7.5.2008 | 08:25
Frá degi til dags
FRÁ DEGI TIL DAGS
7.maí
Það gerist ýmislegt í lífinu. Við eigum gleðidaga og sorgardaga. Stundum gerist eitthvað óskemmtilegt. En það er það sem gerir lífið þess virði að berjast fyrir því. Þeir erfiðleikar sem við mætum eru hluti þess að vera manneskja. Ef við mundum aldrei reyna neinar breytingar eða erfiðleika í lífi okkar, ef ekkert óvænt gerðist, mundum við vera rétt eins og vélmenni, líf okkar væri óbærilega tilbreytingalaust og leiðinlegt. Þessvegna, þroskaðu með þér sterkt sjálf, svo að þú getir tekist á við erfiðleikana í lífi þínu af óttaleysi og stillingu, frammi fyrir hvaða breytingum sem þú mætir.
Athugasemdir
Falleg og góð lesning inn í daginn.Góðan dag
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 08:33
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 09:24
Mikið rétt hjá þér Dísa mín við erum í endalausum lífsins skóla.
kveðja til ykkar Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 10:28
Við þetta ætti bæta að öll lífsreynsla, góð sem slæm, getur leitt til góðs. Það fer bara eftir því hvernig maður vinnur úr reynslunni.
Fjóla Æ., 7.5.2008 kl. 10:45
Eins og FJóla segir, þetta er allt spurning um hvernig við vinnum úr hlutunum. Góð lesning hjá þér Dísa mín, það var gaman að sjá ykkur mæðgur áðan þótt stutt væri, endilega komið fljótt aftur.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 11:14
Alltaf svo yndislega gott að lesa hjá þér bloggið :)
Elísa (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.