttur InLove

mynd_fymf2E

En jæja ég er farin í ból - magapestin virðist vera að hertaka mig (í annað sinn Devil) svo ég ætla að reyna að hvíla mig inn á milli já þið vitið hverju Whistling


Fyrir þá sem skilja sænsku

ákvað að setja hér inn hlekk á einn þátt af þáttaröðinni Debatt sem eru mjög góðir þættir sem fjalla um ýmis samfélagsvandamál og fleira.  Þessi þáttur fjallar um heimilisofbeldi og er þarna meðal annars viðtal við konu sem upplifði slíkt.  Flest það sem hún talar um skil ég svo nákvæmlega og sat bara hér og kinkaði kolli og sagði einmitt og aha til skiptis.  Fékk hroll og tár í augun til skiptis líka. 

Í dag er ég búin að vinna mig það langt frá þessu ofbeldi að ég er ekki föst í þeim tilfinningum sem ég var föst í í byrjun eftir sambandið og auðvitað í sambandinu.  Hins vegar eru þessar tilfinningar og minningar ávalt mjög skírar ef ég næ í þær svo að segja og þegar ég heyri svona viðtöl kemur minningin um þær svo ótrúlega skýrt fram.

En hér má sjá þennan þátt  http://svt.se/play?a=1061793


Smá sálfræðipróf

Fékk þetta sent og bara verð að setja þetta hér inn Wink

 

Þetta er ekta sálfræðipróf sem byrjar svona:

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.



Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína? Spáðu í þetta áður en þú skrollar niður. Til að þetta próf virki, þá er nauðsynlegt að gera það rétt!







 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 


 
 
 
 
 
 
 
 
 
 















Svar: Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar
. 
Ef þú gast rétt þá hugsaru eins og geðsjúklingur. Þetta próf var gert af >Bandarískum sálfræðing til að athugahvort fólk hugsi eins og morðingi. Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir allir rétt. Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt, gott hjá þér og gleður mig að vera vinur þinn! Ef vinir þínir fá bingó við þessarri spurningu, þá mæli ég með því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðnri fjarlægð frá þeim.

 

Jæja - einhver sem var með þetta rétt?  Einhver sem ég þarf að stroka út af bloggvinalistanum mínum? WhistlingToungeHalo  Allavega var ekki séns að ég gæti fundið nokkra ástæðu fyrir að konan hefði myrt systur sýna.


Tómur haus

Einhver óstjórnleg bloggleti og andleysi yfir mér þessa dagana.  Viðurkenni að ég hreinlega hef ekki heldur hugarorku til að kvitta hjá ykkur bloggvinir góðir Blush nema svona helst með 1 stuttri setningu ef það er svo mikið.  Vona að þið fyrirgefið mér þetta samt Halo

Kannski kemur andinn yfir mig á morgun aftur - þið kannski sendið hann til baka til sinna heimahúsa ef þið sjáið hann á flakkinu - lítill grænn með bleikum röndum og ferlegur stríðnispúki Tounge


Kiva.org

´Eg hvet alla til að kynna sér síðuna Kiva.org.  Þar gefst fólki kostur á að aðstoða aðra við að koma sér upp góðri fjárhagslegri framtíð með örlítilli fjárhagslegri aðstoð/láni.  Fólk kemur þarna inn til að sækja um einskonar lán frá þeim sem meiri pening hafa á milli handanna.  Oft er um litlar upphæðir á mælikvarða okkar vesturlandabúa að ræða en upphæðir sem skipta sköpun fyrir þann sem lánið fær.

Það er til dæmis hægt að setja sér það markmið að byrja á að lána einum einstaklingi einhverja upphæð og þegar hún hefur verið greidd til baka má lána næsta manni upphæðina og svo koll af kolli.  Það er jafnvel hægt að setja sér það takmark að hækka upphæðina um ákveðið mark í hvert sinn.  Þannig erum við að styðja fólk í að koma sér upp fjárhagslegum aðstæðum til að bæta sína framtíð.

Hvet ykkur eindregið til að skoða þessi mál og taka þátt Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband