. - Hausmynd

.

Drekaslóð

Ný samtök fyrir þolendur ofbeldis litu ljós föstudaginn 3. september 2010.

Samtökin heita Drekaslóð. Heimasíðu samtakanna má finna HÉRNA!

Hér má gerast meðlimur Drekaslóðar á fésbókinni.

 

Drekaslóð veitir þolendum alls kyns ofbeldis  og aðstandendum þeirra aðstoð til að vinna með afleiðingar ofbeldisins í formi viðtala, námskeiða og hópastarfs.

Við bjóðum velkomna til okkar þolendur eineltis, kynferðislegs ofbeldis, þolendur ofbeldis í parasamböndum eða innan fjölskyldna, hvort sem ofbeldið er andlegt eða líkamlegt.  Einnig þolendur ofbeldis framið af ókunnugum. 

Við leggjum áherslu á að ná til karlmanna í auknum mæli, við viljum reyna grípa unga fólkið okkar eins fljótt og hægt er og einnig munum við bæta þjónustu til heyrnarskertra og geðfatlaðra.  

Við bjóðum bæði upp á grunnþjónustu í formi einstaklingsviðtala og grunnhópa og einnig bjóðum við upp á fjölbreytta framhaldsvinnu sem oft er sérsniðin fyrir hvern hóp fyrir sig. 

Við byggjum á hjálp til sjálfshjálpar.

 

Hér má sjá Drekana í Drekaslóð í opnunarteitinu á föstudaginn var Smile

drekar.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Fallegar konur!  Flott framtak!

www.zordis.com, 23.9.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband