25.10.2007 | 17:12
Suðurland skelfur
en ætli ástæðan sé sú að ég er búin að vera í smá hoppæfingum í dag
Annars er ekki mjög gott að vera liggjandi í stól á snyrtistofu nýbúin að fá ásettan lit á augnhárin þegar allt í einu kemur jarðskjálfti. Það fékk ég að upplifa í dag og get ég sko alveg sagt að ég steingleymdi að ég átti að vera með lokuð augun - glenntu upp glirnurnar haha en slapp sem betur fer við að fá lit í augun samt sem áður. Spurningin er hins vegar hvort ég er með augabrúnirnar litaðar upp á enni þar sem að snyrtidaman var frekar skjálfhent að ljúka við það verk eftir skjálftann
Enn skelfur jörð á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara nýtt trend? Jarðskjálftalúkk fyrir píur til sveita?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 20:02
haha jú ætli það ekki bara - skjálftatíska suðurlands
Dísa Dóra, 25.10.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.