Færsluflokkur: Bloggar
14.9.2008 | 19:38
ohhhh svo gott
Þessi dagur hefur sko verið algjör letidagur. Vaknaði að vísu snemma í morgun (nótt) og var eitthvað andvaka í 2-3 tíma vegna bröltorms í bumbu og bröltorms í sínu fína nýja rúmi En sofnaði svo vel með skottubröltorminum þegar hún fékk að koma upp í rúm til foreldranna um 6 leitið. Húsbandið laumaðist svo með hana framm þegar þau vöknuðu seint og um síðir og náði ég að sofa sjálf til um kl 10. Skreðaðist framm og gerði ekkert af viti og fór meira að segja ekki í föt.
Upp úr klukkan ellefu fórum við mæðgur svo aftur inn í ból og lögðum okkur - svona eiga sunnudagar að vera Svo núna er ég vel úthvíld og vona bara að ég nái að sofna í kvöld haha.
En letin er samt mikil og ég nenni ekki að blogga almennilega núna - ætlunin er bara að liggja í leti yfir batman mynd í kvöld og hafa það næs.
Hafið það gott elskurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.9.2008 | 08:57
Foreldrarnir að farast úr stolti
Já það er ekki alveg laust við að foreldrarnir hér á bæ séu mjög stoltir yfir litla duglega stelpuskottinu sínu. Hún kemur okkar sífellt á óvart þessi elska.
Síðustu 2 kvöld hefur hún sofnað sjálf í nýja rúminu sínu alveg einn tveir og þrír og bara það er mikil framför hjá skottu sem var undanfarnar vikur orðin frekar óþekk að sofna á kvöldin. Það gat stundum tekið hana hátt í 2 tíma að vera að baksa og leika sér inni í rúmi áður en Óli lokbrá vann baráttuna loksins. En síðustu kvöld hefur þetta semsagt gengið á 5 mínútum Í fyrrinótt endaði reyndar með að þreytt mamman tók hana yfir í sitt ból um miðja nótt eftir að daman var búin að vera frekar óróleg í 3 tíma og lítill svefnfriður. Mömmuhjartað gafst líka upp þegar skottið var farið að gráta frekar sárt yfir að vera skilin eftir ein aftur og aftur. Grét sárt en samt var hún að reyna að bæla það niður og var frekar hljóðlát. Auðvitað bráðnar mömmuhjartað við svoleiðis og sérstaklega þegar mamman er örþreytt sjálf
Í nótt svaf daman svo næstum án þess að rumska alla nóttina í sínu bóli Rétt kom og kúrði smá hjá mömmu gömlu eftir að pabbinn fór í vinnuna. Svo ég hef trú á að núna sé hún búin að uppgötva að það er nú bara gott að eiga eigið flott rúm. Var mjög stolt í morgun þegar hún vaknaði og kinkaði mikið kolli þegar mamman hrósaði henni fyrir dugnað híhíhí.
Verð nú að láta fylgja með eina sögu af þesari yndislegu skottu minni sem er alltaf að koma manni á óvart. Í gær vorum við á leið til dagmömmunnar. Var búin að koma henni í skó og vindjakka sem er bleikur og var hún líka í bleikum kjól með teygju í hárinu eins og hún vill helst vera. Stóð svo og speglaði sig í speglinum í forstofunni voða sátt við hvað hún væri fín - hehe já hún er að vera algjör puntrófa þessi elska Hún passar það vel þessa dagana að hafa nú snuð með sér til dagmömmunnar og helst hafa það bara upp í sér á leiðinni til að hún sé viss um að það sé með og þarna var það komið í munninn. Allt í einu tekur hún út úr sér snuðið og leggur það pent á skóhilluna þarna við hliðina á sér. Hleypur svo inn og skilur mömmuna eftir frammi alveg gapandi. Mamman gapti þó enn meira þegar skottan kom strax hlaupandi til baka. Núna með rauða snuddu í munninum (en hin var með grænu í). hahahahahaha það verður sko allt að vera í stíl Já hvernig verður þetta eftir nokkur ár þegar daman er nú þegar orðin svona nákvæm með útlitið og ekki nema 19 mánaða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
10.9.2008 | 09:52
Duglega stelpuskottið mitt
Það var stigið yfir stóran áfanga í lífi lítils stelpuskotts hér í gær. Litla daman svaf í fyrsta skiptið í herberginu sínu í nýja rúminu - semsagt ekki rimlarúmi heldur næstu stærð fyrir ofan. Erum búin að vera að bíða eftir öryggishlið á rúmið í nokkra mánuði en IKEA hafa nú ekkert verið að fylla of mikið á lagerinn sinn hingað til þar sem þeir voru búnir að ákveða að hækka ekki vörunar fyrr en í september. En hún semsagt kom loksins í gær svo þá var ekki lengur hætta á að skottið litla væri alltaf veltandi frammúr og ákváðum við bara að skella í það að prófa að flytja hana. Enda fer nú óðum að líða að því að hún verður stórasystir og litla gullið fái rimlarúmið.
Mamman ákvað að leggjast með henni í gær til að auvelda henni að sofna og ákvað einnig að ef hún bara sofnaði í rúminu væri stór sigur unninn. Fórum svo mæðgurnar inn kl. 8 og mamman bögglaði sér með skottinu í þetta litla rúm. Hefur örugglega verið skondin sjón haha. Mamman var svo komin framm hálftíma seinna (ætla sko ekki að tala um hve stóran hluta af þessum hálftíma það tók stirðbusalega bumbulínuna að klöngrast framm úr þröngu rúminu án þess að vekja stelpuskottið ).
Skottan vaknaði að vísu einu sinni eða svo um kvöldið en sofnaði svo sátt aftur. Ekki var nú alveg laust við að mamman væri stolt yfir duglegu stelpunni sinni á sama tíma og hún fann til trega yfir að litla skottið væri að verða svo stór. Tja og líka smá trega yfir að vera næstum því að neyða litla skottið að verða stóra stelpan svona snemma já mömmur eru skrítnar ég veit það.
Klukkan um eitt í nótt vaknaði svo mamman við lítið trítl og ósköp aumkunarlega sagt mamma. Skottan nú ekki alveg örugg í þessu myrkri að reyna að finna mömmu og pabba og var nú heldur betur fegin þegar mömmufaðmurinn opnaðist og hún heyrði og sá mömmu. Hljóp í fangið og var heldur betur glöð að fá að kúra í mömmuholu. Lá alveg grafkjurr heillengi því ekki ætlaði hún að eiga á hættu að henni yrði úthýst þaðan. En svo eftir að hún var orðin örugg í mömmuholunni ákvað hún nú reyndar að hún væri búin að sofa nóg og ætlaði barasta ekkert að ná að sofna. Held að við höfum sofið eins og 2-3 tíma það sem eftir lifið nætur. Svo það eru þreyttar mæðgur hér á bæ í dag. En það er samt stolt mamma hér sem jafnframt krossar putta yfir að þetta eigi nú eftir að ganga enn betur næstu nótt og svo framvegis
Svo er yndislega gaman að fylgjast með þessu stelpuskotti mínu á morgnana. Maður er nefnilega farinn að hafa smá skoðun á hvernig útlitið er haha. Byrjar snemma og ekki hefur hún það nú frá mömmunni sem finnur sér bara þægileg föt og nennir nú ekki að vera að mála sig eða slíkt. En stelpuskottið vill helst fá eitthvað fínt í hárið sitt og byrjar svo daginn á að hlaupa og spegla sig í speglinum sínum til að sjá hvað hún er fín Yndislegt að fylgjast með þessu.
Eigið góðan dag kæru vinir og njótið þess nú að hafa eignast nýtt líf þar sem við sluppum jú við heimsendirinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.9.2008 | 17:11
Sumir eru gáfaðri en aðrir og sumir aðeins minna gáfaðir haha
1# Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að
flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur eða eða þarf ég að fá mér nýtt
númer?
2# Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa
þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!
3# Ég er að fara til USA á morgun og ætla að taka GSM símann minn með.
Á ég að taka hleðslutækið með mér líka?
(Síðar í samtalinu kom í ljós að fyrirspyrjandi að velta fyrir sér hvort hann geti hlaðið
símann í USA vegna þess að þar er mun veikara rafmagn en í Evrópu en meiri
riðstraumur).
4# Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að
setja 354 fyrir framan, en hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar
maður er að senda tölvupóst erlendis frá?
5# Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er
svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Geturðu sagt mér
litinn á kökunni sem er á skjánum núna?
6# Hvað á þetta að þýða að loka símanum? Ég gerði allt upp hjá ykkur
fyrir nokkrum mánuðum síðan.
7# Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því
fyrir mig? (Þegar leið á samtalið reyndist fyrirspyrjandi vera að meina ADSL)
8# Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu
minn SMS, fær hún þau bara á íslensku!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
6.9.2008 | 18:35
Ég var klukkuð og er sennilega bara klikkuð að bregðast við þessu
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Leikskólakennari, stuðningsfulltrúi, afgreiðsludama, íslenskukennari.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
The green mile, The notebook, Mamma mia og ætli ég verði ekki að hafa Notting hill hér með.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Reykjavík, Svíþjóð, Borgarfjörður og Selfoss.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
House, Boston Legal, 24 og *hugs* Desperate houswifes
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Þýskaland, Holland, England og Noregur.
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)
mbl.is, aftonbladet.se, visir.is og sudurland.is
Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:
Heima hjá mér, Egyptalandi, Nesbúð á námskeiði og Japan
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Solla (ollasak), zordis, scorpio og snar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.9.2008 | 08:51
Styð ljósmæður algjörlega
Þrátt fyrir að ég viðurkenni vel að mér er nú ekki algjörlega sama um þessar aðgerðir. Vissulega er ég ekki sett fyrr en 11. nóvember en samt er manni ekki alveg sama. Ein vinkona átti að eiga í fyrradag og er því bara að bíða núna og ekki vildi ég vera í hennar sporum.
En það er svo sannarlega tímabært að ljósmæður fái mannsæmandi laun miðaða við það nám sem liggur á bak við þeirra starf.
