. - Hausmynd

.

Fékk sendan góðan póst

Minn yndislegi bloggvinur hann Gunnar Svíafari sendi mér póst með nýrri toppmynd.  Ég er sko hæðstánægð með þetta þar sem að ég hef sjálf verið að spá í hvernig ég geti gert eitthvað svipað og tölvukunnátta mín nær ekki svo langt að geta útbúið svona flottheit Smile  Skondnast finnst mér nú samt að fá þetta svo sent frá Gunnari þar sem ég hef ekki nefnt þetta við neinn - hann greinilega les hugsanir og það þvert yfir Atlandshafið LoL  Takk fyrir þetta kæri bloggvinur Kissing

Ekki amarlegt að vakna í morgunsárið við að lítið skott skælbrosir og svo heyrist hennar yndislega hhææææææ Heart  Svo er mamman kysst og knúsuð og mikið þarf jú að segja henni - ef hún skildi nú þó ekki nema brot af þeirri frásögn yrði hún voða glöð Grin

Ég var að lesa 24 stundir í dag og á forsíðunni er grein sem fjallar um að fjórða hverju fóstri fertugra og eldri sé eytt.   Mér finnst ótrúlegt að lesa þetta og til dæmis er talað um þarna að hluta af þessum fóstureyðingum megi skýra með því að konurnar séu búnar að ákveða fyrir löngu hve mörg börn þær ætli að eiga og sá kvóti sé þegar uppfylltur.  Mér finnst það satt að segja ótrúlegt að fóstri sé eytt vegna þess að einhver kvóti sé uppfylltur.  Í mínum huga þá er hvert barn velkomið og þó ég styðji nú ekki fóstureyðingar þá er ég ekki á móti þeim og skil að oft eru þær nauðsynlegar.  En slík rök fyrir fóstureyðingu eru bara fyrir ofan minn skilning. 

Sjálf hef ég þurft að berjast mikið fyrir að eignast mitt stelpuskott og var nú orðin 44 ára þegar hún fæddist.  Veit að það er í raun alls ekki hægt að bera þetta saman samt.  Mörgum finnst ég gömul til að fara að eiga börn á þessum aldri en ég segi stundum að það er í raun fyrst núna sem ég er algjörlega tilbúin.  Núna skiptir það mig engu máli þó að skottið hamli því að ég geti farið út á lífið eða gert margt sem maður alls ekki vildi missa af þegar maður var yngri og hefði þótt erfitt þá.  Núna hef ég meiri þroska en þegar ég var yngri (vona ég allavega Tounge) og er því betur í stakk búin að takast á við ýmislegt sem fylgir barnauppeldi.  Að vísu viðurkenni ég vel að vökur reynast mér erfiðari nú en þegar ég var yngri - en vökurnar eru nú bara smá partur af pakkanum og eitthvað sem maður tekur svo gjarnan á sig Wink  Í heildina þá er bara yndislegt að verða mamma á þessum aldri og ég nýt þess algjörlega og ég held ég kunni líka mun betur að meta þessa gjöf sem ég fékk en þegar ég var yngri.  Þegar ég var yngri var það í mínum huga bara sjálfsagt að geta átt börn og hefðu þau komið þá hefði ég ekki gert mér grein fyrir hversu fullkomið kraftaverk það er.  Það er svo sannarlega eitt mesta kraftaverk lífsins að eignast barn - og ég er sko ekkert hætt ennþá ToungeLoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Dísa mín.

Man þegar ég hitti ykkur hjón á ættarmótinu fyrir um 2 árum síðan og þú sagðir mér af litlu barni ég fór næstum að gráta af gleði og vonaði að allt gengi vel,mér gekk ekki vel að verða ófrísk af mínum ungum og veit ég vel hvað það er erfitt og tekur á sálartetrið það væri kannski ekki vitlaust að rifja þetta upp en sjáum til með það.

Knús á ykkur kveðja Heiðru. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.5.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Verði þér að góðu

ps
Ef það er stafsetningavilla eða eitthvað annað sem þú vilt að ég breyti, láttu mig þá vita.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.5.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Ragnheiður

Ohh rosalega er þetta flott hjá Gunnari. Mig langar í svona sérhannaða hausmynd en ég kann ekki að gera hana sjálf.

En að hinu, ég fór aldrei sjálf í fóstureyðingu en ég er ekki á móti þeim. Mín skoðun á þeim er einfaldlega sú að konan sjálf verði að fá að ráða þessu.

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 11:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er magnað hjá Gunnar, hann er greinilega snillingur. Dóttir þín er gullmoli og á eftir að veita ykkur ómældar ánægjustundir, gott að hún er frísk og kát litla vinan.  Kær kveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 13:16

5 identicon

Hæ skvís.

Flott hjá Gunnari, hrein snilld

Vona svo sannarlega að ég fái að sjá gullmolann í sumar, ég held að við sem þurfum að berjast fyrir þeim sjáum þetta allt öðruvísi en þær sem verða "óvart" ófriskar. En ég er sammála þeim sem segja að maður njóti á annan hátt þegar maður er eldi, maður hefur þá róast, þroskast og vitkast helling

Veit samt ekki hvort gott er að viðurkenna það hahahaha

knús knús

Guðný (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:09

6 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Flott toppmynd.  Já, þessi frétt sló mig líka.  En ömmur okkar, langömmur og afturúr áttu börn á meðan þær voru í barneign og þótti ekki alvarlegt mál.  Okkar kynslóð er almennt í betra formi, betur nærð og með afbragðsgott mæðraeftirlit þannig að ég skil ekki þessa feimni við óléttur eftir fertugt.  Ég held ég yrði nú bara allkát ef ég yrði svo lánsöm að eignast fleiri börn!

Síðast en ekki síst, stuðningskveðjur á Selfoss eftir skjálftann og vona að mannfólkið sé í heilu lagi.

Þórdís Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta er glæsilegt hjá honum Gunnari Svíafaraenda er hann bara snillingur

en þessi frétt sló mig líka og mér finnst þetta grátlegt ef fólk vill ekki annað barn þá á það að gera einhverjar ráðstafanir gagnvart því,en ekki nota fóstureyðingu sem einhverja vörn.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.5.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband