5.6.2008 | 16:59
Ferðin í myndmáli
Náttúrufegurð á vestfjörðum
Flottustu feðginin á Sellátrum
Við minnismerkið um snjóflóðin á Patró
Svooooooooo gaman í fjörunni
Við Kleifarkallinn góða
Gott að sofa í bíl
Verð svo að monta mig smá af litla skottinu mínu sem er 16 mánaða í dag og hélt upp á daginn með að fara að labba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
4.6.2008 | 18:12
Flúðum á Flúðir eða?
Tja nei flúðum nú reyndar aðeins lengra en það Flúðum á Patró og eyddum sjómannadeginum þar og skoðuðum okkur svo smá um vestfirðina. Mjög gott að komast af svæðinu og slaka sér aðeins niður. Náði að sofa vel og róa mig aðeins niður í stað þess að vera hér áfram svefnlaus og hræddari en nokkur mús við kött. Vorum í fellihýsinu okkar á planinu hjá einni frænku minni og mjög notalegt að koma þarna vestur og hitta fólk og sjá þorpið. Hef ekki komið þangað í fjölda ára og alltaf er nú jafn gott að koma þangað
Set inn fleiri myndir seinna þegar netið er komið almennilega í lag en það er alltaf að detta út eftir skjálftann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.5.2008 | 05:36
Að fara eða vera?
Sit hér á síðustu næturvakt vetrarins og ekki alveg laust við að hjartatutlan mín skjálfi svolítið. Hef þó náð smá hvíld þó hún mætti nú vera mun meiri.
Að vera komin í sumarfrí setur mig þó í valkvíðaaðstöðu Á ég að vera hér áfram skjálfandi og gæta búss og húsmuna eða á ég bara hreinlega að flýja svæðið í nokkra daga? Langar mest að flýja en spurning hversu ábyrgt það er í raun Segið svo að skjálftarnir hafi ekki í för með sér nokkrar ótrúlegar tilfinningar
Snarpir eftirskjálftar í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
30.5.2008 | 08:02
Ekki mikið sofið hér á bæ
Ég viðurkenni það fyllilega að ég hvekktist rosalega eftir skjálftana árið 2000 og er bara skítrhædd við þessa skjálfta síðan. Enda fann ég það í nótt að hjartatutlan mín er nú enn svolítið krumpuð þrátt fyrir að vera nú búin að jafna sig af stærsta áfallinu síðan í gær. Það var nær stöðugur hrisstingur hér og þrátt fyrir að ég vissi vel að ég væri nokkuð vel örugg hér í fellihýsinu þá hrökk ég oft upp og tók langann tíma að festa svefn. Einnig var ég mikið í því að passa að litla skottinu mínu yrði ekki kalt þar sem hún er svo gjörn á að sparka af sér sængum og slíku.
Dagurinn í dag fer svo í tiltekt á íbúðinni og vonandi að ná að sofa eitthvað smá - svona þegar skottið leggur sig um miðjan daginn.
*GEYSP*
Stöðugir eftirskjálftar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.5.2008 | 21:48
Fyrsta "útilegan" varð öllu fyrr en áætlað hafði verið
Já við erum flutt. Reyndar fluttum við ekki langt heldur fluttum við aðeins hérna út á plan í fellihýsið okkar. Svo núna fer vel um okkur og verður fyrsta svefnnóttin okkar í fellihýsinu í nótt - aðeins fyrr en við höfðum ætlað
Hjartatutlan okkar er svona aðeins að jafna sig eftir daginn og fyrir öllu að enginn meiddist af okkur. Hins vegar fór flest lauslegt sem gat farið á gólfið í íbúðinni okkar. En þrátt fyrir það brotnaði nú ótrúlega lítið.
Hér sést smá hvernig leit út heima í dag
Hér var fullt uppá en fór flest niður á gólf
Svefnstaður okkar mæðgna í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.5.2008 | 09:08
Fékk sendan góðan póst
Minn yndislegi bloggvinur hann Gunnar Svíafari sendi mér póst með nýrri toppmynd. Ég er sko hæðstánægð með þetta þar sem að ég hef sjálf verið að spá í hvernig ég geti gert eitthvað svipað og tölvukunnátta mín nær ekki svo langt að geta útbúið svona flottheit Skondnast finnst mér nú samt að fá þetta svo sent frá Gunnari þar sem ég hef ekki nefnt þetta við neinn - hann greinilega les hugsanir og það þvert yfir Atlandshafið Takk fyrir þetta kæri bloggvinur
Ekki amarlegt að vakna í morgunsárið við að lítið skott skælbrosir og svo heyrist hennar yndislega hhææææææ Svo er mamman kysst og knúsuð og mikið þarf jú að segja henni - ef hún skildi nú þó ekki nema brot af þeirri frásögn yrði hún voða glöð
Ég var að lesa 24 stundir í dag og á forsíðunni er grein sem fjallar um að fjórða hverju fóstri fertugra og eldri sé eytt. Mér finnst ótrúlegt að lesa þetta og til dæmis er talað um þarna að hluta af þessum fóstureyðingum megi skýra með því að konurnar séu búnar að ákveða fyrir löngu hve mörg börn þær ætli að eiga og sá kvóti sé þegar uppfylltur. Mér finnst það satt að segja ótrúlegt að fóstri sé eytt vegna þess að einhver kvóti sé uppfylltur. Í mínum huga þá er hvert barn velkomið og þó ég styðji nú ekki fóstureyðingar þá er ég ekki á móti þeim og skil að oft eru þær nauðsynlegar. En slík rök fyrir fóstureyðingu eru bara fyrir ofan minn skilning.
Sjálf hef ég þurft að berjast mikið fyrir að eignast mitt stelpuskott og var nú orðin 44 ára þegar hún fæddist. Veit að það er í raun alls ekki hægt að bera þetta saman samt. Mörgum finnst ég gömul til að fara að eiga börn á þessum aldri en ég segi stundum að það er í raun fyrst núna sem ég er algjörlega tilbúin. Núna skiptir það mig engu máli þó að skottið hamli því að ég geti farið út á lífið eða gert margt sem maður alls ekki vildi missa af þegar maður var yngri og hefði þótt erfitt þá. Núna hef ég meiri þroska en þegar ég var yngri (vona ég allavega ) og er því betur í stakk búin að takast á við ýmislegt sem fylgir barnauppeldi. Að vísu viðurkenni ég vel að vökur reynast mér erfiðari nú en þegar ég var yngri - en vökurnar eru nú bara smá partur af pakkanum og eitthvað sem maður tekur svo gjarnan á sig Í heildina þá er bara yndislegt að verða mamma á þessum aldri og ég nýt þess algjörlega og ég held ég kunni líka mun betur að meta þessa gjöf sem ég fékk en þegar ég var yngri. Þegar ég var yngri var það í mínum huga bara sjálfsagt að geta átt börn og hefðu þau komið þá hefði ég ekki gert mér grein fyrir hversu fullkomið kraftaverk það er. Það er svo sannarlega eitt mesta kraftaverk lífsins að eignast barn - og ég er sko ekkert hætt ennþá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2008 | 20:35
Kominn smá sumarfiðringur í kerluna
Já það er ekki alveg laust við að það sé kominn smá sumarfiðringur í kerluna. Er verið að undirbúa fellihýsið okkar fyrir ferðalög sumarsins og áðan fékk húsbandið góða afmælisgjöf sem nýtist vel í framtíðar útilegum (set kannski inn mynd af því seinna). Húsbandið verður nefnilega fertugur eftir rúmlega viku - jamm ég náði mér í unglamb sko haha kerlan sjálf náði jú að slefa í töluna 46 um daginn.
Svo hefst sumarfríið okkar eftir helgina og þá verður veðurspáin skoðuð og síðan ákveðið hvort og þá hvenær land verður lagt undir fót og hjól. Eitthvað á að gera allavega þó ekki sé nú nein fastákveðin ferðaáætlun. Sennileg afleiðing þessa sumarfílings frúarinnar verður því að eitthvað verður minna bloggað hér á sumarmánuðum. Kannski ég gerist bara sunnudagabloggari eins og Gunnar minn góði bloggvinur. En það verða þá að vera sunnudagar eftir minni hentisemi því eins er vísst að maður verði ekki í tölvusambandi á hinum eiginlegu sunnudögum
Litla skottið er orðin eldhress og meira að segja rígmontin þessa dagana að taka sína fyrstu göngutúra alein. Ekki eru þeir nú langir eða svona um 2-3 metrar flestir, ef þeir ná slíkri lengd. Skottið verður nefnilega svo stolt yfir þessu mikla afreki sínu að hún skellihlær svo að hún barasta hlunkast á bossann Yndislegt bara
Ég er allavega alsæl þessa dagana og sé alltaf betur og betur hve heppin ég er með lífið mitt í dag. Ég á yndislega fjölskyldu og vini og er alltaf að kynnast fleirum og fleirum sem svo gott er að hafa í sínu lífi. Ég er mjög sæl með mína vinnu og hlakka til í hvert skipti að mæta - það eru nú ekki lítil hlunnindi. Ég hef mikið verið að hugsa um hve sæl ég er með mitt líf í dag og fannst bara frábært að lesa leiðsögn dagsins í dag. Hún smellpassar einmitt við þessar hugsanir mínar og hljóðar svona:
28.maí
Hvað er sönn gleði í lífinu? Þetta er erfið spurning - og margir hugsuðir og heimspekingar hafa velt henni fyrir sér. Gleði getur fljótt horfið fyrir þjáningu. Gleði er stutt og þjáning er löng. Það sem gengur í þjóðfélaginu sem gleði er yfirborðskennt. Það stenst ekki samanburð við gleðina sem kemur frá hinu leynda lögmáli. Lykillinn liggur í að rækta hugarástand þar sem við getum lýst yfir skilyrðislaust að lífið sjálft sé gleði. Þetta er tilgangur búddískrar iðkunnar okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2008 | 08:50
Takk!
Takk fyrir góðar kveðjur elskurnar mínar Ég hef mikla trú á mætti góðra hugsana og þakka ykkur fyrir að senda okkur slíkar.
Litla skottið er hressari. Vorum allan daginn í gær í rannsóknum og slíku og útkoman er vökvi við mjaðmalið en vonand samt ekki vírussýking. Erum að þjóta af stað í bæinn aftur í meiri rannsóknir til að læknarnir geti verið vissir um hvort þetta sé vírus eða ekki.
Blogga meira seinna. Í gær var orkan alveg búin þegar ég kom heim og núna þurfum við að þjóta af stað.
Knús á ykkur
Viðbót: Jæja þá er skottan útskrifuð sem batnandi dömu. Er orðin vel hreyfanleg og blóðgildin á leið niður sem áttu að fara niður þannig að það þykir ljóst að það sé ekki vírussýking í liðnum þó sennilega hafi vökvinn upphaflega komið vegna vírussýkingar. Þarf því ekki neina meðferð eða aðgerð og létti mömmunni svo sannarlega við að heyra það
Núna er skottið að dunda sér með dótið sitt dauðfegin að vera komin heim og geta orðið hreyft sig um
Takk fyrir fallegar kveðjur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
20.5.2008 | 21:26
Smá beiðni til ykkar
Elsku bloggvinir mínir. Mig langar að biðja ykkur að senda litla skottinu mínu góða strauma núna. Þessi orkubolti sem er endalaust forvitin og aldrei kjurr hefur legið grafkjurr í allan dag og ekki þorað einu sinni að reyna að velta sér. Skapið er að vísu gott og hún syngur og blaðrar þrátt fyrir allt en grætur svo sársaukagráti ef hún hreyfir sig vitlaust. Ástæðan er að vökvi er í mjaðmalið hjá henni og erum við búnar að vera í læknastússi í mestallan dag. Förum svo á barnaspítalann á morgun í meiri rannsóknir því það á að athuga hvort þetta er vírussýking eða annað.
Skottunni minni veitir ekki af fallegum hugsunum til að létta henni lífið núna. Foreldrunum finnst erfitt að horfa á elskuna sína svona kvalna og vildu sko gjarnan geta tekið á sig þenna sársauka. Það eina sem við getum gert núna er að knúsa hana og kyssa og reyna að gefa henni alla okkar jákvæðu strauma og vona að þeir létti henni lífið.
Hér er litli fallegi grallarinn minn að stríða mömmu sinni aðeins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
19.5.2008 | 09:09
Vá!
Líttu fyrst á fyrri mynd og texta og svo á þá seinni.
Ef þú skoðar myndina hér fyrir ofan þá skaltu virða fyrir þér vegriðið sem maðurinn fór í gegnum hægra megin á myndinni. Pallbíllinn var á leið frá hægri til vinstri þegar hann missti stjórn á bílnum, fór í gegnum vegriðið og hafnaði þar sem hann er staðsettur á myndinni (í öfugri akstursstefnu).
Nú skaltu líta á neðri myndina
Heppinn!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)