9.4.2008 | 12:09
Happatalan mín varð 46 í dag :)
Já hvað er þá happatala? Sennilega margir sem spurja sig þess núna
Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á erindi hjá búddistum þar sem verið var að tala um aldur og fleira. Þar var talað um að við ættum í raun aldrei að tala um aldur eða að maður eldist, heldur ætti að tala um og hugsa um happatölu í staðinn. Við erum nefnilega ótrúlega heppin að fá að eyða tímanum hér og heppin ef að árin bætast við. Ég fékk þetta erindi en þvi miður finn ég það ekki í fórum mínum sama hvað ég leita. Finn það sennilega seinna þegar ég er að leita að einhverju allt öðru
En ég heillaðist semsagt af því að tala um happatölur og hef síðan reynt að tileinka mér það Ég er líka alveg á því að allt sé fertugum fært og verð að segja að árin eftir að ég varð fertug hafa bara orðið betri og betri. Reyndar var sá afmælisdagur mjög óvenjulegur og ég svo upptekin að ég mátti varla vera að því að tala við fjölskyldu mína Ástæðan var sú að vinir mínir og félagar kröfðust þess að samtökin Styrkur - úr hlekkjum til frelsis (sem ég er formaður og stofnandi að) yrðu stofnuð þennan dag. Fannst það svo flott að stofna þessi samtök sem voru mér svo mikilvæg á þessum degi mínum. Ég samþykkti það en hefði líklega aldrei gert það hefði mig grunað hve mikil vinna var í sambandi við þetta og allt í kring - sem jú olli því að ég mátti ekki vera að því að eiga afmæli Eftir á finnst mér þó voða vænt um að samtökin voru stofnðu einmitt þennan dag og þakka því vinum mínum fyrir þetta í dag. Já því eru samtökin að eignast happatöluna 6 í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.4.2008 | 11:29
Strumpastuð
Smitaðist af bloggvinum mínum og tók strumpaprófið. Finnst nú sjálfri að þetta passi ekki alveg hmmmm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.4.2008 | 16:18
Föstudagsgrín
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
31.3.2008 | 17:51
Vér mótmælum allir!!
Fékk þetta sent áðan og styð þetta heilshugar - hvet ykkur til að styðja þetta einnig og áframsenda á ykkar póstlista.
Halló allir saman
Eins og fram hefur komið í fréttum sjónvarps og útvarpinu hafa bílstjórar á vörubílum og treilerum efnt til mótmæla vegna hækkun eldsneytis og munu þeir gera þetta áfram næstu daga. Mér finnst þetta meiri háttar hjá þeim og synd að við Íslendingar skulum ekki standa meira saman þegar eitthvað svona ber að dyrum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, svo eitthvað sé nefnt, þá stendur hver þjóð saman og gera eitthvað rótækt og því þykir mér synd að við svona lítil þjóð skulum ekki geta staðið betur saman.
Ég skora því á ykkur, alla landsmenn, að standa saman og mótmælum allri þessari hækkun sem er á leið til okkar og sem komin er og flauta bara eitthvað skemmtilegt ef þið lendið í biðröð með stóru bílunum og einnig skora ég heldur betur á ykkur að fara EKKI í eina einustu búð þriðjudaginn 1. apríl. Það er alveg hægt að versla á mánudaginn og miðvikudaginn en við skulum standa saman og fara EKKI í búð á þriðjudaginn vegna þeirra hækkunar sem eru að koma á mjólkurafurðina og fleira :)
ÍSLENDINGAR!! STÖNDUM SAMAN
Áfram sendið þetta á alla sem þið þekkið :D
Baráttu kveðjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
27.3.2008 | 11:15
Miklar pælingar í gangi hér á bæ
Já síðustu dagar hafa verið eitthva ógurlega andlausir í sambandi við bloggskrif en þeim mun meira hefur heilinn starfað og spáð í lífið og tilveruna. Ýmislegt sem ég hef verið að spá og rakst svo í morgun á gamalt plagg sem ég hafði eitt sinn gert fyrir fund okkar Búddista og fjallar um Karma. Þetta er einmitt mikið í stíl við það sem hefur verið að brjótast um í mér síðustu daga og ákvað ég því að lofa ykkur að lesa þetta ykkur til fróðleiks. Svolítið langt að vísu en vonandi samt eitthvað sem þið nennið að lesa í gegn um og láta mig vita hvað ykkur finnst.
Karma
Hvað er karma?
Margir hafa spáð mikið í hugtakið karma og ætla ég hér að fjalla smávegis um þetta hugtak og þá aðallega út frá Búddísku sjónarmiði en þó aðeins velta öðru fyrir mér líka.
Þegar við fæðumst þá erum við eins og óskrifað blað segir ein kenning um karma og síðan ræður líf okkar hvernig við þróumst. Margar kenningar sem fjalla um karma fjalla um karma sem lögmál orsaka og afleiðinga þ.e. að allt sem við gerum, segjum og hugsum komi til baka til okkar sem afleiðing jafnvel þó það verði ekki fyrr en í næsta lífi.
Búddisminn talar um eilífit líf og jafnframt um að líf okkar er ekki að byrja hér og nú heldur höfum við lifað áður og jafnvel oft áður. Það þýðir að við erum ekki að byrja okkar tilvist í þessu lífi. Líf okkar hefur alltaf verið til í alheiminum, stundum sýnilegt og stundum ósýnilegt. Það þýðir að samkvæmt Búddismanum fæðist maður ekki sem óskrifað blað heldur með áunnið karma frá fyrri æviskeiðum.
Upprunaleg merking orðsins Karma er í raun verknaður sem seinna fékk merkinguna örlög sem einhver hefur skapað með verknaði sínum. Allt sem við gerum, segjum og hugsum eru orsakir sem skapa afleiðingu fyrir líf okkar.
Örlög og örlagatrú hefur lengi verið hægt að finna á íslandi og það í ríku mæli. Sennilega er þó sá reginmunur á örlagatrú íslendinga og karma að flestir trúa á örlög en í þeirri merkingu að örlög séu eitthvað sem fyrirfram er ákveðið (misjanft af hvaða öflum fólk trúir að þessi örlög skapist) en örlög eru óbreytanleg.
Karma hins vegar getum við samkvæmt Búddískum kenningum breytt með því hvernig við vinnum úr gjörðum okkar í núinu. Það kallast að breyta eitri í meðal. Segjum til dæmis sem svo að þú hafir gert þær orsakir að þú í dag sért að kljást við slæmar afleiðingar. Vinnir þú úr því sem þú ert að gera í dag á jákvæðan og uppbyggilegann hátt fyrir þig sem og aðra ertu jafnframt að breyta slæmu karma í eitthvað sem er jákvætt. Með því að vinna á jákvæðann hátt úr erfiðum aðstæaðum ertu að breyta erfiðleikum í ávinninga og þannig um leið að breyta karma þínu. Á sama hátt er reyndar hægt að breyta karma til hins verra með því að til dæmis að nota ekki það sem upp kemur í daglegu lífi til jákvæðra hluta. Þú getur verið í góðum aðstæðum en notar þær til að rífa niður líf þitt til dæmis. Þarna er verið að breyta karma en á neikvæðann hátt.
Búddisminn kennir okkur hins vegar að vinna að hamingju okkar og annarra og þar af leiðandi að vinna jákvætt úr öllum aðstæðum lífisins. Því kennir Búddisminn okkur að takast á við erfitt og neikvætt karma og vinna úr því á jákvæðan hátt, bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Búddisminn segir að við höfum 3000 möguleika á hverju augnabliki. Því er mikilvægt að vera ávallt meðvitaður um gjörðir sínar og hafa ávalt í huga að með því sem við gerum í dag erum við að skapa okkur framtíðina í dýpstu merkingu þess. Búddisminn kennir okkur að láta ekki daglegt amstur og tilfinningar stjórna gerðum okkar, það er að láta til dæmis ekki stjórnast af karma eingöngu heldur hafa djúpstæða yfirsýn yfir aðstæður okkar eins og þær eru hverju sinni til að getað unnið sem best úr þeim fyrir okkar eigin og annarra hamingju.
Við þurfum að vera fær um að líta upp frá daglegum gjörðum og líta á hvað lífið hefur upp á að bjóða. Sjá þau tækifæri sem það veitir okkur, líka þegar vandamál og erfiðleikar herja í lífi okkar.
Karma eru því ekki lögð á okkur af yfirnáttúrulegum öflum heldur erum það við sjálf sem sköpum okkur eigið hlutskipti.
Nichiren segir ef þú vilt skilja gjörðir þína í fortíðinni líttu þá á orsakir þínar í nútíðinni og ef þú vilt skilja það sem kemur til með að gerast í framtíðinni líttu þá á orsakirnar sem þú ert að gera í nútíðinni.
Það sem þú ert að upplifa gerist vegna þess að þú hefur búið til þessar aðstæður með fyrri gjörðum þínum. Þú getur aldrei kennt öðrum um aðstæður þínar því það ert aðeins þú sjálf/ur sem skapar þitt líf með þínum gjörðum.
Það er mikilvægt að hafa það í huga að með gjörðum þínu í dag ertu að skapa orsakir framtíðarinnar. En jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að þar liggur einmitt grundvöllur þess að þú ert fær um að breyta karma þínu. Þú getur breytt karma þínu með því að takast á við þær orsakir sem þú ert að upplifa í dag. Viljir þú skapa þér góða framtíð þá tekstu á við núið á jákvæðann hátt og skapar þannig góðar orsakir fyrir framtíðina. Þannig getur þú jafnvel breytt slæmu karma.
Hins vegar verðum við líka að hafa í huga að oft getur þetta samband orsaka og afleiðinga ekki verið augljóst. Til dæmis er stundum talað um að einhver manneskja virðist lifa í vellistingum og auði þrátt fyrir að hún sé augljóslega að gera slæma hluti eða að manneskja sem er að vinna að góðum hlutum en uppsker aðeins erfiðleika. Eða þá að börn fæðist í slæmum aðstæðum eins og fátækt og hungur og jafnvel fötlun. Þarna getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér lögmál orsaka og afleiðinga og þess vegna verðum við að kafa dýpra og skoða heildarmyndina.
Við veljum sjálf þær aðstæður sem við fæðumst inn í og við fæðumst aldrei inn í aðstæður sem við erum ekki fær um að takast á við því við erum jú aðeins að takast á við afleiðingar okkar eigin orsaka. Vorum við fær um að skapa þessar afleiðingar þá erum við jafnframt fær um að takast á við orsakirnar.
Fólk er líka mjög gjarnt á að líta á ytir aðstæður og gleyma að líta á heildarmyndina. Til dæmis getur barn fætt inn í fátækt og hungur upplifað mun meiri gæfu og gleði en manneskja sem lifir við vellistingar.
Síðan gleymum við oft að horfa á lífið með það í huga að það er eilíft. Gleymun að taka það inn í myndina að manneskjan á eftir að fæðast aftur og aftur og jafnvel afleiðingar þess sem hún framkvæmir ekki í þessu lífi séu sýnilegar okkur hér þá er 100% öruggt að viðkomandi fær orsakirnar seinna. Karmalögmálið er algilt og réttmætasti dómari okkar allra. Við getum verið viss um að manneskjan sem virðist einungis fá erfiðleika fyrir góðar gjörðir sínar mun uppskera vel þó í síðara lífi verði og eins er það með manneskjuna sem virðist lifa í vellistingum þrátt fyrir slæmar gjörðir.
Sumum finst þetta lögmál orsaka og afleiðinga mjög grimmt en það er í raun mjög jákvætt. Lítum á þetta sem svo að okkur er algjörlega í vald sett okkar eigin framtíð. Við getum algjörlega valið okkar eigið líf með gjörðum okkar. Hvað er betra en það? Við getum valið að eiga gott og hamingjuríkt líf, ef við aðeins sköpum góðar orsakir. Einu megum við heldur ekki gleyma í sambandi við erfiðleika og vandamál, þau eru til að þroska okkur og kenna okkur. Stundum þurfum við að ganga í gegn um erfiðleika til að öðlast skilning á jákvæðum hliðum lífisin. Stundum þurfum við að ganga í gegn um erfiðleika til að breyta viðhorfi okkar og finna styrk okkar.
Búddisminn kennir líka að oft veljum við að ganga í gegn um erfiðleika til að þroska okkur svo við séum færari að vinna að hafmingju annarra á eftir.
Í bréfinu að létta afleiðingar karmískra misgjörða segir Nichiren til dæmis: Sé djúpstætt karma manns úr fortíðinni ekki upprætt í þessu lífi verður hann að líða þjáningar helvítis í framtíðinni en ef hann upplifir mikla erfiðleika í þessu lífi, munu þjáningar helvítis hverfa samstundis.
Þarna er hann einmitt að tala um mikilvægi þess að takast á við þá erfiðleika sem á vegi okkar verða á jákvæðan hátt. Um möguleika þess að breyta neikvæðu karma.
Ég get tekið eitt persónulegt dæmi um hvernig er hægt að takst á við erfiðleika á mismunandi hátt: þegar ég var í sambandi við mann sem beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi horfði ég á lögmál orsaka og afleiðinga á þann hátt að ég hlyti að vera mjög slæm persóna að hafa skapað þær orsakir að þurfa að upplifa svona ömurlegar aðstæður sem mér fanst ég vera í. Þessi hugsun var mjög neikvæð og lamandi, ég sá ekki þá jákvæðu möguleika sem ég hafði í þessari stöðu og fanst ég bara vera föst og leitaði því engra útgönguleiða. Leit á þetta sem refsingu sem ég yrði bara að ganga í gegn um. Með þessari hugsun sá ég til þess að ég var mun lengur í sambandinu en ég þurfti. Síðan ákvað ég að taka ábyrgð á mínu lífi og taka stjórn á þeim aðstæðum sem ég var í. Ég hætti að horfa á karma sem eitthvað sem mér væri fyrirmunað að breyta og ákvað að breyta mínum aðstæðum.
Í dag er ég þess fullviss að ég valdi sjálf að ganga í gegn um þessa reynslu. Vissulega erfið reynsla já en hún kenndi mér að finna styrk minn, vinna mig út úr aðstæðunum á jákvæðan hátt og vinna að hamingju sjálfs míns og annarra. Þessi reynsla kenndi mér að forðast ekki vandamál og erfiðleika heldur takast á við þá og sigra á jákvæðan hátt. Ef ég hefði aldrei gengið í gegn um þessa erfiðleika sjálf væri ég ekki að vinna í að opna umræðuna um heimilisofbeldi í þjóðfélaginu í dag og vinna að hamingju þeirra sem hafa gengið í gegn um svipað. Í dag vinn ég úr lífi mínu á jákvæðan hátt og reyni ávallt að finna bestu leiðina fyrir hamingju mína og annarra. Vissulega mistekst mér stundum en ég lít ekki á það sem refsingu við mig heldur sem leið til að kenna mér.
Ég hefði getað haldið áfram að horfa á aðstæðurnar á neikvæðan hátt og látið aðstæðurnar stjórna mér í stað þess að ég valdi að taka stórn á lífi mínu og vinna jákvætt úr því. Ég valdi semsagt að taka ábyrgð á mínu lífi að horfa á reynsluna frá búddísku sjónarmiði í stað þess að horfa á þær með neikvæðum augum og jafnframt leitast við að sjá karmalögmálið á neikvæðan refsandi hátt. Þannig að í dag lít ég á þessa erfiðu reynslu sem góða orsök því hún kenndi mér að takast á við erfiðleika á jákvæaðan og skapandi hátt fyrir mig og aðra sem og að uppgötva styrk sem ég vissi ekki að ég hefði til að bera. Því er hægt að sjá að aðstæður sem virðast vera mjög slæmar í dag þurfa ekki endilega að vera það. Þær geta orðið til mikilla hamingju í lífi viðkoamndi seinna. Og þá er hægt að spurja, var þessi orsök svo slæm í raun? Var hún ekki bara góð?
Það sem við þurfum einmitt að hafa í huga er að við erum 100% ábyrg á eigin lífi og til þess að öðlast gott karma þurfum við að leggja mikið á okkur að vinna jákvætt út úr öllum aðstæðum. Það þýðir ekki bara að afsaka vandamál og erfiðleika með því að við séum að takast á við slæmt karma. Við verðum að leggja á okkur og takast á við vandamálin á jákvæðan hátt og þannig breyta karma okkar sem og að skapa okkur góða framtíð. Aðeins þannig getum við verið viss um að skapa okkur góða framtíð. Þessi búddismi er einmitt að kenna okkur að breyta eitri í meðal, eða takast á við erfiðar aðstæður á jákvæðan og skapandi hátt.
Á sama hátt verðum við að hafa í huga að þegar við erum að upplifa góðar afleiðingar gjörða okkar og líf okkar er í góðum farvegi þýðir það ekki að við getum hætt að hafa fyrir því að skapa okkur góða framtíð. Ef við tökum bara á móti góðu karma og hugsum ekki um að skapa góðar orsakir fyrir framtíð okkar er hætt við að við séum einmitt að skapa slæma framtíð. Búddisminn nefnilega kennir að við eigum ekki einungis að vinna að eigin hamingju heldur jafnframt hamingju annarra. Ef við gleymum okkur í að njóta eigin hamingju án þess að vinna að hamingju annarra erum við ekki að skapa bestu orsakir sem við getum gert og þar af leiðandi ekki að skapa það góða karma sem við ættum völ á.
Búddisminn kennir okkur að við þurfum sífellt að hafa í huga lögmál orsaka og afleiðinga, hvort sem um er að ræða þegar við tökumst á við vandamál eða hamingju.
Við þurfum líka að hafa það í huga að gleyma ekki að skoða allar aðstæður með karmalögmálið í huga. Til dæmis að skoða aðstæður fólks í kring um okkur á djúpstæðan hátt til að reyna að sjá heildarmyndina á lífi þess. Það er ekki vísst að manneskjan sem virðist lifa við fátækt og hungur sé að upplifa óhamingju. Og er hún þá í raun að upplifa það slæma karma sem við oft dæmum vegna þess að við horfum á vealdlegar aðstæður hennar á vestrænann hátt?
Karma er í raun mjög einfalt og kennir okkur það að aðeins við sjálf berum ábyrgð á okkar lífi. Á sama tíma er karma mjög djúpstætt og flókið.
Sjálf horfi ég á karma mjög jákvætt því hvað er betra en gjöfin að getað fullkomlega valið hvernig líf mans verður...... um alla eilífð! Karma er þó eitthvað sem getur verið mjög erfitt fyrir okkur að takast á við því oft er mjög erfitt að þurfa að horfast í augu við það að þær afleiðingar sem þú ert að upplifa í dag eru skapaðar af þér og engum öðrum. Það er erfitt að taka 100% ábyrgð á sínu lífi og getað aldrei sagt að ábyrgðin sé einhvers annars eða við getum tekið okkur smá frí frá ábyrgðinni á eigin lífi. Munum bara að með því að taka ávallt fulla ábyrgð á okkar lífi og vinna jákvætt úr öllum aðstæðum erum við að skapa okkur jákvætt karma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
23.3.2008 | 10:55
Frá degi til dags
Þar sem leiðsögn okkar Búddistanna er alveg frábær fyrir daginn í dag get ég ekki á mér setið að setja hana hér inn
23.mars
Við skulum öll beina augum okkar að því að lifa frábærum lífum sem við tileinkum alltaf sannleikanum og færast í átt að því markmiði við góða heilsu, barmafull af von. Við skulum lifa lífum okkar af hugrekki, án eftirsjár, sækja fram af þolinmæði, ákafa og gegnheilum anda vináttu og félagsskapar.
Hér á bæ þótti páskaeggið mjög gott í morgun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
21.3.2008 | 16:55
Glansandi sjálfrennireið
Við hjónakornin ákváðum í morgun að vera rosa dugleg og gera það sem hefur verið þörf á að gera LENGI - það er að þvo og bóna bílinn okkar, enda var hætt að sjást í hann fyrir tjöru og skít.
Farið var til foreldra minna og fengin lánuð aðstaða þar, háþrýstidæla og bílskúr. Síðan var þvegið og bónað á fullu á meðan litla skottið svaf sem fastast. Núna er bíllinn glansandi fínn hérna í hlaðinu.
Hins vegar ákváðum við að fara ekki á listasýninguna hennar Zordísar þrátt fyrir að mig dauðlangaði því enn er ég hálfkvefuð og mjög hás og lítla skottið með háan hita. Sök sér að fara á milli húsa og hún sofi þar í bóli í stað hér en maður fer nú ekki meira með skottið. Svona nema að læknavaktin verður nú sennilegast heimsótt í fyrramálið í annað skiptið þessa vikuna. Hví er það að maður þarf alltaf að koma að minnsta kosti 2 x til þessara blessuðu lækna til að þeir fáist nú til að viðurkenna að ehv sé að og geri ehv í því? En í sambandi við listasýninguna og að hitta mína kæru bloggvini þá verð ég bara að segja og hugsa að koma tímar koma ráð
Hér er svo sætustu mín að sýna hvað er fyrir henni haft
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.3.2008 | 22:53
Páskaleti
Það er góð páskaleti í mér þessa dagana. Tja svona í bland við hálsbólgu og mikla hæsi - húsbandið reyndar ekkert ósáttur við hæsina held ég þar sem ég röfla þá bara minna í staðinn
Annars er dagurinn búinn að vera góður þrátt fyrir hæsi hjá mér og hita og kvef hjá litla skottinu. Við náðum samt að sjá nokkuð yndislegt í dag sem framkallaði bros og klapp hjá okkur famelínunni
Páskarnir eru svo planaðir í að letingjast, hitta vini og ættingja, fara á listasýningu (og helst gleyma veskinu heima svo ég eyði ekki öllum okkar pening og meira til ), prófa að elda gæs í fyrsta skiptið, vonandi ná að þvo og bóna bílinn og ýmislegt fleira skemmtilegt. Jú og auðvitað að borða og borða og fá sér páskaegg haha.
Eigið góða páska elskurnar og munið að njóta tímans með vinum og ættingjum því hann er það dýrmætasta sem við eigum og við vitum aldrei hve mikinn tíma við fáum saman. Því er um að gera að lifa í núinu og njóta tímans núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.3.2008 | 10:36
Önnur íslensk rannsókn um ofbeldismál
Sigrún reyndist mér mikill stuðningur þegar ég var að gera mína rannsókn og kom með góðar ábendingar og hugmyndir og þakka ég henni kærlega fyrir það .
Rannsóknir okkar eru ólíkar að því leiti að hennar rannsókn byggist á djúpviðtölum við nokkrar konur en mín rannsókn byggist á spurningarlistum til fjölda fólks. Niðurstöðurnar sýna þó sama veruleikann og þessar rannsóknir styðja mjög hvora aðra. Nokkrar niðustöður minnar rannsóknar bloggaði ég um HÉR og HÉR
Hvet ykkur til að lesa þessa frétt
Brotnar konur berskjaldaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.3.2008 | 15:50
Nú missti ég endanlega trúnna
á íslenska dómskerfið. Jahérna þvílíkur dómur. Ég spyr hví þessi dómur er eins og hann er? Hví eru skaðabæturnar í þessu máli svona gífurlegar eins og raun ber vitni? Hvers vegna eru skaðabæturnar í slíku tilfelli svona háar þegar skaðabætur í nauðgunar og ofbeldismálum er næstum klapp á bakið fyrir gerandann?
Úff já það eru svo sannarlega margar spurningar sem vakna upp hjá mér við lestur þessarar fréttar. Ég get ekki annað en borið saman þennan dóm við þá dóma sem eru svo algengir í nauðgunar og ofbeldismálum.
Þarna er verið að dæma fyrir þann skaða sem 11 ára gömul stúlka veitti kennara sínum. Vissulega er ég ekki að gera lítið úr þeim skaða - bara alls ekki. Í raun ætti svo sannarlega að meta skaða á heilsu einstaklinga svo hátt ó já. En það ætti þá líka að meta þann skaða sem þolandi ofbeldis verður fyrir svo hátt.
Þarna er um að ræða barn sem veldur skaðanum. Mér finnst mjög ósennilegt að barnið hafi ætlað sér í raun að skaða kennarann og held að þessi verknaður hafi frekar verið vanhugsuð athöfn barns sem enga grein gerði sér fyrir afleiðingum gjörða sinna. Finnst nú frekar ósennilegt að þetta barn hafi ætlað sér að skaða. Barnið framkvæmdi slíka athöfn einu sinni. En raunin varð samt sem áður sú og því eru bæturnar svo háár.
Í ofbeldismálum er í flestum tilfellum um að ræða fullorðna gerendur sem beita börn og fullorðna ofbeldi. Fullorðna gerendur sem vissulega gera sér grein fyrir því að slíkar gjörðir geta skaðað (og skaða) og það alvarlega. Fullorðnir gerendur sem gera sér grein fyrir því að þeir eru að brjóta lög með gjörðum sínum (þó að vissulega í mörgum tilfellum telji þeir sér trú um að þeir séu hafnir yfir lög). Fullorðnir einstaklingar sem hafa einbeittan brotavilja og ætla sér virkilega að meiða með orðum sínum og gjörðum í mörgum tilfellum. Fullorðnir einstaklingar sem hafa jafnvel notað ofbeldi mjög oft þó að þeir hafi ekki verið kærðir áður. Skaðinn getur verið mjög alvarlegur fyrir þolandann bæði andlega og líkamlega. Svo alvarlegur að hann veldur allt of oft slíkum heilsubrestum að þolandinn situr uppi með örorku. En hve hátt er lífið metið í þeim tilfellum?? Ef skaðabætur eru yfirhöfuð dæmdar eru þær kannski 150.000 kr fyrir ofbeldisbrot og jafnvel hálf miljón fyrir alvarlega nauðgun.
Hví eru líf þolenda ofbeldis ekki metin hærra en þetta???????????
Hvað er eiginlega að í íslensku réttarkerfi??????
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)