30.10.2007 | 08:41
Öryggisleysi
Því miður sér maður allt of oft enn þann dag í dag að börn eru ekki sett í viðeigandi öryggisbúnað í bílum eða á bifhjólum. Ég hef séð fullorðna setjast inn í bíl og í besta falli spenna sig í belti, en hafa svo ungt barn í fangi sér óspennt og allt. Langar í þeim tilfellum til að reyna að ná í skottið á þessu fólki og spurja hvort það geri sér grein fyrir að það er að nota barnið sem hlýf fyrir sig ef ehv kemur upp á.
Einnig hef ég séð börn í bíl án allra öryggistbelta og stóla, sitja bara í sætinu óspennt og jafnvel bílstóllinn við hlið þeirra. Hvað er nú það segi ég nú bara. Afsökunin er stundum að barnið hreinlega brjálist ef á að spenna það fast. SÓ???!!!!! Er ekki betra að barnið brjálist en að það stórslasist ef eitthvað kemur upp á?? Er ekki fullorðna fólkið sá aðili sem stjórnar??
Ég man eftir áhrifaríkri herferð í umferðamálum í Svíþjóð rétt um það leiti þegar ég var að flytja heim fyrir 11 árum eða svo. Þar voru sýndar myndir af slösuðum börnum aðallega sem og slösuðum fullorðnum og undir myndum stóð ehv á þá leið: Ég ætlaði bara að fara út í sjoppu, eða ég ætlaði bara í næstu götu. Málið er nefnilega að slysin geta alveg jafnt gerst á stuttu leiðunum og því engin afsökun að sleppa öryggisbelti þó þú ætlir BARA út í sjoppu.
Einnig hef ég séð fullorðin einstakling ná í barn sitt á leikskóla og kom þessi einstaklingur á mótorhjóli. Vantaði ekki að viðkomandi var í fullum mótorhjólaskrúða með hjálm og slíkt. Kemur svo með barnið sem var um 4 ára og setur það á hjólið. EKKI fyrir framan sig heldur fyrir aftan sig og EKKI setti viðkomandi hjálm á barnið eða aðrar hlífar. Brunaði svo í burtu á fullri ferð og barnið hálf dinglaði þarna aftan á þar sem handleggirnir voru svo stuttir að það varla náði að halda utan um þann fullorðna. Hvaða geðveiki er nú svona???!!
Spennum beltin og notum þann besta öryggisbúnað sem völ er á fyrir börnin okkar.
Með tveggja ára barn í framsætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.