24.10.2007 | 09:09
Apafólkið
Ég man eftir þvi þegar ég flutti til Sviþjóðar hve ég undraðist útlit margra sænskra karlmanna sérstaklega. Fannst þeir satt best að segja forljótir og líkjast helst öpum. Þeir væru margir með svo ofboðslega mikinn apamunn eins og ég kallaði þetta. Komst svo fljótlega að því að ástæðan væri þetta blessaða snus þeirra.
Hef aldrei getað skilið áráttuna í þetta. Þvílíkur viðbjóður. Hver vill til dæmis kyssa manneskju sem er eða hefur verið með munninn fullan af svona gumsi? Svo veldur þetta mjög slæmu krabbameini. Fyrir nú utan útlitslýtin sem ég hef minnst á En samt var þetta ótrúlega algengt og er reyndar enn í Svíþjóð þrátt fyrir að notkun snus hafi snarlega minnkað. En þegar annarhvor maður notaði þetta þá getur það minnkað helling en samt fjöldinn allur notað snus þrátt fyrir því.
Samkvæmt þessari frétt er einnig hægt að finna apafólk hérlendis
3700 Íslendingar taka daglega í vörina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hmmm það er reyndar þú sem ert að leggja mér orð í munn núna - ég minntist ekki einu orði á hráka eða slíkt
Einnig tjáði ég mig ekki neitt um lagalegu hliðina heldur var ég einungis að tjá mig um útlitslegu hliðina og það að kyssa manneskju sem notar munntóbak.
Ok gæti verið að notkun munntókbaks hafi aukist aftur - fylgist ekki svo náið með umræðu um það - en það minnkaði allavega á tímabili
Dísa Dóra, 24.10.2007 kl. 09:57
"getur" valdið krabbameini heh, ekki alhæfa að það "muni" valda krabbameini, en að sjálfsögðu getur það auðvitað komið fyrir. Ég tek í vörina, skammast mín ekkert frá því að segja það, veit þetta lítur ekki neitt æðislega út þegar við erum með þetta í vörinni, eins og móðir mín benti mér á "þú lítur út eins og íkorni með þetta" og ég svaraði um hæl "þá hlít ég nú að vera sætur".
en já svo við snúum okkur að munntóbakinu, ef þú vilt tala um Svíþjóð. Þar eru um 60 % kvenna frá 18-34 ára sem taka í vörina eða hafa tekið, og um 60 % karla frá 18-34 sem taka í vörina eða hafa tekið. Ég hef unnið með sænsku kvenfólki og spurt um þetta, og þeir kvenmenn sem taka í vörina, segja útlitið skipta máli, og nota þess vegna tóbaks pookana ;)
Mikael Þorsteinsson, 24.10.2007 kl. 14:26
Mikael það er vissulega rétt hjá þér að setning mín um krabbameinið er svolítið alhæfð Ég hefði átt að orða hana svona: Það krabbamein sem munntóbak veldur er slæmt og veldur oftar en ekki verulegum lýtum ef þarf að skera í burtu og er krabbamein sem læknum hefur oft reynst erfitt að ná tökum á. En það er svona að skrifa ekki nákvæmlega það sem maður hugsar og halda að lesandinn skilji meininguna samt eins og ég hugsaði hana
Ég reyndar vissi að tölurnar yfir kk sem nota snus í Svíþjóð væru mjög háar en ekki að þær væru jafnháar fyrir kvk. Finnst það reyndar skrítið þar sem að þrátt fyrir að mjög algengt væri að maður rækist á kk sem var með vörina úttroðna var langt í frá jafn algengt að maður rækist á kvk með snus í vörinni. En það eru nú rúm 10 ár síðan ég bjó þarna svo það gæti hafa breyst síðan
Dísa Dóra, 24.10.2007 kl. 15:12
átti vinkonu sem tók þetta í vörina, hún hafði blessunin ekki mikið tannkjöt, það var erfitt fyrir hana að fara til tannlæknis+
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.