17.5.2009 | 17:14
Sólargleði
Jóhanna og co stóðu sig bara frábærlega í gær í Evróinu og útkoman varð í raun sú besta sem hægt var að hugsa sér því ekki höfum við jú efni á að halda slíka keppni Fallegt lag og mjög vel flutt hjá þeim. Svo er það nú staðreynd að oftar en ekki verður lagið í sæti 2 vinsælla en það lag sem vann Annars er Norsarinn vel að vinningnum kominn með gott lag og flottur strákur. Minnti mig svolítið á Hobbitana í LOTR og það heillast jú allir af þeim svo ekki er nema von að allir heillist af þessum brosmilda og sjarmerandi Normanns hobbita
Ekki er heldur annað hægt en að gleðjast í svona góðu veðri og ungviðið brosir í kapp við sólina
Athugasemdir
Æðisleg krúttin þín og bæði á trampólíni eða segir kona trambólín ....
Ísland stóð sig frábærlega í þessari keppni ... Ég hugsaði um Sjimpansa þegar sá norski söng en ætli það sé ekki frekar hobbit týpan sem er rétt.
Knús til þín.
www.zordis.com, 19.5.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.