. - Hausmynd

.

Fallega skessan mín

Ég ef í gegn um árin haft þann ávana að gefa litla ættfólkinu mínu og öðrum litlum vinum svona smá gælunöfn sem hafa fest við þau í okkar samskiptum.  Ég til dæmis á einn lítinn vin sem ég kalla alltaf strumpinn minn, litla frænku sem ég kalla skottuna mína og aðra frænku sem ég kalla rófuna mína. 

Ein af mínum uppáhaldsfrænkum kynntist ég þegar hún var rétt rúmlega eins árs þegar ég flutti aftur heim frá Svíþjóð og bjó þetta frænkuskott mitt sér strax ból í hjarta mínu.  Hún var og er hörkudugleg, oft svolítil skellibjalla, mikið listræn, mjög ljúf og elskaði að knúsast með frænku sinni þegar hún var yngri.  Hún er mikill lestrarestur og vílaði meðal annars ekki fyrir sér að lesa Harry Potter á ensku aðeins 8 eða 9 ára gömul því hún gat ekki beðið eftir þýðingunni Smile

Þessi frænka var ávalt velkomin til frænku sinnar og oft fékk frænkan heiðurinn af að passa þetta frænkuskott sitt okkur báðum til ánægju.  Þetta frænkuskott mitt fékk gælunefnið skessan mín.  Skessan mín mun ávalt eiga sér bólstað í hjarta frænkunnar sinnar og mér mun alltaf þykja vænt um þetta gælunafn mitt á henni og hún hefur einnig sagt mér að þetta gælunafn sé nú líka eitthvað sem henni þykir einnig vænt um.

Skessan mín er orðin svaka falleg ung dama sem fermdist í dag Heart  Innilega til hamingju með daginn elsku Andrea Sif mín. 

img_1015.jpg Þessi fallegi stubbur er frændi minn Heart

img_0951.jpg Það var nú ekki auðvelt að ná frænkuskottunum saman á mynd - svo gaman að ærslast Smile

img_0953.jpg  Litli kúturinn minn hress og kátur InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg stúlka á fermingardaginn sinn. Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2009 kl. 22:21

2 Smámynd: www.zordis.com

Til lukku með skessuna. Skil þig vel að eiga viðeigandi gælunöfn og skessa er falleg og styrk ung stúlka!

Knús í nýja viku!

www.zordis.com, 22.3.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt allt þetta rauða hár á börnunum !!!

KærleiksLjós  til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:52

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 23.3.2009 kl. 14:29

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Ad gefa winhverjum gœlunafn synir ad manni thikji vœnnt um einstaklinginn.

Falleg börn í fjölskyldunni thinni :o)

Sporðdrekinn, 23.3.2009 kl. 19:12

6 Smámynd: Tína

Til hamingju með frænku þína. En falleg er hún eins og hún á greinilega ættir til.

Tína, 24.3.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband