. - Hausmynd

.

Fyrsta "útilegan" varð öllu fyrr en áætlað hafði verið

Já við erum flutt.  Reyndar fluttum við ekki langt heldur fluttum við aðeins hérna út á plan í fellihýsið okkar.  Svo núna fer vel um okkur og verður fyrsta svefnnóttin okkar í fellihýsinu í nótt - aðeins fyrr en við höfðum ætlað Wink

Hjartatutlan okkar er svona aðeins að jafna sig eftir daginn og fyrir öllu að enginn meiddist af okkur.  Hins vegar fór flest lauslegt sem gat farið á gólfið í íbúðinni okkar.  En þrátt fyrir það brotnaði nú ótrúlega lítið.

 

Hér sést smá hvernig leit út heima í dag

IMG_5877

Hér var fullt uppá en fór flest niður á gólf

IMG_5880

Svefnstaður okkar mæðgna í nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Púff. Góða nótt í "útilegunni" það er fyrir mestu að enginn slasaðist alvarlega í þessum rykk. Vona að tjónið hjá þér sé ekki mjög mikið.

Fjóla Æ., 29.5.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott þið hafið fellihýsið til að sofa í. Og enn betra að þið eruð öll heil á húfi.

Ljós og kærleikur,
S.

SigrúnSveitó, 29.5.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Erna Björk Svavarsdóttir

Gott að enginn slasaðist, úff,,,,,, gangi ykkur vel  Knús, Erna

Erna Björk Svavarsdóttir, 29.5.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Gunna-Polly

gott að þið eruð heil á húfi knús á þig :)

Gunna-Polly, 29.5.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Dísaskvísa

Það er fyrir mestu að allir séu ómeiddir og hultir.  Góða skemmtun/nótt í "útileigunni"

Kv. Dísaskvísa

Dísaskvísa, 29.5.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku kéllingin mín.Ljótt að sjá en svo gott að vita að það sé í lagi með ykkur.Góða nótt og guð geimi ykkur.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góðan daginn og vonandi sváfuð þið vel.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 05:23

8 Smámynd: Einar Indriðason

Það sem skiptir mestu, er að engin stórvægileg slys urðu á fólki.

Nú er að breyta þessu í ævintýraferð fyrir hana litlu ykkar :-)

Einar Indriðason, 30.5.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband