. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Frá degi til dags

27.janúar

 

Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt.  Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju.  Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar.  Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 


Systkynaást

mynd_daee5770

 InLoveInLoveInLove

mynd_55c166d1

 mynd_d55dd32cHérna brói ég skal lána þér snudduna mína.

mynd_c68acff7Stóri grallarinn Smile

mynd_bff72f1f og litli grallarinn Smile


Viðhorf

oft hef ég talað um það hér að það er enginn annar en þú sjálfur sem velur þér þín viðhorf.  Ég verð bara að benda ykkur á að lesa færsluna hennar Kollu minnar um þetta þar sem að hún setur þetta svo frábærlega framm Smile

Eigið góðan dag kæru bloggvinir Heart


Litli prakkarinn minn

Ég hef vitað það næstum jafn lengi og litla dóttir mín hefur verið í þessu lífi að hún er algjör grallari og er að komast að því núna að litli bróðir hennar verður sennilega ekkert minni grallari InLove

Þessi elska hefur verið með magakveisu frá því hann fæddist og þó hún sé núna á undanhaldi koma enn einstaka tímabil þar sem að maginn er að stríða honum og líðanin ekki sérlega góð.  Eitt slíkt tímabil var í gærkvöldi og var herramaðurinn frekar vansæll og órólegur og ég búin að hafa hann í fanginu í um 2 tíma að reyna að róa hann.  Þegar svona er ástatt hjá honum þá ælir hann oft yfir sig og aðra í kring um sig og hefur verið einstaklega laginn við að láta gusuna lenda á milli brjóstanna á mömmu sinni LoL  Svosem ekkert erfitt þar sem móðirin er jú einstaklega kvenlega vaxin Tounge

Í gærkvöldi endaði líka með því að það kom STÓR gusa frá honum sem lenti en ekki hvar? - jú auðvitað á milli brjóstanna á mömmunni!! Og ég get sagt ykkur að þetta var svo vel miðað að það fór ekki dropi á hann sjálfan eða yfir höfuð annað en þarna.

Þá kom svo sannarlega grallarinn í mínum rúmlega tveggja mánaða gaur í ljós.  Hvað haldið þið að hann hafi gert þegar hann var búinn að setja þessa gusu á áðurnefndum stað á mömmu sinni??  Jú hann hló W00t og brosti svo hinn hróðugasti á eftir og enn meira þegar foreldrarnir sprungu úr hlátri yfir grallaranum um leið og þó blótuðu því að þetta móment væri ekki til á video Grin

Já svo sannarlega upprennandi grallari hér á ferð haha

mynd_b0c5df65Er hægt annað en að elska svona prakkara?? InLoveInLove

mynd_fd1f525dÞessi litli prakkari er líka yndisleg og á líka stóran hluta í hjarta mömmunnar þrátt fyrir (eða kannski vegna þess) að hún stríði henni oft InLoveInLove

 


Einelti

Mig langar að benda ykkur á að lesa blogg ungrar stúlku og vera dugleg að senda henni athugasemdir en slóðina má sjá HÉR!

Þessi unga stúlka fjallar þarna um það einelti sem hún hefur upplifað.

Einelti er ein tegund ofbeldis og svo sannarlega þarf að ræða opinskátt um þennan hluta ofbeldismála eins og önnur ofbeldismál.  Einelti getur nefnilega haft ótrúlega viðtækar afleiðingar á líf þeirra sem það upplifa.

Ég ákvað að setja hér inn kafla úr rannsókn minni sem einmitt fjallar um einelti og áhugaverðar niðurstöður sem rannsóknin sýndi á þeim málum.
  Ég vil þó taka það fram að þó ég tali þar um að samband virðist vera á milli algengi þess að verða fyrir einelti og annarskonar ofbeldi er ég ekki þar með að segja að þessi stúlka hafi lent í annarskonar ofbeldi.  Það er eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um - vil aðeins hvetja ykkur til að lesa reynslu hennar af eineltinu sem slíku.

 

Einelti

Rannsakanda þótti athyglisvert hve stór hluti þátttakenda höfðu upplifað einelti eða tæpur helmingur þátttakenda. Þegar þetta er skoðað nánar má sjá að flestir þeirra sem höfðu upplifað einelti, höfðu einnig upplifað andlegt-, líkamlegt-, eða kynferðisofbeldi í æsku og rúmlega helmingur þeirra höfðu upplifað slíkt ofbeldi bæði í æsku og á fullorðinsárum. Um fjórðungur þeirra sem höfðu upplifað einelti höfðu aðeins upplifað andlegt-, líkamlegt-, og/eða kynferðislegt ofbeldi á fullorðinsárum en ekki í æsku. Aðeins um 2% þátttakenda höfðu upplifað einelti án þess að upplifa annarskonar ofbeldi.

Samkvæmt könnun meðal nemenda í íslenskum grunnskólum, sögðust um 4 – 10% nemanda vera lagðir í einelti. Samkvæmt rannsóknum í nokkrum öðrum löndum er tíðni eineltis svipuð þar ef ekki algengari (Olweus, 2003, Þorlákur H. Helgason, 2005). Þær tölur sem þessi rannsókn sýnir, eru því mun hærri en rannsóknir í skólum hafa verið að sýna. Engar rannsóknir á einelti meðal fullorðinna fundust.

Rannsóknir meðal barna sýna að þau sem upplifa einelti, hafa ákveðin sameiginleg einkenni. Þó ekki sé hægt að alhæfa að þeir sem upplifa einelti hafi þessi einkenni, þá setja þau barnið í áhættuhóp gagnvart einelti.

Þessi einkenni eru þau að börnin er óöruggari, hræddari, feimnari, hlédrægari og hægverskari en börn almennt. Þau stríða öðrum síður en önnur börn, eru ekki árásargjörn til jafns við hin og í raun á móti ofbeldi og beita því helst ekki. Ef börn eru félagslega veik er meiri hætta á að þau verði fyrir einelti. Þau geta verið líkamlega veikbyggðari en jafnaldrarnir (Olweus, 2003, Heimili og skóli, 2005). Áhugavert væri að rannsaka hvort þolendur ofbeldis hafi svipuð einkenni og þolendur eineltis.

Það væri áhugavert í  að skoða þessi tengsl nánar í rannsóknum í framtíðinni og hvort eineltið sé í raun orsök eða afleiðing af því að upplifa annarskonar ofbeldi.

 

Ø     Heimili og skóli (2005). Einelti upplýsingar fyrir foreldra. Tekið af vef þann 4. september 2007. Vefslóð: http://heimiliogskoli.is/heimiliogskoli/frettir/?cat_id=27362&ew_0_a_id=133121

Ø     Olweusarverkefnið (2004). Gegn Einelti. Tekið af vef þann 19. ágúst 2007. Vefslóð: http://www.olweus.is/Einelti.pdf  

 

Tekið úr BA verkefni frá Kennaraháskóla Íslands árið 2007:

Tengsl ofbeldis og heilsu

Hefur ofbeldi áhrif á heilsu þolandans og ef svo er hvernig áhrif hefur það?

 

Höfundur: Hjördís H. Guðlaugsdóttir


Frá degi til dags

13.janúar

 

Líf sem er lifað án tilgangs eða gildis, þar sem viðkomandi veit ekki ástæðu þess að hann fæddist, er ánægjulaust og dauft.  Að lifa bara, borða og deyja án nokkurar vissu um tilgang er sannarlega líf sem er mettað af heimi hins dýrslega eðlis.  Á hinn bóginn, að gera, skapa eða leggja eitthvað af mörkum sem kemur öðrum til góða, samfélaginu og okkur sjálfum og að helga sig þeirri áskorun eins lengi og við lifum – það er líf sannrar fullnægju, líf sem hefur gildi.  Það er mannúðleg og göfug leið til að lifa.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

Já það er svo sannarlega mikilvægt finnst mér að leggja eitthvað af mörkum fyrir heiminn finnst mér og setja sér markmið og þannig öðlast góðan tilgang með lífinu. Ég hef sett mér mörg markmið og misjafnt hvernig þau hafa tekist til hjá mér en ætli ég verði ekki flinkari í þessu með aldrinum þar sem að mér tekst alltaf betur og betur að ná mínum markmiðum með árunum.  Ég hef líka sett mér markmið sem mér fundust svo risastór að ég vissi alls ekki hvernig ég ætti að ná þeim.  Búddisminn kennir okkur að það þarf alls ekki að vita leiðina að markmiðinu þegar maður setur sér þau - það að setja sér markmið og horfa á markmiðið gerir að við rötum leiðina.  Ef maður setur sér markmið og horfir á leiðina allan tímann gerir að hættan er sú að við missum sjónar á markmiðinu og þannig náum ekki þeim árangri sem við ætluðum okkur.  Þetta hef ég haft í huga þegar ég set mér stærri og smærri markmið og hika í dag ekki við að setja mér þau markmið sem ég vil þrátt fyrir að vita ekki hvernig ég á að ná þeim.  Ég horfi á markmiðið og held áfram í átt til þeirra án þess að vera að spá mikið í leiðina sjálfa - þannig rata ég best að markmiðinu líka.  

