. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Gott viðtal..

... við Tinu Turner um Búddismann.  Hún er að iðka sömu grein Búddisma og ég svo þetta gefur ykkur kannski aðeins smá hugmynd um hvað ég geri  Wink

 


Mamman var aðeins að leika sér með myndavélina

mynd_3ef8b232

mynd_bf7e2172mynd_3b3e6100mynd_e4678c42

 


Lífið er yndislegt

Strumpur litli að horfa á Idol með mömmu sem virkar vel sem sæti Grin

  Svo ótrúlega gaman að fljúga Grin

 

Eigið góða helgi í faðmi vina og ættingja Heart


ÞREYTT.is

Þessi yndislegi litli herramaður er eitthvað extra óvær og vansæll þessa dagana og næturnar og sennilega með bakflæði eða ehv slíkt sem veldur órólegum svefni og miklum uppköstum.  Því er mamman orðin frekar mikið þreytt og vansvefta og heilasellurnar virka ekki vel til skrifta svo ég hef forðast bloggið frekar mikið Tounge  Les ykkur þó stundum þó sellurnar virki nú reyndar sjaldnast til að skilja eftir spor í athugasemdakerfinu ykkar.

En þessi herramaður er einnig þeim eiginleika gæddur að brosa svo yndislega að mamman fyrirgefur honum allar andvökur á nóinu InLove

mynd_cdd2f61a


Bloggleti með meiru

Já ég hef eitthvað verið löt við að blogga undanfarið og skýrist það nú af leti sem og vegna þess að eitthvað hef ég verið í vandræðum með kerfið hér á mbl.  Það að ætla mér að skrifa eitthvað hefur kostað mikla vinnu og pirring vegna þess að stafirnir hafa bara hoppað til og frá og ef það sem ég skrifa á að skiljast þarf ég sífellt að vera að nota örvarnar til að færa mig á réttan stað.  Það gerir að ég hef ekki verið mjög fús til að skrifa athugasemdir og hvað þá að blogga.

Annars er ég í fínum gír og ungarnir dafna heldur betur.  Litli mann orðinn stærri núna þriggja mánaða en skotta var um fimm mánaða aldurinn.  Hann ætlar sér greinilega að verða stór og stæðilegur herra.

Síðustu helgi fór svo hele familjen í borgarfer og fengum við meira að segja lánaða íbúð og gistum.  Það var nú bara yndislegt að fara í bæinn og ramba um í búðir, heimsóknir og fleira og fara svo bara upp í íbúð í svona hálfgerðan sumarbústaðafíling.  Börnin voru háttuð og gefið að snæða og síðan svæfð og síðan fór múttan nú bara á rand.  Var boðið í fimmtugsafæli hjá góðri vinkonu og ákvað bara að skella mér.  Þetta var svo sannarlega gaman og get ég með sanni sagt að ég hef ekki sungið og dansað eins mikið í mörg ár og ég gerði þarna.  Mikið spjallað og hlegið líka og ég til og með hélt smá óundirbúna ræðu.   Nota bene þetta gerði gellan allt bláedrú Tounge  Var svo komin upp í íbúð rétt eftir miðnætti og þótti ég heldur betur hafa tjúttað - það er af sem áður var þegar maður var nú helst að skreðast heim af tjúttinu svona undir morgun eða rúmlega það haha.  En það var bara æðislegt að komast aðeins út þó ekki væri nema í 3 tíma eða svo.

En að allt öðru.  Ég var eitthvað að velta því fyrir mér þetta með verðhækkanir og allt það í dag.  Var að fara í Bónus að versla og fór að hugsa um hve allt hefur hækkað gífurlega og ástæðan sögð aðallega vera sú hve krónan féll.  En nú hefur hún styrkst aftur um allt að 20% síðustu vikur en ekki hef ég nú séð það í verðlaginu.  Hvernig stendur á því að kaupmenn eru ekki eins áfjáðir að lækka verðin aftur?  Hvernig væri að við færum að mótmæla því að vöruverð lækkar ekki þrátt fyrir að gengið styrkist?   Bara svona smá hugleiðing Wink

Verð nú að setja inn smá myndir af flottustu börnunum InLove

mynd_b1c8dc98Litli bangsakallinn minn InLove

mynd_ac8d1a58Litli skopparaboltinn minn - svo gaman að hoppa í rúminu hjá foreldrunum InLove

mynd_cb009f87Þau eru að verða svo góðir vinir InLove


Mannúðarbylting - grein í mbl í dag eftir Eygló Jónsdóttir

ÞJÓÐFÉLAG okkar stendur á miklum tímamótum. Það ríkir vonleysi, ótti og reiði sem fær útrás í þeirri miklu öldu mótmæla sem dunið hefur yfir samfélagið. Þjóðin er reið, það hefur verið gengið á rétt okkar og við viljum breytingar.

Búddískar kenningar segja að þær kringumstæður sem ríkja í samfélaginu og landinu séu endurspeglun á hugarfari fólksins. Máttur hugans er takmarkalaus: Það er hugurinn sem skapar umhverfið. Ef við lítum til baka þá hafa undanfarin tíu til fimmtán ár einkennst af gegndarlausri græðgi, peninga- og neysluhyggju. Fjárhagsleg arðsemi og takmarkalaus gróðahyggja var sett ofar öllu. Manngildi og jöfnuður gleymdust á þessum tímum ofurlauna og útrásar. Mörg okkar kvörtuðu í hálfum hljóðum þegar bankamenn fengu hundruð milljóna í arðgreiðslur ofan á mánaðarleg ofurlaun og við spurðum okkur, hvað er svona merkilegt við vinnuna þeirra? Er ég, sem er að kenna ungmennum landsins, hjúkra þeim sjúku eða gæta barnanna, á einhvern hátt ómerkilegri eða framlag mitt til samfélagsins minna virði? Ég sem rétt skrimti í þessu mikla góðæri á smánarlaunum.

En raddirnar voru hjáróma og þaggaðar niður af valdamönnum sem útskýrðu mikilvægi þessara stóru og miklu peningamanna.

Þegar einstaklingar samfélagsins eru ekki lengur metnir að verðleikum heldur eftir auðsöfnun þeirra og fjárhagslegu umfangi þá er samfélagið sjúkt. Þá eru hugir fólksins sjúkir. Afleiðingin var hrun hagkerfisins með þeirri gríðarlegu þjáningu sem það hefur haft í för með sér fyrir fólkið í landinu.

Reiði er það ástand sem nú endurspeglast í þjóðfélaginu. Þessi reiði er réttlát og eðlileg afleiðing af því sem á undan er gengið. Reiðin er lífsástand sem felur í sér mikla orku og knýr fólk áfram til framkvæmda. Reiðin getur því orðið sá drifkraftur umbreytinga sem fólkið í þessu landi þráir. Hins vegar hefur reiðin aðra birtingarmynd. Hún getur einnig snúist upp í neikvæðni og niðurrif eins og grits aðfaranótt 22. janúar þegar hópur fólks réðst með grjótkasti á lögreglumenn sem voru að sinna sínum skyldustörfum. Það var skammarblettur sem vonandi mun aldrei endurtaka sig á Íslandi, því ofbeldi er ekkert annað en ósigur mannsandans.

„Við viljum byltingu“ heyrði ég nokkur ungmenni hrópa í þessum mótmælum.

Hvað þýðir bylting? Í gegnum söguna hafa ýmsar byltingar verið gerðar á stjórnarfari og þjóðfélögum. Því miður er það nú svo að flestar byltingar hafa endað þannig að það eina sem breyttist var að nýir herrar settustvið stjórnvölinn. Ef við viljum sjá raunverulega umbreytingu í okkar þjóðfélagi þá verður að eiga sér stað bylting hugarfarsins.

Hinn mikli friðarsinni og heimspekingur Daisaku Ikeda kallar slíka umbreytingu „mannúðarbyltingu“. Hann segir: „Stórfengleg innri umbreyting á einum einstaklingi mun eiga þátt í að breyta örlögum þjóðar og mun ennbfremur breyta örlögum mannkynsins.“ Þegar einstaklingur ákveður að gera jákvæðar breytingar í lífi sínu mun það hafa í för með sér breytingar á umhverfi hans. Þetta kraftmikla ferli sköpunar og uppbyggingar frá ótta til öryggis, frá niðurrifi til sköpunar, frá hatri og reiði til umhyggju og samkenndar hefur í för með sér endurnýjun samfélagsins.

Við sem byggjum þetta land getum umbreytt þeim gildum sem þjóðfélagið byggir á. Með því að breyta okkar hugarfari. Við getum breytt þessu þjóðfélagi í mannvænt samfélag þar sem manngildin eru metin að verðleikum og þar sem réttlæti og jöfnuður þegnanna er álitinn sjálfsagður. Við getum öll lifað mannsæmandi og góðu lífi á þessu gjöfula landi. Þetta getur þó aðeins gerst ef þjóðin hefur skýra mannúðarheimspeki til að lifa eftir. Heimspeki

þar sem lífið sjálft er metið það dýrmætasta og allir þjóðfélagsþegnar sitja við sama borð og hafa rétt á að lifa hamingjusömu mannvænu lífi. Sönn bylting hefst í hjarta einnar manneskju og breiðist þannig út til samfélagsins.

 

Mannúðarbylting

Eygló Jónsdóttir er formaður SGI á Íslandi,

friðar- og mannúðarsamtaka búddista.

 


Frá degi til dags

6.febrúar

 

Nema því aðeins að við lifum til fullnustu akkúrat núna, ekki einhvern tímann í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum.  Frekar en að fresta hlutum þar til seinna, ættum við að finna tilgang í lífinu, hugsa og gera það sem skiptir mestu máli nákvæmlega núna, nákvæmlega þar sem við erum – hafa brennandi áhuga og tendra líf okkar.  Að öðrum kosti, getum við ekki átt andríka tilveru.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Þessi leiðsögn minnir mig allavega svo sannarlega á að það eina sem við getum átt öruggt er einmitt núið og því er um að gera að lifa í núinu.  Fortíðin er jú einmitt bara fortíð og ekkert sem við getum breytt þar.  Það eina sem við getum ef til vill breytt við fortíðina er að láta hana hafa jákvæð áhrif á nútíðina Smile  Framtíðin er eitthvað sem við öll gerum ráð fyrir að eiga en ekkert okkar veit samt hvort við eigum.  Framtíðina gerum við góða einmitt með því að hafa nútíðina góða og gera þannig góðar orsakir.  

Þannig að NÚIÐ er málið Smile

Eigið góðan dag kæru bloggvinir Heart


Tíminn líður hratt

Mér finnst algjörlega ótrúlegt að kl 18.08 fyrir tveimur árum síðan heyrði ég litlu skottuna mína gráta í fyrsta skiptið og grét svo sannarlega í kapp við hana þó ástæður okkar hafi sennilega verið misjafnar.  Henni hefur nú þótt þetta frekar harkalegur heimur sem hún var rifinn inn í - keisaraskurður og hún því bara ekkert á því að koma í heiminn og hvað þá í þetta ljósahaf og allt það.  Hún var búin að vera í bumbunni í 42 vikur og þótti það bara svo gott að hún vildi vera lengur - en fékk ekki.  Mamman (og pabbinn að vísu líka) grétu hins vegar af gleði yfir að heyra í litla skottinu sínu og vita að allt var í lagi og LOKSINS LOKSINS fengju þau að sjá langþráða litla gullmolann sinn.

Litli gullmolinn hefur síðan verið algjör gleðigjafi sem brosir og hlær mest allan tímann - skammast vel inn á milli en það er nú fljótt að fyrirgefast.  Hún fór að brosa aðeins tveggja vikna gömul og hefur brosað síðan.

Svo sannarlega er ég stolt mamma í dag InLove sem og alla daga reyndar Smile

mynd_743f4f58


Guðlaugur Tristan og Tekla Mist

Litli kúturinn okkar fékk reyndar nafnið sitt strax við fæðingu en í dag þá var svona formleg nafnaveisla ásamt því að haldið var upp á afmæli stóru systur.  Við reyndar skírum ekki þar sem við erum Búddistar og er reyndar mjög misjafnt hvað Búddistar gera þegar barni er gefið nafn.  Við höfum valið að hafa veislu og þar fara veislugestir í hlutverk heilladísa og skrifa niður einhvern eiginleika eða heilræði sem þeir óska barninu til handa.  Þessir miðar eru svo settir í lokað umslag ásamt bréfi frá okkur foreldrunum og í bankahólf.  Fermingarárið fær barnið svo þetta umslag í sína vörslu. 

Við vorum búin að ákveða bæði stráka og stelpunafn áður en litla skottið okkar fæddist svo það þurfti ekkert að spá í nöfn þegar litli herrann okkar sýndi okkur snemma á meðgöngunni að þar væri strákur á ferð.  Tekla er nafn sem ég hef haft í hausnum í mörg ár og svo bættist Mist við það þegar litla daman var á leiðinni.  Mig hefur alltaf langa til að nefna í höfuðið á manni sem ég elska og virði mikið og hefur ávalt reynst mér vel.  Þaðan kom Guðlaugs nafnið og ákváðum við hjónin svo að bæta Tristan við.  Það nafn finnst okkur báðum mjög fallegt og verður það aðalnafn litla mannsins okkar.

Fallegi herrann

 

Daman að blása á afmæliskertin

Og að lokum set ég hér inn bréfið sem herrann fær eftir 14 ár (daman fær eins eftir 13. ár héðan í frá).

Sunnudagurinn 1. febrúar 2009

Elsku Guðlaugur Tristan

Á þessum degi fyrir fjórtán árum kom saman hópur fólks til að heiðra þig í tilefni fallega nafnsins þíns. Athöfnin var einföld því við ákváðum að láta ekki skíra þig heldur leyfa þér að taka þá ákvörðun þegar þú værir komin til vits og ára. Fermingarárið er nú liðið hjá og við erum viss um að þú tókst ákvörðun sem er rétt fyrir þig.
Í stað athafnar sem tengdist nafninu þínu eða trú báðum við alla sem komu að skrifa á miða einn mannkost sem þau óskuðu þér og miðana settum við í þetta umslag. Fólkið sem heimsótti okkur þennan dag var náið okkur og við vissum að þau kæmu til með að vera stór hluti af lífi þínu. Því tókum við af þeim það loforð að gera sitt besta til að innræta þér það sem þau skrifuðu á miðann.
Nú ert þú í þann mund að fullorðnast og þá er kominn tími til að velta því fyrir sér hvernig þú lifir lífinu.
Sestu niður á rólegum stað og skoðaðu miðana. Við lestur hvers miða skaltu velta því fyrir þér hve mikilvægt þér finnst það sem á honum stendur.Tilgangur þeirra er að hjálpa þér að átta þig á því hvernig manneskja þú ert og hvernig manneskja þú vilt verða. Hverjum einasta miða fylgir heilmikil ást og óskir um bjarta framtíð og auk þess að hvetja þig til sjálfsskoðunar eru þeir fyrst og fremst til að minna þig á hve þú ert elskaður af öllum sem eru í kringum þig.

      Njóttu vel,
             Mamma og pabbi

 

 

 


Undirbúningur afmælis og nafnaveislu

Hér er húsmóðirin á fullu að baka og fleira fyrir afmælis og nafnaveislu sem haldin verður á morgun.  Litla skottið er nefnilega að verða 2. ára þann 5. febrúar og höldum við upp á það á morgun um leið við við fögnum fallega nafninu á stubb okkar.

Eins og hefðarheimilum sæmir þá varð auðvitað að smakka afurðirnar aðeins 

mynd_f2954bbb Yfirsmakkarinn að störfum

 

mynd_b4b5bd9e  Já mamma mín það er nú bara allt í lagi að baka úr þessu - tja eða því sem erftir er allavega LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband