. - Hausmynd

.

Kominn smá sumarfiðringur í kerluna

Já það er ekki alveg laust við að það sé kominn smá sumarfiðringur í kerluna.  Er verið að undirbúa fellihýsið okkar fyrir ferðalög sumarsins og áðan fékk húsbandið góða afmælisgjöf sem nýtist vel í framtíðar útilegum (set kannski inn mynd af því seinna).  Húsbandið verður nefnilega fertugur eftir rúmlega viku - jamm ég náði mér í unglamb sko haha Tounge kerlan sjálf náði jú að slefa í töluna 46 um daginn.

Svo hefst sumarfríið okkar eftir helgina og þá verður veðurspáin skoðuð og síðan ákveðið hvort og þá hvenær land verður lagt undir fót og hjól.  Eitthvað á að gera allavega þó ekki sé nú nein fastákveðin ferðaáætlun.  Sennileg afleiðing þessa sumarfílings frúarinnar verður því að eitthvað verður minna bloggað hér á sumarmánuðum.  Kannski ég gerist bara sunnudagabloggari eins og Gunnar minn góði bloggvinur.  En það verða þá að vera sunnudagar eftir minni hentisemi því eins er vísst að maður verði ekki í tölvusambandi á hinum eiginlegu sunnudögum Cool

Litla skottið er orðin eldhress og meira að segja rígmontin þessa dagana að taka sína fyrstu göngutúra alein.  Ekki eru þeir nú langir eða svona um 2-3 metrar flestir, ef þeir ná slíkri lengd.  Skottið verður nefnilega svo stolt yfir þessu mikla afreki sínu að hún skellihlær svo að hún barasta hlunkast á bossann Grin Yndislegt bara Smile

Ég er allavega alsæl þessa dagana og sé alltaf betur og betur hve heppin ég er með lífið mitt í dag.  Ég á yndislega fjölskyldu og vini og er alltaf að kynnast fleirum og fleirum sem svo gott er að hafa í sínu lífi.  Ég er mjög sæl með mína vinnu og hlakka til í hvert skipti að mæta - það eru nú ekki lítil hlunnindi.  Ég hef mikið verið að hugsa um hve sæl ég er með mitt líf í dag og fannst bara frábært að lesa leiðsögn dagsins í dag.  Hún smellpassar einmitt við þessar hugsanir mínar og hljóðar svona:

28.maí

 

Hvað er sönn gleði í lífinu?  Þetta er erfið spurning - og margir hugsuðir og heimspekingar hafa velt henni fyrir sér.  Gleði getur fljótt horfið fyrir þjáningu.  Gleði er stutt og þjáning er löng.  Það sem gengur í þjóðfélaginu sem gleði er yfirborðskennt.  Það stenst ekki samanburð við gleðina sem kemur frá hinu leynda lögmáli.  Lykillinn liggur í að rækta hugarástand þar sem við getum lýst yfir skilyrðislaust að lífið sjálft sé gleði.  Þetta er tilgangur búddískrar iðkunnar okkar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og þúsund kossar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú getur alltaf verið Laugardagsbloggari... föstudagsbloggari...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Bara yndislegt að ferða um landið okkar á þennan hátt. Mín góð með unglambið

Þessar elskur eru svo stolt þegar að þau eru farin að labba

Leiðsögn dagsins er góð, ég ætti að reyna að tileinka mér hana.

Sporðdrekinn, 29.5.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Svo er bara eftir að óska þér og þínum góðs og gengis í sumarfríinu og gaman að heyra/lesa hversu hress sú litla er orðin. Við getum svo skift okkur í dagsbloggara. Td. trúmál á miðvikudögum, helgin, matur og önnur lífsgleði á fimmtudögum, umræðan og annað rövl á mánudögum og stórar og fræðandi greinar á sunnudögum. Alveg eins og í gamla daga með aukablöð moggans. Sammála þér og Búdda um lífið og gleðina.

Keyrið varlega og njótið Íslensku náttúrunnar í botn.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 29.5.2008 kl. 03:41

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

PS
Ég var að senda þér e-póst.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband