. - Hausmynd

.

Einelti - ein hlið ofbeldis

Einelti er ein hlið ofbeldis þrátt fyrir að í huga flestra sé einelti ekki flokkað undir ofbeldi.  En einelti felur yfirleitt í sér töluvert andlegt ofbeldi og getur einnig falið í sér líkamlegt ofbeldi.  Þeir sem upplifa einelti hafa verið að sýna sömu og svipuð einkenni og þeir sem haf upplifað annarskonar ofbeldi.

Rannsóknin sýndi að um helmingur þátttakenda höfðu upplifað einelti.  Það er mjög hátt hlutfall þegar haft er í huga að rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal skólabarna sýna að 4-10% barnanna segjast hafa upplifað einelti. 

Þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru skoðaðar aðeins nánar má sjá að flestir sem höfðu upplifað einelti höfðu einnig upplifað andlegt-, líkamlegt-, eða kynferðislegt ofbeldi í æsku og um helmingur höfðu upplifað slíkt ofbeldi bæði í æsku og á fullorðinsárum.  Rétt um 2% þátttakenda höfðu upplifað einelti án þess að upplifa einnig annarskonar ofbeldi.

 

Þetta vekur upp margar spurningar hjá mér.  Getur verið að einelti sé  frekar orsök annarskonar ofbeldis en afleiðing?  Það er, getur verið að sá sem hefur upplifað einelti  hafi  brotna sjálfsmynd  (afleiðing eineltisins) og  hafi því ekki styrk til að  forðast annarskonar ofbeldi?  Eða getur frekar verið að eineltið sé afleiðing þess að hafa upplifað annarskonar ofbeldi?  Það er að sá sem hefur verið beittur annarskonar ofbeldi sé með svo brotna sjálfsmynd meðal annars að hann hafi ekki styrk til að standa gegn einelti?

Rannsóknir meðal barna sýna að þau sem upplifa einelti, hafa ákveðin sameiginleg einkenni. Þó ekki sé hægt að alhæfa að þeir sem upplifa einelti hafi þessi einkenni, þá setja þau barnið í áhættuhóp gagnvart einelti.

Þessi einkenni eru þau að börnin eru óöruggari, hræddari, feimnari, hlédrægari og hægverskari en börn almennt.  Þau stríða öðrum síður en önnur börn, eru ekki árásargjörn til jafns við önnur börn og í raun á móti ofbeldi og beita því helst alls ekki.  Ef börn eru félagslega veik er meiri hætta á að þau verði fyrir einelti.  Þau geta einnig verið líkamlega veikbyggðari en jafaldrarnir.

 Endilega segið ykkar skoðun á þessum málum öllum - Munið að þetta eru jú málefni sem þarf að tala í hel frekar en að þegja í hel Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sæl Dísa.

Mjög þörf umræða....einelti getur komið út í svo mörgum myndum ég gæti samt ýmindað mér að þeir sem eru félagslega ílla staddir séu líklegri til að verða fyrir einelti.

Kveðja til ykkar  

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.10.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góð umræða hjá þér Dísa. Skólar eru sem betur fer í auknum mæli farnir að vera með forvarnarstarf gegn einelti, en betur má ef duga skal. Afleiðingar eineltis og reyndar alls ofbeldis eru slæmar og oft á tíðum skelfilegar. Ég á mjög góða vinkonu sem er hjúkrunarfræðingur, hún sagði mér frá nýjum rannsóknum sem sýna  fram á tengsl  milli hjarta og lungnasjúkdóma og þess að hafa verið beittur kynferðisofbeldi í æsku. Mér finnst þetta mjög merkileg niðurstaða, styður þá skoðun mína sem ég hef lengi haft að andleg líðan hefur áhrif á líkamsheilsu, þó því miður séu enn til læknar sem vilja ekki sjá tengsl þar á milli.  Nöturlegast finnst mér þó einelti sem á sér stað á meðal fullorðinna, finnst reyndar alveg með ólíkindum að slíkt skuli vera til. Á meðal barna er það pínu skiljanlegra, þau eru jú börn, eru að slípast til félagslega og læra reglur samfélagsins en að fullorðnir skuli beita því er mér ómögulegt að skilja.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir að koma með athugasemdir

Heiður  Jú eins og ég sagði í færslunni minni að hefur komið fram í rannsóknum þá eru börnum sem eru félagslega illa stödd hættara á að upplifa einnig einelti.  Eins finnst mér að megi bæta við umræðuna um einelti í dag að einelti fyrirfinnst ekki einungis meðal barna heldur einnig meðal fullorðinna einstaklinga.

Hrafnhildur Ýr Vissulega eru skólar farnir að beina augunum meira að eineltismálum meðal annars með  Olweusarverkefninu en eins og þú segir þá má betur ef duga skal.  Eins og fram kemur í fyrri skrifum mínum um þá rannsókn sem ég gerði sem og eldri rannsóknir þá er það ekki einungis að ofbeldið hafi áhrif á hjarta og lungnasjúkdóma heldur mun fleiri sjúkdóma en það bæði andlega og líkamlega. 

Dísa Dóra, 18.10.2007 kl. 11:30

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.10.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband