Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2008 | 17:34
Að verðleggja sig
ohhh ég sit þessa dagana og naga neglurnar því ég er að reyna að finna sanngjarna upphæð fyrir að koma og kynna niðurstöður rannsóknarinnar minnar. Hef bara ekki hugmynd um hvað er sanngjarnt fyrir slíkt???
Annars eru margar hugmyndir í kollinum á mér í sambandi við að gefa þetta efni út og kynna það sem víðast. Ég nefnilega er á þeirri skoðun að niðurstöður rannsóknarinnar er eitthvað sem hreinlega verður að komast út til heilbrigðisstarfsfólks, kennara, tómstundafræðinga, leikskólakennara og fleiri aðila.
Málið er bara að hingað til hefur öll starfsemi samtakanna Styrkur - úr hlekkjum til frelsis verið unnin í sjálfboðavinnu og því kann maður ekki að verðleggja svona. Samtökin eiga hins vegar enga digra sjóði (bara tómahljóð ) svo það verður vísst að verðleggja slít eitthvað. Allavega sem er sanngjarnt fyrir ferðir og pappírskostnað og slíkt þó maður haldi nú áfram að gefa vinnu sína við þetta að mestu. Hingað til höfum við reyndar verið þeirrar gæfu ánjótandi að fá styrki í formi ókeypis aðstöðu fyrir ráðstefnur og fyrirlestra þá sem við höfum haldið ásamt gefins efni sem þurft hefur í slíkt. Einnig höfum við fengið styrki í formi auglýsinga og fleira. Slíkir styrkir eru svo sannarlega mikils virði og þökkum við þá af alhug
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.2.2008 | 11:31
1. ár
Í dag er liðið eitt ár frá því að ég öðlaðist besta og yndislegasta hlutverk lífs míns - ég varð mamma
Hefði ekki getað eignast yndislegra stelpuskott þó ég hefði reynt að panta slíkt eintak - stelpuskott sem núna er að reyna að leika sér og hlæja og tala við mömmu sína þrátt fyrir að vera með upp og niðurgang og það ekkert lítinn.
Kl 18.08 fyrir einu ári síðan fengum við foreldrarnir semsagt að heyra hana gráta í fyrsta sinn og fá hana svo í fangið til að kyssa og knúsa - yndislegasta stund lífs míns og þær hafa orðið það nokkuð margar síðan og eiga sennilega eftir að verða enn fleiri (þrátt fyrir að sumar stundirnar felist í því að fá yfir sig ælugusur og fleira ).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
31.1.2008 | 22:03
Traustur vinur
Ég er svo heppin að eiga nokkra yndislega trausta og góða vini sem ég hef átt í mörg ár. Suma hitti ég oft en aðra sjaldnar en sammerkt er það að við vitum að við stöndum með hvort öðru í blíðu og stríðu og þrátt fyrir að við hittumst allavega á tímabilum ekki of oft þá er vinskapurinn traustur.
Eina mjög góða vinkonu átti ég fyrir tja um 20 árum eða svo. Hún var mjög góður og traustur vinur. Þegar ég og minn x vorum að byrja saman var hún fljót að sjá í gegn um hann og langt í frá sátt við að horfa á eftir vinkonu sinni í þetta samaband. Hún lét skoðun sína glögglega í ljós við hann og reyndi einnig að tala við mig. Því miður brást ég við eins og svo algengt er í slíkum tilfellum - ég neitaði að hlusta og hvað þá að taka mark á því sem hún sagði. Man svo vel eitt skipti sem við höfðum nokkur farið að skemmta okkur í Hollywodd hér forðum daga (ætti kannski ekki að segja hvar því þá sést enn frekar hve ehemmm ung ég er ). Eitthvað var hegðun míns fyrrverandi þannig að henni ofbauð algjörlega og tók mig á eintal. Ég hlustaði ekki og var í algjörri afneitun. Eftir þetta urðu okkar samskipti æ minni og lauk síðan þegar ég flutti erlendis stuttu síðar.
Oft hefur mér verið hugsað til þessarar vinkonu minnar í gegn um árin og áður en sambandi mínu og míns x lauk hugsaði ég oft um þetta samtal okkar vinkvennanna og óskaði þess að ég hefði nú hlustað á hana. Skammaðist mín líka fyrir að hafa ekki tekið mark á henni þarna - hún var jú einmitt greinilega að standa sig sem traustur vinur og sagði eins og var, að ég væri að sigla inn í samband sem ekki væri mér til góðs. Skammaðist mín líka fyrir að hafa ekki strax séð það sem hún sá - að hann var ekki að koma fram við mig með virðingu.
Eftir að ég síðan flutti heim þá skilin hugsaði ég oft til þessarar vinkonu minnar en hafði ekki hugrekki til að hafa samband við hana.
Eftir að ég kom fram með söguna mína opinberlega var þessi vinkona mín ein af þeim fyrstu sem hafði samband við mig. Vildi svo gjarna endurnýja vinskapinn og virkilega sýndi mér að hún væri traustur vinur. En við hittumst aðeins 1 sinni og síðan ekki meir og eru ástæður þess einkum tvær.
Í fyrsta lagi aftraði þessi skömm mér að vera í sambandi við hana. Vissulega var ég farin að læra að ég þurfti ekki að skammast mín fyrir að hafa upplifað ofbeldissamband (þrátt fyrir að í mörg ár hafa einmitt gert það) - þarna var ég jú búin að læra og viðurkenna hvar skömmin vegna þess lá - hjá honum. En ennþá var ég að kljást við skömmina yfir að hafa ekki hlustað á þegar hún varaði mig við forðum daga. Skammast mín reyndar fyrir það í dag - þetta er tilfinning sem ég veit að ég þarf alls ekki að hafa því viðbrögð mín eru svo venjuleg og eðlileg í þessum kringumstæðum - en ég barasta ræð ekki við þessa skömmustutilfinningu.
Í öðru lagi vantreysti ég enn á þeim tíma öllum svo að ég hálf einangraði mig. Þetta vantraust gerði að ég teysti ekki alveg þessari gömlu vináttu. Vantraustið var reyndar mikið til vegna þess að sjálstraust mitt var enn mjög brotið og ég í raun vantreysti sjálfri mér. Síðan þá hefur traust mitt á sjálfri mér og öðrum tekið stórum framförum og í dag treysti ég aftur.
Oft hef ég hugsað til vinkonnunnar og ákvað svo í dag að setjast niður og skrifa henni bréf - ákvað að hafa það bréf þar sem mér finnst yfirleitt betra að tjá mig skriflega. Skrifaði henni um einmitt ástæður þess að ég ekki hafði samband við hana aftur og að ég svo gjarna vildi byggja upp gamla vináttu aftur ef hún gæti fyrirgefið mér og gefið þessum vinskap enn eitt tækifærið.
Ég var varla búin að senda bréfið þegar síminn hringdi og var það þessi gamla vinkona mín Yndislega trausta vinkonan sem sagðist vera svo glöð að heyra frá mér og að hún hefði nú fylgst með mér síðustu ár því hún hefði fundið bloggið mitt. Mikið þótti mér vænt um þetta símtal og mikið er ég þakklát fyrir að eiga svona trausta vináttu og vinkonu Það verður öruggt að hér eftir verðum við í sambandi og vonandi náum við að þróa enn betri og traustari vinskap en áður.
Ég hvet þig lesandi góður til að taka upp símtólið, pennan eða tölvuna og hafa nú samband við gamla vini sem þið hafið kannski misst af einhverra hluta vegna í gegn um áranna rás. Hver veit nema þið komist að því að þið eigið fleiri trausta og góða vini en þið gerið ykkur grein fyrir
Ég eindurheimti allavega eina slíka vinkonu í dag og hjarta mitt er fullt þakklætis vegna þess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
31.1.2008 | 18:24
Tími til kominn
Fimm ára fangelsi fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.1.2008 | 10:44
Frá degi til dags
Eins og þið lesendur hafið sennilega skilið þá er ég Búddisti. Við fáum sendar svokallaðar leiðsagnir dagsins á hverjum degi sem eru einskonar gullkorn/hugarkorn til að hjálpa okkur að einbeita okkur að jákvæðri þróun á hverjum degi. Leiðsögn dagsins er bara frábær finnst mér og eitthvað sem maður þarf að hafa í huga á hverjum degi hverja einustu mínútu. Því ákvað ég að setja hana hér inn til að þið getið notið hennar líka
Frá degi til dags
27. janúar
Að skoða atburði og aðstæður í jákvæðu ljósi er mikilvægt. Styrkurinn, viskan og gleðin sem fylgja slíku viðhorfi leiða til hamingju. Að skoða allt í jákvæðu ljósi eða í anda góðs vilja, þýðir hins vegar ekki að vera kjánalega trúgjarn og leyfa fólki að notfæra sér góðmennsku okkar. Það þýðir að hafa viskuna og skilninginn til að raunverulega færa allt í jákvæða átt með því að sjá hlutina í sínu besta ljósi, en hafa samt alltaf augun staðfastlega á raunveruleikanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.1.2008 | 10:39
Við getum haft áhrif til batnaðar. Beitum okkur – á annan hátt.
Fékk eftirfarandi sent frá trúfélaga og finnst þetta bara svo gott verkefni að ég ákvað að skella þessu hér inn og hvet allar konur (karlar velkomnir að biðja með okkur líka ) til að taka þátt.
Nú virðast sannarlega ýmsar blikur vera á lofti í efnahagsmálum, stjórnmálum, kjaramálum, heilbrigðismálum og menntamálum. Svona mætti lengi telja. Blöðin og aðrir fjölmiðlar flytja okkur endalausar frásagnir af hörmungum og hversu slæmt útlitið er til framtíðar. Það mætti jafnvel halda að náttúruöflin séu með í þessu sjónarspili, sem ætlar að gera okkur lífið erfitt.
Sumir kunna að segja sem svo, að sú framtíð sem blasir við í efnahagsmálunum hefði verið fyrirsjáanleg fyrir allnokkru, því að óráðsía getur af sér skuldasúpu. Hvað er þá til ráða? Án efa hafa allt of margir - og allt of lengi látið reka á reiðanum. Og lengi hefur það verið svo, að mikill meirihluti ráðamanna hér hafa verið karlkyns.
Við kvenfólk höfum oftar en ekki, í tímans rás, hallað okkur aftur og leyft körlunum að bera ábyrgð og stjórna. Þetta hefur samt tilhneigingu til að breytast þegar ástandið versnar. Það mætti eflaust færa skotheld rök fyrir því, að valdaleysi kvenfólks og vilja- eða getuleysi okkar til að beita okkur í mikilvægum málefnum er varða heildina, sé óbein orsök fyrir því ófremdarástandi sem nú virðist blasa við.
Það er hefðbundið hlutverk kvenna, og kannski að einhverju leyti erfðafræðilegt, að hugsa um börnin og framtíð þeirra. Það gæti útskýrt viðbrögðin að einhverju leyti. Ef allt virðist stefna á versta veg er framtíð barnanna og barnabarnanna í hættu og okkur er ekki lengur til setunnar boðið.
Nú er tíminn til að bretta upp ermarnar konur. Betra er seint en aldrei og ekki er að vita nema að með samtaka mætti, sem okkur er einum lagið, megi snúa öllu til betri vegar.
Ég veit það fyrir víst að hér á landi eru starfandi fjölmargir hópar kvenna af ýmsu tagi, sem dæmi eru starfandi bænahópar í öllum trúarhópum, heilunarhringir, leshringir, matarklúbbar og saumaklúbbar.
Einn hópur er ísl. kvennahópur í SGI sem eru búddísk-friðar og mannúðarsamtök. Við höfum gert það að aðalásetningi okkar fyrir 2008 að sameinast um að styrkja hverja aðra svo að við getum látið gott af okkur leiða í stærra samhengi. Við viljum hvetja allar konur til að sameinast um þetta með okkur.
Það skiptir ekki máli hvaða trú þú aðhyllist, eða hvort þú telur þig vera trúlausa. Ef þú vilt þá getur þú verið með. Á hverju sunnudagskvöldi ætlum við, hver á sinn hátt, að biðja fyrir auknum styrk og hamingju kvenna. Þetta getum við gert hver fyrir sig heima hjá okkur eða með öðrum.
Með því að beina bænum okkar (eða markvissum óskum) samtímis að því sama, er enginn vafi á því, að breytingar munu gera vart við sig. Hafið hugfast að við gerum þetta til að birta breytingar til batnaðar.
Í fyrstu einbeitum við okkur að hamingju þeirra kvenna sem standa okkur næst og tengjast okkur fjölskyldu-eða vináttuböndum. Síðan eru það konurnar í hverfinu okkar og í bænum þar sem við búum. Þar næst konurnar í landinu okkar og svo á allri jörðinni. Þetta er aðalbænarefnið okkar öll sunnudagskvöld næstu 3 mánuði ársins, febrúar, mars og apríl. Næstu 3 mánuði maí, júní og júlí gerum við eins, nema um afkvæmin okkar og öll börn. Í ágúst, september og október er komið að körlunum og síðustu 2 mánuði ársins beinum við bænunum og huganum á sunnudagskvöldum að umhverfi okkar og lífheiminum í heild sinni.
Þær sem vilja láta minna sig á með tölvupósti á sunnudögum geta sent póstfang sitt til ags889@gmail.com. En öllum er frjálst að taka þátt og því fleiri sem það gera, því meiri árangur munum við eflaust sjá í kjölfarið.
Höfundur er meðlimur í Soka Gakkai á Íslandi sem eru friðar og mannúðarsamtök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.1.2008 | 16:49
Verðugur Ljósberi :)
Innilega til hamingju með þetta Guðrún. Þú ert svo sannarlega verðugur Ljósberi
Til hamingju Stígamótakonur með að hafa slíkan talsmann og einnig fyrir það frábæra starf sem þið vinnið í Stígamótum.
Guðrún valin Ljósberi ársins 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.1.2008 | 15:40
Hetjurnar leynast víða
Rakst á ÞESSA færslu hjá henni Höllu og hvet ykkur eindregið til að lesa hana. Þarna er saga enn einnar hetjunnar sem lætur það ofbeldi sem hún hefur upplifað ekki aftra sér frá því að eiga gott líf í dag.
Því miður er það svo að gerendurnir eru yfirleitt þeir sem standa þolandanum næst. Það er því ekki lausnin að segja börnunum okkar að forðast að tala við eða hafa samneyti við ókunnuga heldur þarf að kenna þeim að setja sér mörk svo þau geti frekar sagt NEI ef einhver reynir að beita þau einhverskonar ofbeldi. Svo þau viti að sökin er ekki þeirra og slíku á ekki að leyna - þannig er vonandi meiri líkur á að þau segi frá ef þau eru beitt ofbeldi.
Takk Halla fyrir þessa sögu úr íslenskum veruleika.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 14:34
Ég um mig frá mér til mín :)
Þar sem að bloggandinn minn virðist hafa yfirgefið mig í augnablikinu ákvað ég að gerast svo kræf að stelast til að herma eftir Ásdísi og koma með nokkrar staðhæfingar um mig (Ásdís ég vona að þú verðir ekki fúl út í mig ).
mér finnst: yndislegt að eiga góða fjölskyldu og bestu stundirnar á ég með henni.
ég get: verið þreytt á hrokafullu fólki
ég elska: manninn minn, dóttur mína og fjölskylduna mína
ég er að hlusta á: Létt Bylgjuna
ég ætla: að láta mér batna en er heima frekar pirruð með magapest og hausverk.
ég ætla ekki: að gefast upp á að fjalla um ofbeldismálin sama hvað þið segið
ég veit: mjög mikið um margt en ekkert um annað
ég reyni: að vera skipulögð og samkvæm sjálfri mér
ég vil: halda áfram að vera hamingjusöm
ég nota: gleraugu við að horfa á sjónvarp
mig dreymir: um heim án ofbeldis
ég treysti: manninum mínum, dóttur minni og foreldrum mínum
ég lít upp til: pabba, mömmu, mannsins míns og fólks sem hefur tekist á við ótta sinn og sigrast á erfiðum hindrunum ásamt því að nýta reynslu sína öðrum til fróðleiks og hvatningar.
ég þoli ekki: óheiðarleika, hroka, yfirgang og ofbeldi.
ég þori ekki: að fara í fallhlífarstökk og teygjustökk. Ég get líka sagt eins og Ásdís að ég þori ekki að ljúga því lygarnar koma bara í bakið á manni. Ég reyndar hét því fyrir mögum árum að ljúga aldrei aftur.
ég brosi: oft oft á dag
ég bý: í fjórbýlishúsi
ég vaki: yfirleitt ekki mikið lengur en til 22 á kvöldin
ég sakna: ömmu minnar
ég heyri: það fallega í heiminum og reyni að loka augunum fyrir slúðri
ég gæti: borðað grillaðan humar oft í viku
í dag: er það dóttir mín sem sér til að brosin koma hjá mér þegar hún brosir til mín
.......ég get ...allt sem ég ætla mér
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2008 | 16:55
Ekki áttu allir gleðileg jól
Eftirfarandi grein birtist í Dagskránni (fréttablaði sunnlendinga) sem kom út í gær fimmtudag 17. janúar 2008. Greinin er mjög góð og vel skrifuð og fékk ég góðfúslegt leifi höfundar til að birta hana hér á blogginu og þakka ég fyrir það.
Hér kemur greinin:
Ekki áttu allir gleðileg jól
Heimilisofbeldi er staðreynd sem fjöldi íslenskra sem erlendra kvenna lifa við daglega og jafnvel í mörg ár.
Konur sem búa við heimilisofbeldi bera það sjaldnast utan á sér og oft hafa nánir aðstandendur, vinir eða vinnufélagar ekki hugmynd hvernig í pottinn er búið.
Heimilisofbeldi birtist í fleiri myndum en barsmíðum og líkamsmeiðinum. Lítilsvirðing, höfnun, niðurlægingum hótanir og einelti eru dæmi um andlegt ofbeldi. Ofbeldismaðurinn telur jafnvel konunni trú um að hún beri ábyrgð á ofbeldinu. Kona sem lendir í heimilisofbeldi er lokkuð í net þar sem ofbeldismaðurinn lætur sem hann geti alls ekki lifað án hennar. Hann sviptir konuna oft frelsi sínu og sjálfsmati með stöðugum aðfinnslum og niðurbroti. Konan reynir gjarnan að gleyma atvikunum eða telur að hún geti nú lifað við þetta og hitt þangað til hún er orðin algjörlega aðþrengd, því ofbeldismaðurinn færir sig yfirleitt stöðugt upp á skaftið. Allt fagurgal um að þetta gerist aldrei aftur er því miður bara orðin tóm. Reynslan sýnir að litlar líkur eru á því að sá sem beitir maka sinn ofbeldi bæti ráð sitt að fyrra bragði eða taki upp nýja lifnaðarhætti.
Áhrif ofbeldis eru umtalsverð á andlega líðan og heilsufar konunnar og getur það birst í tíðum heimsóknum til lækna s.s vegna þreytu, svefntruflana, meltingaróþæginda, kvíða og spennu. Hafa rannsóknir sýnt að jafnvel þó konan fari úr ofbeldiskenndu sambandi eru afleiðingarnar oftast viðvarandi og langvinnar.
Heimilisofbeldi hefur einnig áhrif á börnin!
Margir foreldrar í ofbeldissamböndum halda að hægt sé að halda börnunum fyrir utan ofbeldið, en svo er ekki raunin. Börnin þjást einnig þó að þau verði ekki sjálf fyrir ofbeldinu eða verði beint vitni að því. Ef barnið er t.d. í öðru herbergi og heyrir og skynjar hvað er að gerast hefur það mjög slæmar afleiðingar á sálarlífið. Það sama gildur um barn sem horfir upp á hamslaust foreldir, niðurbrotna móður, jafnvel með áverka eða brotna hluti heimilisins.
Álagið við að búa við stöðuga spennu, stjórnleysi og kvíða hefur margvíslegar afleiðingar fyrir börn og unglinga. Algengast er ótti, en önnur einkenni s.s. depurð, reiði, skömm, skert sjálfsmynd og sjálfsvirðing gera einnig vart við sig. Ískólanum getur þetta birst sem einbeitingarleysi, árásargirni og hegðunarerfiðleikar.
Hvað getur konan gert?
Að horfast í augu við aðstæður sínar og viðurkenna að sambandið sé komið í óefni er gjarnan fyrsta skrefið burt úr aðstæðum sem til lengdar brýtur niður einstaklinginn.
Mörgum konum reynist erfitt að segja frá ofbeldinu vegna skammar og hræðslu við neikvæð viðbrögð annarra, auk hugsanlegra áhrifa á félagslegt og persónulegt líf þeirra. Það er því oft stórt skref fyrir konuna að tala um ofbeldið.
Mikilvægt er að konan finni sér trúnaðarmanneskju s.s. prest, heilbrigðisstarfsmann eða annan þann sem hún getur treyst og segi frá ofbeldinu. Þegar kona lætur vita af heimilisofbeldi er mikilvægt að taka ekki af henni ráðin heldur veita henni stuðning, sýna virðingu og benda á úrræði. Oft felst besti stuðningurinn í því að hlusta í trúnaði án þess að dæma!
Munið að heimilisofbeldi er samfélagslegur vandi, því friðhelgi heimilisins nær ekki til ofbeldis.
Hægt er að leita aðstoðar:
- Kvennaathvarfið s. 561 1205, senda tölvupóst á www.kvennaathvarf.is eða www.styrkur.net.
- Kvennaráðgjöfin s: 552 1500
- Lögreglan s: 112
- Rauði kross Íslands s: 1717
- Heilbrigðisstarfsfólk heilsugæslustöðva og slysadeilda.
- Félagsþjónustu sveitafélaganna.
Með kveðju,
f.h. hjúkrunarfræðinga á Heilsugæslustöð Selfoss
Anna Guðríður Gunnarsdóttir
Heimildir:
Ég (DisaDora) vil taka það fram að auðvitað getur ofbeldi beinst að karlmönnum og verið beitt af konum þó hér sé talað um konur sem þolendur og karlmenn sem ofbeldimennina.
Einnig vil ég taka það fram sem hugsanarkorn til ykkar að heimilisofbeldi hefur ekki einungis niðurrífandi og langvarandi áhrif á andlega heilsu þolandans heldur verður líkamleg heilsa hans ekki síður fyrir áhrifum ofbeldisins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)