Víða engin neyðarvakt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.9.2008 | 17:06
Pakkaþukl
Hér var farið í borgina í dag og reynt að þukla smá og kíkja í pakkann. Bumbugullið er þó líkt stóru systur og vildi nú ekkert vera að sýna sig of mikið. Setti bæði hendur og fætur fyrir andlitið eða boraði því vel í fylgjuna alveg eins og hún gerði haha - já við erum greinilega að fara að eignast annað lítið púkaskott
Það náðust þó einhverjar myndir þó ekki hafi þær verið mjög skýrar og fínar. Hér er ein af þeim betri og sést nú að ekki eru þau mjög ólík útlitslega séð heldur að því er virðist vera. Ég er ekkert smá rík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.8.2008 | 16:43
Yndislegir dagar
Já það er ekki annað hægt en að segja að síðustu dagar hafa bara verið yndislegir. Í gær fórum við hjónin með skottu litlu í bæjarferð. Að vísu hófst hún á alveg ekta íslenskri geðveiki með að við fórum á lagerútsöluna hjá leikfangabúð einni hérlendis. Þvílík geðveiki já og auðvitað smitaðist maður smá þrátt fyrir að ætla sér alls ekki að kaupa neitt óþarft. En allavega er jólagjöf dótturinnar komin í hús ásamt svolitlu af kubbum. Eftir það var brunað upp á skaga að heimsækja ömmu mína sem er þar á sjúkrahúsinu eins og er. Gott að sjá hana og þótti henni heldur ekki slæmt að sjá okkur og sérstaklega yngsta fjölskyldumeðliminn. Já við eldri missum alveg ljómann þegar þessi litlu bætast við haha - og málið er nú reyndar að ég bara elska að eiga lítið skott sem fær athyglina
Svo var brunað í bæinn aftur og þar byrjað á að kíkja örstutt í ráðhúsið á myndlistasýningu nokkra bloggkvenna. Hitti nokkra bloggara þar og heillaðist af myndverkunum. Sérstaklega heillaðist ég af verkunum hennar Zordísar en flísarnar hennar eru hreint út sagt ótrúlega fallegar og málverkin einnig. Ég heillast svo af því hve hreina og tæra liti og línur hún notar í listaverkum sínum. Á örugglega eftir að frjárfesta í listaverki frá henni og hefði nú ekki verið í vanda með að kaupa af henni fyrir eins og 200 þús kall í gær
Að lokum var brunað í Kópavoginn og hittum við fyrir fjölskyldu húsbandsins sem annars býr meðal annars á Akureyri ásamt því að hluti af henni hefur verið í Ameríkunni í allt sumar og kom heim í gærmorgun. Því var bara gaman að hitta alla og spjalla saman. Daman var líka mjög sátt við að hitta litla frænda sinn og spjalla en hann er 6 vikum yngri og þau hafa verið fínir félagar.
Í dag hef ég verið að vinna og var nú að koma heim. Skottið litla er í baði að sulla og finnst alveg ótrúlega gaman núna að sprauta vatni á pabba sinn og skellihlær við þá iðju sína. Ekki leiðinlegt að heyra hlátrasköllin í henni og það verður nú að viðurkennast að það laumast líka extra bros á húsmóðurina þegar hún sér húsbandið rennandi blautan eftir gusur dótturinnar
Verð nú að láta fylgja nokkrar myndir af skottinu
mikið fjör að horfa á handboltann
Fínar dömur sitja jú með fætur í kross
Frændsystkynin að baksa með skóna hennar skottu
Voða dugleg að reyna að klæða sig í
þar til skotta fattaði að þetta eru jú hennar skór og var nú ekki sátt við að frændi væri með sína skó haha
Frændinn var alveg hissa á þessum látum í stelpuskottinu
Já ekki voga þér að taka skóna mína aftur!! - ehemmm hún er sko ekkert skass
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.8.2008 | 21:58
Grautarhaus í dag
Já þessi dagur (og nóttin reyndar líka) hefur einkennst af hausverk. Lítið gaman þegar maður er í þannig ástandi og bomm og reynir því að forðast verkjatöflur. Gafst nú reyndar upp á því og tók töflur en græddi ekkert þar sem þær virkuðu hvort sem er ekki. En hugga mig samt við að það sé þó eitt jákvætt við að vera með hausverk - maður veit þó að það er eitthvað þarna inni í það minnsta grautur sem mann verkjar í
Annars er besta verkjarmeðalið sem ég hef þessi yndislega skotta og brosin hennar
Krossa putta fyrir að grautarheilinn kólni nú aðeins fyrir morguninn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
26.8.2008 | 21:48
Frábært framtak
Vonandi á þetta eftir að nýtast vel og verða til þess að Stígamót fá fjármagn til að vera með slíkt starf á fleiri stöðum úti á landi. Það er mjög góð og þörf starfsemi sem fer fram í Stígamótum en því miður hefur sú starfsemi ekki nýst landsbyggðarfólki til fullnustu. Þetta er því frábær framför.
Til lukku með þetta Stígamótakonur og ég vona svo sannarlega að þetta eigi eftir að ganga vel hjá ykkur.
Þjónusta Stígamóta á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)