 

Eigið góðan dag kæru vinir.

 


Andleysi

Andleysi á háu stigi hrjáir mig þessa dagana og ég blogga ekkert og hreinlega hef ekki einu sinn almennilega haft þrek í að lesa bloggin ykkar.  Orkan hefur bara farið í að knúsa lösnu ungana mína sem loksins eru að hressast svo þetta er nú allt í fínum farvegi núna.  Skottulotta orðin hress og dauðfegin að komast aftur á leikskólann sinn og litli mann allur að hressast þó hann hósti nú enn þessi elska.  En er aftur farin að neita brjóstinu svo það eru greinileg batamerki haha Tounge

mynd_f7746501Fallegasta brosið InLove

mynd_81cb5840hmmmm hvað ertu að gera mamma?? Woundering

mynd_5ef6793aAð stríða mömmu sinni InLove

mynd_83987761Hérna fáðu þér smá vatn

 

Eigið góðar stundir kæru vinir - þær ætla ég að eiga Smile


Gleðilegt ár kæru vinir

Hér sit ég og vaki yfir litla demanti mínum um leið og ég hugsa um síðasta ár og áheit mitt fyrir þetta ár.  Síðustu áheit mín hafa tengst því að koma börnunum mínum í heiminn og hafa lukkast heldur betur vel.  Hét því síðustu 2 árin að þetta skildi verða besta ár lífs míns og þau urðu það svo sannarlega með tilkomu tveggja lítilla einstaklinga Heart Hérna má til dæmis lesa síðustu áramótafærslu mína þar sem ég horfi til baka og hélt ég nú að árið 2008 gæti ekki toppað árið á undan - tja ef það toppaði ekki það ár þá get ég allvega sagt að það færði mér allavega álíka gleði og gæfu og árið á undan.

Það er vel þekkt hugtak innan búddismans að um leið og maður setur sér ásetninga sem eru til góðs fyrir líf manns má maður búast við öflum sem rísa upp til að reyna að hindra mann í að ná þessum ásetningum.  Ég segi líka að þannig virkilega metur maður hlutina þegar maður hefur náð takmarkinu - maður hefur þurft að hafa aðeins fyrir þessu Smile 

Um miðjan desember ákvað ég að ásetningur minn fyrir þetta árið yrði sá að huga að heilsu minni fyrst og fremst og þannig auðvitað fjölskyldunnar í heild sinni.  Jú ég var varla fyrr búin að setja mér þennan ásetning að fullu fyrr en að litla skottulottan mín kvefaðist og fékk svo háan hita um jólin og kom í ljós að hún er komin með lungnabólgu.  Hún er nú öll að hressast þessi elska enda komin með tilheyrandi lyf.  Einnig kom í ljós að hún er með mikinn vökva í eyrum og þarf því að fara í rör fljótlega þannig að vonandi verða hennar heilsumál fljótlega í góðum málum.  Núna sit ég hins vegar og vaki yfir yngsta gullinu mínu þar sem hann er kominn með ansi ljótann hósta Crying  Fór með hann til vaktlæknis í gærdag og heyrðist sem betur fer ekkert í lungunum á honum en sennilega er þetta RS vírusinn á ferðinni og bara spurning hversu erfiður hann verður.  Við tókum allavega þá ákvörðun hjónin að taka enga sénsa og vökum því yfir litla hóstagemlingnum okkar þar sem okkur líst ekkert á hóstann og öndunina í gutta.  Það sem styður að þetta sé sennilega RS vírusinn er jú að litla leikskólaskottið er búin að vera með lungnabólgu eins og ég sagði sem og að við foreldrarnir erum með hálsbólgu líka.  Núna er svo að krossa putta fyrir að litli kútur nái að hrissta þetta fljótt og vel af sér.

Það má því svo sannarlega segja að upp hafi risið erfiðleikar í heilsu okkar fjölskyldunnar um leið og þessi ásetningur minn varð til.  En þetta er vonandi ekki dæmi um hvernig restin af árinu verður heldur einungis fjölskyldan að hrissta af sér óheilsuna á einu bretti Halo

En talandi um síðastliðið ár þá var það svo sannarlega gott þrátt fyrir að vissulega bæri það einnig með sér sorg.  Upphaf ársins var tíðindalítið og rann bara ljúflega hér á bæ.   Fljótlega kom þó í ljós að lítill einstaklingur boðaði komu sína inn í þessa fjölskyldu og vorum við hjónin svo sannarlega sæl með það.  Það jafnvel þrátt fyrir eðlilega meðgöngukvilla hjá mér í formi flökurleika og slíks haha - það var reyndar aldrei alvarlegt og ég bara ótrúlega hress.

29. maí gleymist sennilega seint hjá þessari fjölskyldu frekar en öðrum sunnlendingum þar sem atburðir þessa dags orsökuðu svo sannarlega góðan skjálfta hjá okkur.  Við þökkuðum þó mikið fyrir að vera nýbúin að festa kaup á gömlu fellihýsi og varð fyrsta útilegan okkar í því heldur fyrr á ferðinni en áætlað hafði verið eða þá um kvöldið Wink 

Helgina eftir það var ég svo komin í sumarfrí og hófum við fríið okkar á að fara vestur og eyddum sjómannadeginum þar í góður yfirlæti hjá ættingjum.  Júní var svo vel nýttur til ferðalaga með nýja húsið okkar í eftirdragi og fórum við meðal annars á norðurlandið og heillaðist ég til dæmis algjörlega að Ásbyrgi. 

Einnig urðu tímamót hjá fjölskyldunni þar sem að húsbandið hélt upp á happatöluna 40 og litla skottið ákvað að gefa honum afmælisgjöf með því að fara loksins að ganga Smile

Sumarið var í heild sinni mjög gott og litla fjölskyldan naut þess að vera saman í fríi og geta nýtt sér að ferðast um þetta fallega land okkar og verið úti í náttúrunni.

Í ágúst skrapp svo húsmóðirin aðeins til annars lands og fyllti auðvitað ferðatöskuna af varningi eins og sönnum íslendingi sæmir Blush  Verslaði þarna til dæmis allar jóla og afmælisgjafir fyrir næsta árið og var svo sannarlega fegin að því var lokið.

Næstu mánuðir liðu svo frekar tíðindalítið.

Í lok september kvaddi ég svo ömmu mína blessaða og sakna hennar mikið.  Ég er þakklát fyrir öll þau ár sem ég fékk að hafa hana í lífi mínu og fyrir allt það sem hún kenndi mér.  

Mér var einnig fyrirskipað að hætta að vinna þar sem blóðþrýstingur var farinn að hækka meira en gott þótti.  Þarna hófst því nokkurra vikna bið eftir litla kút sem reyndi töluvert á kerlinguna þar sem ég hef nú aldrei átt gott með að hanga bara og gera ekki neitt.  Sennilega eitthvað tengt óþolinmæði minni Tounge

 Þann 7. nóvember kom svo litli prinsinn okkar í heiminn hraustur og flottur strákur sem auðvitað eignaðist stóran hlut í hjörtum foreldra sinna og stóru systur sem er svo yndislega glöð og stolt af litla bróður InLoveInLove

Nóvember leið í sæluvímu þrátt fyrir vökunætur og slíkt sem tilheyrir þegar lítill einstaklingur kemur í heiminn.

Seinast í nóvember kvaddi svo afi húsbandsins þessa jarðvist og er hans sárt saknað.

Desember hefur svo liðið í rólegheitum hjá okkur og hátíðirnar hafa verið okkur rólegar og ljúfar.

mynd_5f230ca5Skotta tilbúin að fara út og fagna áramótunum

mynd_b4d62242Sæl með sitt stjörnuljós en þorði nú samt ekki að halda á því sjálf Grin

Núna er þó sælunni lokið með að hafa húsbandið heima þar sem hann fer að vinna aftur á morgun (eða það er vísst reyndar í dag Tounge).

Ég er mjög bjartsýn á árið sem er að hefjast og ætla mér svo sannarlega að sjá til þess að ásetningur minn fyrir þetta árið takist (þrátt fyrir erfitt upphaf hans Cool) og einnig ætla ég mér að hafa þetta ár ár stórkostlegra sigra í mínu lífi.

Gleðilegt ár kæru vinir og vonandi verður þetta ár ykkur til gæfu Heart

 

 


Njótið áramótanna

Vona að áramótin verði ykkur góð og munið endilega að fara varlega með flugeldana.  Hér á bæ ætlum við litla fjölskyldan að hafa það rólegt og gott og horfa bara á flugeldana sem aðrir skjóta upp Wink  Eina sem hér verður notað eru stjörnuljós sem munu fá að skína í kapp við stjörnurnar okkar litlu.

mynd_0122625b

 

FRÁ DEGI TIL DAGS

 

31.desember

 

Til þess að lifa lífi þar sem við erum full af innblæstri og getum gefið öðrum innblástur, þurfa hjörtu okkar að vera lifandi; þau þurfa að vera full af ástríðu og ákafa.  Til að ná því, eins og Toda forseti sagði líka, þurfum við kjarkinn til að “vera trú sjálfum okkur í lífinu.”  Til til að vera trú sjálfum okkur, þurfum við hugarstyrk til að láta ekki stjórnast af umhverfi okkar eða vera upptekin af hégóma og ytri ásýnd.  Frekar en að fá lánað eða herma eftir öðrum, þurfum við þá sannfæringu að vera fær um að hugsa fyrir okkur sjálf og framkvæma samkvæmt okkar eigin ábyrgðartilfinningu.

 

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 

 

 


Jól rólegheita, yndislegra barna og veikinda

Þessi jól voru okkur fjölskyldunni góð þrátt fyrir að veikindi hafi skotið upp kollinum.  Litla skottið nefnilega var orðin lasin á aðfangadag og versnaði bara með hverjum deginum þessi elska.  Í gær var hún með rúmlega 39° hita eins og hina dagana og svaf bara mestallan daginn og það hefur hún sko aldrei gert áður.  Farið var því til læknis í morgun og þótti henni það nú ekki skemmtileg ferð þessari elsku því það þurfti að ná blóðprufu og röntgenmynd og það þykir svona litlum elskum langt í frá gaman.  Hún var þó alveg ótrúlega dugleg þrátt fyrir að það þyrfti að stinga í báða handleggi og sæl með verðlaunin sín sem hún fékk í staðinn.  Útkoman var svo að skottan er með lungnabólgu.  Núna er hún komin með lyf við því og situr í þessum rituðum orðum og syngur hástöfum með söngvaborginni sinni.  Ekki hægt að sjá á þessari elsku að hún sé veik - hætt við að mamman væri rotuð inni í rúmi í sömu aðstæðum Errm

Hér var aldeilis pakkaflóð á aðfangadag og daman sæl með það sem hún fékk - svo sæl að hún tók sér nokkra daga í að taka upp pakkana þar sem það þurfti nú að leika með það dót sem úr þeim kom og þá var ekki tími í fleiri pakka sko Smile  Snúður litli svaf nú bara enda lítið vit á svona pakkaflóði ennþá.  Foreldrarnir voru nú sælastir með það sem kom úr pakkanum frá skottunni sem hún hafði gert á leikskólanum.  Dagatal sem var fest á mynd sem hún hafði gert sjálf - og mynd af henni við þá yðju með í pakkanum Smile  Fyrsta listaverkið sem við fáum frá henni og vorum við sko himinsæl með þessa gjöf þó að aðrar gjafir væru vissulega líka góðar.

Á jóladag var svo farið í smá hangikjötsveislu heim til foreldra minna.  Skotta var alsæl með að hitta frænku sína þrátt fyrir að hún væri samt sárlasin.  En svona skottur kippa sér nú ekki upp við slíkt.  

Ætlunin var svo að fara í boð til Reykjavíkur um helgina en litla fjölskyldan heldur sig nú heimavið með lungnabólguskottið.  Enda notalegt að vera hér í kotinu í rólegheitum og það er vísst lítil hætta á að við sveltum.  Tja nema helst litla skottið sem lítið sem ekkert hefur fengist til að borða síðustu daga þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt og margt í boði.  En það lagast nú vonandi með batnandi heilsu Smile

mynd_442cbcf8Litli lasarusinn alsæl með gjöfina frá þeim gömlu Smile

mynd_f902ca6eFallegu ungarnir mínir Heart

mynd_96b6d6f2 Litla símadaman fékk síma og þurfti auðvitað mikið að tala í síma Grin

mynd_ccd578f6Frænkuskottin að dansa

mynd_55c6a71bSvona sefur yndislegastur stundum Heart

mynd_0c687344Bræða mömmuhjartabros InLoveInLove

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband