22.5.2009 | 19:57
Loksins er ég stoltur eigandi af þakflís
Frá því að ég fyrst gerðist bloggvinur zordisarinnar hér á mbl heillaðist ég af þakflísunum hennar sérstaklega sem og öllum hennar listaverkum. Ég hef lengi látið mig dreyma um að eignast slíka flís og nokkrum sinnum verið komin á fremsta hlunn með að fersta mér eina slíka.
Í dag hitti ég svo þessa fallegu konu og fékk yndislegt knús frá henni og gott spjall á Krúsinni ásamt góðum bloggvinkonum hér af suðurlandinu. Það besta var þó að ég loksins loksins lét verða af því að festa kaup á einni flís frá henni og kom hún með 2 í dag sem ég fékk að velja á milli (eftir mikið skoð á netinu hehe).
Í dag er ég svo stoltur eigandi af þessari fallegu flís - Takk zordís mín
Athugasemdir
Falleg flís. Frábær dagur. Takk fyrir mig
....vona að litla skottið sé sofnað
Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2009 kl. 22:01
Takk sömuleiðis Hrönnslan mín
Skottin mín steinlágu bæði um kl 20 hehe enda erfitt að hitta svona flottar konur
Dísa Dóra, 22.5.2009 kl. 22:06
Vá flott flís. Kíkti á síðuna hennar zordisar - hafði ekki séð hana fyrr. Flott verkin hennar. Góða helgi

, 23.5.2009 kl. 00:06
Innlitskvitt og kveðjur....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:33
Elskan mín, þessi flís er svo falleg fyrir ykkur hjónin, ótrúlega lík ykkur svei mér þá hehehe
Takk fyrir daginn og samveruna sem var frískandi með Teklu sem lét á alls oddi. Knús og kossar!
www.zordis.com, 1.6.2009 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.