. - Hausmynd

.

Nóg að gera á þessum bæ

Já mér leiðist svo sannarlega ekki og hef nóg að gera.  Það er mikið fjör hjá skottunni minni þessa dagana og hún sofnar yfirleitt örþreytt klukkan 20 og steinsefur alla nóttina.  Er svo á fullu allan daginn að bralla á leikskólanum, hér úti til dæmis að hoppa og skoppa á trampólíni og hjóla og margt margt fleira.  Svo er stubbur á fullu líka og er farinn að reisa sig upp við flest allt og mikið að uppgötva og baksa - enda er hann ekta strákur yfirleitt, skítugur upp fyrir haus og með kúlu á hausnum ToungeLoLInLove

Já ekki leiðinlegt líf Smile

mynd_738ff64c Að slást við mömmu sína.

mynd_5afa2de0 Okkur finnst þetta nú ekkert leiðinlegt hehe

mynd_27186bb0  Hún komst á risatrampólín á fjölskylduhátíð við Apavatn um helgina Smile

mynd_4bfac1e4Það var sko ekki leiðinlegt - ó nei LoL

mynd_1a253ee1 það þarf nú ekkert mikið til að gera lífið skemmtilegt Smile

mynd_d4242a4f  Lítill montrass að standa upp í rúminu sínu Heart

mynd_2a53f015 Alsæl dama í útilegu Heart

Hafið það gott bloggvinir kærir og ekki búast við allt of mörgum færslum hér í sumar - sumarið er tíminn fyrir útiveruna og gleðina í því Smile


Kreppuljóð

2007

Ég á minnsta húsið í götunni,
húsið sem stendur hjá Lödunni.
Þegar granninn rennir í pottinn hjá sér
kólna allir ofnarnir hjá mér.

Eftir að granninn gerði upp garðinn hjá sér
skín ekki sólin lengur í garðinn hjá mér.
Granninn fær ráðherrana í grillið til sín
og bræluna leggur svo yfir til mín.

Granninn á jeppa af flottustu sort,
en ég á bara ljóta Lödu Sport.
Ég fer í vinnuna með rútunni,
en hann með einkaþyrlunni.

2008

Konan hans eldist ekki hætings hót,
en mín er alltaf bæði feit og ljót.
Granninn er stæltur og með hárið ljóst,
En ég er bæði með ístru og lafandi brjóst.

Þegar granninn er með veislu hjá sér,
býður hann öllum, öllum - nema mér.
Elton John skemmti lýðnum í afmælinu,
en ég hafði bara efni á Breiðbandinu.

Óþolandi er oft, vel stæði granninn minn,
Það trúa því fáir, að hann sé sonur minn.

2009

Nú er hann kominn á heimilið mitt
og fluttur í gamla herbergið sitt.
Í kreppunni hann missti allt sitt fé.
Og nú á hann minni pening en ég.

Það kviknaði í báðum jeppunum,
og konan er farin frá honum.
Nú hangir hann heima rosa down,
og bölvar og ragnar Gordon Brown.

Höfundur ókunnur.

Ekki alveg laust við hnút í maganum

Já það er ekki alveg laust við að það sé hnútur í maganum þegar maður hugsar ákkúrat ár til baka.  Sennilega muna flestir sunnlendingar nákvæmlega hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera kl 15.45 fyrir ári síðan.

Alveg man ég það nákvæmlega og man næsta sólahringinn á eftir og rúmlega það mjög vel.  Var í vinnunni þegar skjálftinn reið yfir og verð að viðurkenna að ég er hrikalega hrædd við skjálfta síðan árið 2000 og ekki bætti síðasti skjálfti það ástand.  Þegar maður var búin að sjá að allt væri í lagi með alla í kring um mann í vinnunni var strax reynt að hefjast handa við að hringja í dagmömmu skottunnar minnar til að athuga með ástandið þar.  Náði þangað að lokum og hún sagði aðeins eina setningu: Komdu strax hér er allt í rúst.    Þið getið vel ímyndað ykkur hvort ég hljóp ekki út í bíl - gólaði á samstarfsfólkið að ég yrði að ná í skottuna og var bara vinkað bless því auðvitað skildu allir það.  Brunaði svo til dagmömmunnar og létti nú þegar ég sá hana úti á plani með öll börnin.  Allir heilir á húfi þá dagmamman væri hríðskjálfandi vegna sjokksins.  Ég segi það algjört kraftaverk að hún náði að koma börnunum og sjálfum sér út heilum á húfi því það var svo sannarlega ekki ofsögum sagt hjá henni að þar var allt í rúst.  Ég fékk líka annað áfall dagsins þegar ég sá ástandið á húsinu hennar þarna og gerði mér grein fyrir heppninni að allir sluppu ómeiddir.

Svo var farið aftur í vinnuna og sem betur fer var veðrið bara frábært þennan dag svo ekkert mál var að sitja úti.  Manni leið nú ekkert vel að vera þarna sjálfur í sjokki en þurfti nú að halda ró sinni skjólstæðinganna vegna og barnanna vegna.  Einnig var ekki góð tilfinning að vita ekkert hvernig heimili manns leit út eftir þetta.  Sennilega hefur sjokkið verið enn verra hjá mér vegna þess að ég var jú ófrísk þarna og full af hormónum Wink  Foreldrar mínir hringdu líka í mig en þau voru nýfarin í ferðalag og voru komin í bæinn.  Ég gat auðvitað ekki heldur farið heim til þeirra að athuga ástandið þar svo þau snéru við til að meta þetta sjálf.

Upp úr kl 6 fékk ég að fara heim að skoða ástandið þar - það var jú mikið á gólfum og slíkt en þegar betur var að gáð skemmdist ótrúlega lítið.  Skemmdirnar voru þó það miklar að tryggingarnar mátu þær á hátt í milluna.  En við vorum öll heil á húfi og það var fyrir mestu.  Fellihýsið okkar stóð fyrir utan svo það var bara ákveðið að tjalda því og vera þar um nóttina.  

Nóttina eftir kom mér ekki dúr á auga vegna þess að sífelldir eftirskjálftar voru sem og að ég var með mikla verki og skelfingu lostin að ég væri nú að missa barnið mitt Crying  Hringdi í ljósmæður snemma morguns og var sagt að hafa hægt um mig og liggja bara fyrir næstu daga helst og láta aðra um alls sem þyrfti.  Jahá það var þá auðvelt með allt í rúst, litla dömu sem var það sjokkuð að hún var eins og límd við lærið á manni og skreið upp í fangið á manni við minnsta hávaða eða annað sem var óvant.  Einnig var hringt í mig úr vinnunni og sagt að staðurinn var opnaður aftur og þurfti ég því að mæta á næturvakt.  Ég gat ekki hugsað mér að sleppa því og láta það þá bitna á vinnufélögunum sem ég vissi að væru í ekkert  minna sjokki en ég og sumir með húsnæðið og annað í rúst.  Mætti því á næturvaktina algjörlega ósofin - já maður hugsar stundum ekki því auðvitað átti ég alls ekki að mæta.  En allt fór þetta nú samt vel og stubbur litli hélt sér nú fast þrátt fyrir þessa óþekkt í mömmunni Smile

Ég var búin að losa mig við síðustu vaktina fyrir sumarfrí sem átti að vera þarna um helgina því við ákváðum að skella okkur vestur á Patró á sjómannadaginn þar.  Það held ég einmitt að hafi bjargað miklu af minni geðheilsu þarna að komast af svæðinu og ná aðeins að róa mig niður.  

En þrátt fyrir að ár sé liðið situr óttahnútur í maganum í dag.  Dæmi um það er að í gær komu svakalegar þrumur hér beint yfir og hrökk ég í kút því fyrst hélt maður að það væri hreinlega að koma skjálfti - mjög svipaður hávaði og sá sem kom á undan skjálfta.  Var þó fljót að átta mig á að það fylgdi enginn hrisstingur en þetta er samt dæmi um hve hjartað er fljótt að taka óttakipp ef eitthvað minnir á skjálfta.  Get líka ekki annað en hugsa um að ég á jú 2 lítil börn sem enga björg sér veita sjálf í svona aðstæðum svo maður óttast að geta ekki bjargað þeim frá fallandi hlutum og slíku - já já óþarfa stress segir örugglega einhver - en svona er nú mömmuhjartað Tounge

Já ég man svo sannarlega hvar ég var fyrir ári síðan - manst þú það??


mbl.is Ár liðið frá jarðskjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins er ég stoltur eigandi af þakflís

Frá því að ég fyrst gerðist bloggvinur zordisarinnar hér á mbl heillaðist ég af þakflísunum hennar sérstaklega sem og öllum hennar listaverkum.  Ég hef lengi látið mig dreyma um að eignast slíka flís og nokkrum sinnum verið komin á fremsta hlunn með að fersta mér eina slíka.

Í dag hitti ég svo þessa fallegu konu og fékk yndislegt knús frá henni og gott spjall á Krúsinni ásamt góðum bloggvinkonum hér af suðurlandinu.  Það besta var þó að ég loksins loksins lét verða af því að festa kaup á einni flís frá henni og kom hún með 2 í dag sem ég fékk að velja á milli (eftir mikið skoð á netinu hehe).  

Í dag er ég svo stoltur eigandi af þessari fallegu flís - Takk zordís mín Heart

n1079764786_280618_8876


Sólargleði

 Jóhanna og co stóðu sig bara frábærlega í gær í Evróinu og útkoman varð í raun sú besta sem hægt var að hugsa sér því ekki höfum við jú efni á að halda slíka keppni LoL  Fallegt lag og mjög vel flutt hjá þeim.  Svo er það nú staðreynd að oftar en ekki verður lagið í sæti 2 vinsælla en það lag sem vann Wink  Annars er Norsarinn vel að vinningnum kominn með gott lag og flottur strákur.  Minnti mig svolítið á Hobbitana í LOTR og það heillast jú allir af þeim svo ekki er nema von að allir heillist af þessum brosmilda og sjarmerandi Normanns hobbita LoL

 

Ekki er heldur annað hægt en að gleðjast í svona góðu veðri og ungviðið brosir í kapp við sólina SmileHeart

mynd_58e5cd6c

mynd_1c9ed9b5


Frá degi til dags

7.maí

 

Það gerist ýmislegt í lífinu.  Við eigum gleðidaga og sorgardaga. Stundum gerist eitthvað óskemmtilegt.  En það er það sem gerir lífið þess virði að berjast fyrir því. Þeir erfiðleikar sem við mætum eru hluti þess að vera manneskja.  Ef við mundum aldrei reyna neinar breytingar eða erfiðleika í lífi okkar, ef ekkert óvænt gerðist, mundum við vera rétt eins og vélmenni, líf okkar væri óbærilega tilbreytingalaust og leiðinlegt.  Þessvegna, þroskaðu með þér sterkt sjálf, svo að þú getir tekist á við erfiðleikana í lífi þínu af óttaleysi og stillingu, frammi fyrir hvaða breytingum sem þú mætir.

 

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Svo sannarlega er þessi leiðsögn sönn.  Það eru einmitt erfiðleikarnir sem að kenna manni og þroska.  Það eru erfiðleikarnir sem að sýna manni styrk manns.  Það eru erfiðleikarnir sem jafnvel fá mann til að stíga upp úr letilífi gæðanna og fara að gera eitthvað.  Síðast en ekki síst eru það erfiðleikarnir sem kenna okkur að meta gæði lífsins enn frekar en við hefðum gert ef við þekktum ekki erfiðleikana Smile

 

Eigið góðar stundir kæru vinir - það ætla ég mér að gera Heart


Pabbi gleymir (skyldulesning fyrir foreldra) eftir W. Livingston Larned

Hlustaðu, sonur sæll. Ég segi þetta, meðan þú sefur með litla lófann undir vanganum og glóbjarta lokkana límda á rakt ennið. Ég læddist einn inn í herbergið þitt. Fyrir nokkrum mínútum, meðan ég var að lesa í blaðið í stofunni, varð mér allt í einu þungt um andardráttinn af eftirsjá. Sakbitinn kem ég að rúmstokknum þínum.

Þetta er það, sem ég var að hugsa, sonur minn: Ég var önugur við þig. Ég skammaði þig, þegar þú varst að fara í skólann, af því að þú rétt straukst framan úr þér með handklæðinu. Ég atyrti þig af því þú burstaðir ekki skóna þína. Ég hreytti í þig ónotum af því að þú fleygðir einhverju af dótinu þínu á gólfið.

Ég fann líka að við þig við morgunverðarborðið. Þú sullaðir niður. Þú gleyptir í þig matinn. Þú studdir olnbogunum á borðið. Þú smurðir of þykku lagi af smjöri á brauðið. Þegar þú hljópst út að leika þér og ég lagði af stað til vinnu þá snerir þú þér við og veifaðir til mín og kallaðir: "Bless, pabbi", en ég yggldi mig og svaraði: "Réttur úr þér strákur, stattu beinn."

Svo byrjaði þetta allt á nýjan leik um kvöldið. Þegar ég kom upp götuna sá ég til þín þar sem þú kraupst niður í kúluspili með vinum mínum. Sokkarnir þínir voru götóttir. Ég auðmýkti þig frammi fyrir vinum þínum með því að reka þig á undan mér heimleiðis. Sokkar værur dýrir og "þú færir betur með þá ef þú þyrftir að borga fyrir þá sjálfur". Hugsaðu þér, sonur minn, að hann faðír þinn skuli hafa sagt þetta.

Manstu, þegar þú komst seinna um kvöldið inn í bókaherbergið og ég var að lesa, komst feiminn og augnaráðið var eins og þú værir eitthvað sár. Þegar ég gaut augunum upp fyrir blaðið, önugur yfir trufluninni, þá hikaðir þú í gættinni. "Hvað er nú?" sagði ég gremjulega.

Þú sagðir ekkert en tókst undir þig stökk og yfir gólfið, lagðir handleggina um háls mér og kysstir mig og litlir handleggirnir féllu þéttar og fastar að mér í þeirri ástúð sem guð lét blómstra í hjarta þínu og jafnvel vanrækslan gat ekki upprætt. Og svo varstu farinn, tiplaðir upp stigann.

Jæja, sonur minn, það var skömmu eftir þetta að blaðið rann úr höndum mér og hræðilegur ótti læstist um mig og lamaði. Hvað var vanafestan að gera úr mér? Þessi ávani að leita galla, að snupra - þetta fékkstu að launum frá mér fyrir það að vera barn. Ástæðan var ekki sú að ég elskaði þig ekki heldur sú að ég ætlaðist til of mikils af æsku þinni. Ég mældi þig eftir mælikvarða minna eigin aldursára.

Og það var svo margt sem var svo gott og einlægt og fagurt í fari þínu. Litla hjartað þitt var heiðríkt eins og dagsbrúnin yfir háfjöllunum. Það kom svo berlega í ljós á ósjálfráðri löngun þinni til að hlaupa inn og kyssa mig góða nótt. Ekkert annað skiptir máli í kvöld sonur sæll. Ég er kominn að höfðalagi þínu í myrkrinu, krýp þar og skammast mín.

Það er léttvæg friðþæging. Ég veit að þú mundir ekki skilja þetta ef ég segði þér það þegar þú værir vakandi. En á morgun skal ég verða alvöru pabbi! Ég skal leika við þig, ég mun þjást þegar þú þjáist og hlæja þegar þú hlærð. Ég skal bíta í varirnar þegar skammir koma fram á þær. Ég skal þylja það látlaust fyrir sjálfum mér, "hann er bara drengur - lítill drengur".

Ég er hræddur um að ég hafi gert ráð fyrir að þú værir fullorðinn. En eins og ég sé þig núna, sonur minn, hnipraðan og lúinn í bólinu, sé ég að þú ert ennþá barn. Í gær varstu í fangi móður þinnar og hallaðir höfðinu á öxl hennar. En ég hef krafist of mikils af þér - of mikils.

Bloggleti og önnur leti

Já eitthvað er bloggletin að heimsækja mig þessa dagana eins og önnur leti reyndar líka.  Eða sennilega er frekar hægt að setja þessa leti bara á langþreytu.  Það hafa jú ekki alveg verið hvíldarmánuðir undanfarið með lítinn stubb sem reyndist með mjólkuróþól og rétt þegar það komst í lag þá skiptust þau á að vera veik og gekk það í einn mánuð svei mér þá.  Nú er skotta þó orðin eldhress (7-9-13-bankítré) og hann komin á sýklalyf vegna kvefsýkingar og erynasýkingar svo vonandi er þetta allt í áttina.

Ég sjálf er að baksa við slæmt kviðslit eftir meðgönguna og keisarann og finn að það tekur bara ótrúlega á orkuna.  Enda ekkert gott að vera með um 10 cm gat á bumbunni þar sem garnirnar leka út haha.  Það má þó segja að það jákvæða í þessu er að loksins nýtti rándýra forláta bumbubeltið mér Tounge  Notaði það mjög lítið á meðgöngunum því ég fékk aðeins í bakið af því en núna nota ég það til að halda á móti kviðslitinu hehe - betra að hafa smá verki í baki en risa kúlu á vömb Wink  Átti svo að fara í aðgerð vegna þessa eftir viku og var heldur betur farið að hlakka til þess.  Þó ég hlakki alls ekki til aðgerðarinnar og vikunnar á eftir þá hlakka ég samt til að fá þetta í lag.  En aðgerðinni var frestað til 5. maí svo núna sit ég bara og urra hér heima - eins gott fyrir ykkur að forðast mig bara Tounge  En mikið hlakka ég til að fá þetta í lag aftur - þá get ég vonandi farið að sofa betur, farið að labba um allt því það get ég ekki núna - suma dagana meira að segja treysti ég mér ekki einu sinni að labba og ná í skottuna mína á leikskólann og ekki er það langt - og bara almennt fengið orkuna til baka. (já eins og sjá má þá er smá pirringur í gangi Tounge)

Annars er allt í fína hér á bæ.  Litli orkuboltinn minn er búinn að uppgötva hvernig á að draga sig áfram á höndunum og er það óspart notað því margt spennandi leynist í þessari veröld að hans mati LoL Mömmunni finnst þó full snemmt að 5 mánaða orkubolti sé kominn af stað haha á sama tíma og h ún er nú samt að springa úr stolti yfir duglega stráknum sínum WinkInLove

Skottan mín er himinsæl núna þar sem hún fékk nýtt hjól í gær.  Hún nær jú varla niður á tvíhjólinu sem við keyptum í nytjamarkaðnum og fékk gefins smá aur svo ákveðið var að kaupa þríhjól fyrir hana sem svo yngra hollið fengi bara næsta ár.  Hún ljómaði heldur betur hér í gær þegar  hún fattaði hvað var í þessum risakassa sem pabbinn kom með heim úr vinnunni Grin  Vildi svo helst ekki fara í leikskólann í morgun því hjólið var mun meira spennandi InLove

mynd_4d3efbcd  Að hjálpa pabba að setja hjólið saman

mynd_85346fc3 Mátti nú helst ekki vera að því að líta upp Smile

mynd_c985013b Og duglegi hvolpurinn minn fann góða leið til að nudda góminn sem er mikið að pirra hann þessa dagana Smile


Þau voru samtaka í kvöld

Stundum eru jafnvel bestu börnin óþekk enda þarf nú nauðsynlega að minna foreldrana á hve yndisleg þau eru venjulega Grin  Í kvöld voru fallegustu börnin sammála um það að vera óþekk að fara að sofa.  Þessar myndir voru teknar klukkutíma eftir að þau áttu að vera sofnuð Whistling

img_1731.jpg

 

Hvernig er hægt að skamma svona orma eða annað en að brosa á móti svona grallarasvip LoLInLoveInLove

Ég get þó sagt ykkur að 10 mín eftir að þessar myndir voru teknar voru þau nú sofnuð bæði tvö hehe - þessir englar HaloWhistling


Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru vinir og vonandi njótið þið þeirra í faðmi fjölskyldu og vina Heart

img_1543.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband