10.3.2008 | 12:34
Þátturinn Mannamál í gær
HÉR getur þú horft á þær Hlíf og Bergrúnu tala við Sigmund Ernir um reynslu sína af heimilisofbeldi.
Algjörar hetjur þarna á ferð og óska ég þeim innilega til hamingju með frábæra frammistöðu .
Góð umfjöllun um þessi mál og svona umfjöllun er einmitt svo nauðsynleg til að sem flestir geti gert sér grein fyrir hvað það er sem gerist í ofbeldssambandi.
Athugasemdir
Bara að kasta knúi á þig...........les seinna
Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 13:37
Takk fyrir að benda á þetta. Sannkallaðar hetjur þarna á ferð.
Knús...
SigrúnSveitó, 10.3.2008 kl. 13:38
Ég sá þetta einmitt, sterkar og flottar konur þarna á ferð.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 16:18
Hæhæ
Ofboðslega þarft tal þar á ferð. Ég horfði og fann mig..... í nánast öllu.... eins og venjulega þegar þessi málaflokkur er á ferð......
Frábært að hitta á þig á msn um helgina. Langt síðan við höfum "heyrst".
Gangi þér vel og "heyrumst" sem oftast :)
Lúv, Elísa
Elísa (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 16:37
Ég var búin að ákveða að horfa á þennan þátt í gærkvöldi, en settist of seint fyrir framan sjónvarpið svo ég sá bara endinn.
En nú get ég horft á hann hérna...... heppin með það.
Er ég þá seinheppin ?
Anna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:20
Ætla að skoða þegar ég fæ frið og fagna þessari ábendingu!
Njóttu kvöldsins
www.zordis.com, 10.3.2008 kl. 21:21
Hæ frænka, bara að kasta í þig kveðju fyrst þú skammaðir mig fyrir að kvitta ekki
Margrét Hanna, 11.3.2008 kl. 11:18
Æ missti af því:S hefði viljað sjá það.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.