Færsluflokkur: Bloggar
8.4.2009 | 17:03
Vantar þig vinnu núna??
Mæli með þessu Frábærlega gefandi og skemmtilegt starf hjá yndislegri konu
Viltu auðga líf mitt?
Ég er 38 ára kona með hreyfihömlun sem óskar eftir persónulegri aðstoðarmanneskju til starfa, helst sem fyrst. Í boði eru ýmis starfshlutföll og góð laun sem hækka með reynslu. Um er að ræða kvöld- og helgarvaktir.
Ég þarfnast aðstoðar við flestar athafnir daglegs lífs, svo sem við klæðnað, akstur í skóla og vinnu, tölvuvinnu og ýmis önnur verk.
Markmið
aðstoðarmanneskju er að stuðla að tækifærum mínum til þátttöku í samfélaginu og að viðhalda og auka lífsgæði mín. Æskilegt er að hún hafi bílpróf því ég hef eigin bíl til umráða.
Jákvæðni, sveigjanleiki og virðing er lykillinn að farsæld í okkar samstarfi.
Fyrirspurnir, umsóknir og ferilskrár ásamt meðmælum berist á netfangið: asdisjenna hjá simnet.is
Með fyrirfram þökk,
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2009 | 21:09
Tengsl ofbeldis og heilsu
Smá umfjöllun um rannsóknina mína sem heyra mátti í fréttum á RUV í kvöld.
Eigið góða helgi kæru bloggvinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2009 | 16:42
Hærri tölur en áður hefur verið talað um hérlendis
en ég verð nú að segja þrátt fyrir það að þessar tölur koma mér ekki á óvart.
Sérstaklega kemur sú tala sem þarna er nefnd í sambandi við heimilisofbeldi/makaofbeldi mér ekki á óvart og tel ég þetta alls ekki of háa tölu eða eins og segir í fréttinni: Þá kemur fram að Um 22% kvenna sögðust einhvern tíma á ævinni hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka.
Ofbeldi er því miður mun algengari en flestir gera sér í hugarlund eða grein fyrir. Sérstaklega á tímum sem þessum þar sem atvinnuástand er bágborið og kreppa ríkir í landinu hafa fyrri rannsóknir sýnt að ofbeldi eykst. Því er það mjög nauðsynlegt að við öll sem eitt gerum okkur grein fyrir þessum staðreyndum og höfum augun opin fyrir náunganum. Við verðum að passa okkur að horfa ekki í hina áttina gruni okkur að ofbeldi viðgangist á heimilum. Ef grunur vaknar hjá ykkur um að barn sé beitt ofbeldi ber ykkur lagaleg skylda til að láta yfirvöld vita um það. Munið ávalt að láta barnið njóta vafans en ekki hinn fullorðna.
42% kvenna hafa sætt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2009 | 13:24
Ásta Sól
Nú ætla ég mér að nota þennan miðil fyrir auglýsingu fyrir fyritæki Ásdísar Jennu vinkonu mína. Endilega látið þetta berast áfram Gangi þér vel Ásdís Jenna mín
Fyrirtækið Ásta Sól ehf býður upp á víðtæka tölvuráðgjöf fyrir þá sem eiga erfitt með mál eða stjórn á tölvum, þar kemur reynsla Ásdísar Jennu til sögunnar. Hún stjórnar tölvum með augum og höku. Ásdís Jenna er menntaður táknmálsfræðingur frá Háskóla Íslands en sérhæfir sig í tölvuráðgjöf fyrir fatlað fólk. Hægt er að hafa samband við hana á netfangið asdisjenna@simnet.is og í síma 866 5000.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 18:03
Strumpastuð
Sætasti strumpurinn. Hann á sko að vera á leikteppinu sínu hehe
Já en mamma þetta er svo gaman
Sætasta strympan heldur betur sæl með nýja - gamla hjólið sitt. Keypt í nytjamarkaðnum á Selfossi
Mamma við verðum svo að muna að kaupa hjálm svo ég geti nú farið að læra að hjóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2009 | 18:07
Fallega skessan mín
Ég ef í gegn um árin haft þann ávana að gefa litla ættfólkinu mínu og öðrum litlum vinum svona smá gælunöfn sem hafa fest við þau í okkar samskiptum. Ég til dæmis á einn lítinn vin sem ég kalla alltaf strumpinn minn, litla frænku sem ég kalla skottuna mína og aðra frænku sem ég kalla rófuna mína.
Ein af mínum uppáhaldsfrænkum kynntist ég þegar hún var rétt rúmlega eins árs þegar ég flutti aftur heim frá Svíþjóð og bjó þetta frænkuskott mitt sér strax ból í hjarta mínu. Hún var og er hörkudugleg, oft svolítil skellibjalla, mikið listræn, mjög ljúf og elskaði að knúsast með frænku sinni þegar hún var yngri. Hún er mikill lestrarestur og vílaði meðal annars ekki fyrir sér að lesa Harry Potter á ensku aðeins 8 eða 9 ára gömul því hún gat ekki beðið eftir þýðingunni
Þessi frænka var ávalt velkomin til frænku sinnar og oft fékk frænkan heiðurinn af að passa þetta frænkuskott sitt okkur báðum til ánægju. Þetta frænkuskott mitt fékk gælunefnið skessan mín. Skessan mín mun ávalt eiga sér bólstað í hjarta frænkunnar sinnar og mér mun alltaf þykja vænt um þetta gælunafn mitt á henni og hún hefur einnig sagt mér að þetta gælunafn sé nú líka eitthvað sem henni þykir einnig vænt um.
Skessan mín er orðin svaka falleg ung dama sem fermdist í dag Innilega til hamingju með daginn elsku Andrea Sif mín.
Þessi fallegi stubbur er frændi minn
Það var nú ekki auðvelt að ná frænkuskottunum saman á mynd - svo gaman að ærslast
Litli kúturinn minn hress og kátur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.3.2009 | 14:28
Grái fiðringurinn
Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
Heyrðu elskan fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.
Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið
með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !
Ég verð að játa að ég á skynsama konu : Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !
eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi.
Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.3.2009 | 19:44
Smá fikt í kerlunni :)
Já kerlan var aðeins að leika sér inni á ÞESSARI síðu þar sem maður getur sett inn myndir af pari og fengið út hvernig barnið þeirra ætti að líta út. Mér fannst forvitnilegt að sjá hvernir barn okkar hjóna ætti að líta út samkvæmt þessu og ákvað að prófa
Útkoman var þessi og svo er bara spurningin hvort eitthvað sé að marka þetta
<--- Ef barnið á að líkjast húsbandinu
Ef barnið á að líkjast mér --->
<-------- Hér er svo litli herrann
og hér er daman á svipuðum aldri ----->
Er svo eitthvað að marka þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2009 | 12:04
Fjölskyldan og læknar
Já læknar hafa komið við sögu hjá okkur famelíunni undanfarið og sem betur fer er árangurinn sá að nú virðast heilsumálin loksins að vera að færast til betri vegar.
Litli kútur fór til meltingafærasérfræðings í síðustu viku og þaðan komum við með fyrirmæli að prófa 2 hluti áður en til lyfjagjafar eða annars kæmi. Annar hluturinn sem átti að prófa fyrst í viku og sjá hvort hann gagnaðist er svo að gera kraftaverk fyrir litla kút og þar af leiðandi svefn okkar allra. Allt í einu er hann farinn að sofa og meira að segja svo vel að hann hrýtur þessi elska haha Hann er einnig að mestu hættur að æla. Eða kannski ekki hættur að æla en það kemur nú eins og bara hjá venjulegu ungabarni en ekki í gusum sem orsaka að oft er skipt um safellur 10 sinnum á dag. Núna eru samfellurnar kannski bara 2-3 og erum við himinlifandi öllsömul Best finnst okkur þó að sjá að litli kútur er greinilega hressari og líður vel og brosir og hlær bara allan vökutímann sinn núna. Það sem við gerðum til að skapa þessar breytingar til batnaðar er að skipta út SMA þurrmjólkinni fyrir Nutramigen þurrmjólk. Já litli kútur virðist semsagt vera með mjólkuróþol.
Ein afleiðing góðs svefns hjá honum er sú að núna gefst tími til að leika meira við litlu skottu sem var orðin hálf afskipt vegna þess að allur tíminn fór í vansælan lítinn mann. Litla skottan er heldur betur sæl með þetta og gengur núna um allt syngjandi og brosandi eins og við þekktum hana fyrir þennan óróleika litla bróður
Önnur afleiðing þessa er að foreldrarnir og þá sérstaklega mamman sofa mun betur og eru því hressari
Aðrir læknar hafa eitthvað verið að mynda mig í bak og fyrir og er útkoma þeirra myndatöku sú að ég er með gott kviðslit eftir meðgönguna og keisarann. Ekki er orðið ákveðið hvað verður gert í þessum málum en mér finnst nú bara gott að vita að það sem ég hef verið að kvarta yfir er raunverulegt en ekki bara einhver ímyndun í mér Einnig hef ég fengið góðar verkjatöflur við þeim leiða streituhausverk sem ég er farin að þjást af á hverjum degi vegna vöðvabólgu, langþreytu og fleira. Svo núna lítur út fyrir að líðan mín geti farið að batna stórlega jibbíí
Semsagt bara allt í góðum gír hér á bæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2009 | 17:22
Hvet alla til að mæta á þessa sýningu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)