20.11.2008 | 10:18
10 atriði sem mér finnst vera blessun í lífi mínu eða er þakklát fyrir.
Hún alva bloggvinkona mín er löngu búin að skora á mig að vera með í þessum leik sínum og Rósa bloggvinkona bætti um betur fyrir skömmu og skoraði á mig aftur. Ætli ég verði nú ekki að láta af því að pára eitthvað niður á blað um þessi mál Ég er reyndar yfir höfuð þakklát fyrir lífið sjálft í heild sinni en skal finna hvað ég er extra þakklát fyrir.
1. (Í raun ætti þessi liður að vera númer 1, 2 og 3 í það minnsta).
Börnin mín er ég svo sannarlega þakklát fyrir. Það hefur langt í frá verið þrautalaust að fá þau inn í líf mitt (eins og sennilega má lesa út úr að 46 ára ung kerla er með svo ung börn )og það sennilega ástæða þess að ég er svo ofboðslega þakklát fyrir að fá að hafa þau í lífi mínu. Ég er einnig ómetanlega þakklát þeim sem aðstoðuðu á einhvern hátt við að þessi börn fæddust heilbrigð inn í þennan heim.
Systkynin að plana framtíða prakkarastrik
2. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa kynnst manninum mínum og haft hugrekki til að gefa þessu sambandi séns. Það nefnilega kostaði töluverð átök hjá dömu sem hafði misst allt traust á fólki almennt og karlmönnum sérstaklega að þora að stíga skrefið inn í alvarlegt samband. Þessi yndislegi ljúflingur er svo sannarlega eitthvað sem hver kona væri þakklát fyrir að hafa í sínu lífi - en ég hreppti hann sko svo hands off kerlur Vissulega getur hann verið alveg óþolandi ekta utan við sig karlmaður á tímum haha en kostir hans eru svo margfalt fleiri
3. Ég hef ávalt verið mjög þakklát fyrir að hafa fengið þau hlunnindi að fá að alast upp í sveit. Að fá að alast upp á heimili þar sem pabbi, mamma, afi og amma voru til staðar ásamt fjöldanum öllum af dýrum til dæmis. Það er svo sannarlega þakkarvert að hafa fengið að kynnast því snemma að vera við hlið foreldranna í leik og starfi og þannig fá að kynnast því snemma að þurfa að vinna fyrir sínu ásamt þeirri gleði sem náttúran gefur okkur. Ég hef ávalt verið mikil sveitastelpa í mér þrátt fyrir að ég viðurkenni algjörlega að ég vildi síður gerast bóndi sjálf - ástæðan var einfaldelga sú að ég sá hve gífurleg vinna liggur í því starfi og hve lítils metin sú vinna er í samfélaginu (því miður).
4. Ég er mjög þakklát fyrir að eiga góða foreldra á lífi og það heilbrigða að útlit er fyrir að ég fái að hafa þau í lífi mínu í mörg ár til viðbótar. Foreldra sem ég vissulega hef ekki alltaf verið sammála en hef samt ávalt elskað og virt og veit að þau eru ávalt til staðar fyrir mig ef á þarf að halda eins og ég er ávalt til staðar fyrir þau. Einnig er ég þakklát fyrir að eiga systkyni og fjölskyldur þeirra sem og góða tengdafjölskyldu.
5. Ég er mjög þakklát fyrir að eiga góða vini til að deila gleði og sorgum með. Vini sem vissulega ég hef mismikið samband við en veit samt að eru ávalt sannir vinir mínir. Vinir eru svo sannarlega gullmolar lífsins - gullmolar sem við eigum að fara vel með
6. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst og tileinkað mér Búddismann. Þessi trúarbrögð/lífsspeki hafa kennt mér svo ótal margt gott og hjálpað mér ótrúlega í gegn um lífsins ólgusjó. Fyrst og fremst hefur búddisminn kennt mér að taka ábyrgð á eigin lífi sem og að bera virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum. Einnig hefur búddisminn kennt mér að horfa ávalt á það jákvæða í lífinu.
7. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa haft það hugrekki að fara aftur í nám þrátt fyrir að vera orðin fertug. Þrátt fyrir að ég væri langt í frá viss um að ég hefði þá hæfileika til að bera sem til þarf til að setjast á skólabekk - hélt hreinlega að þeir hæfileikar væru týndir og tröllum gefnir En í dag get ég verið stolt yfir að hafa klára skemmtilegt og fróðlegt nám og það meira að segja með meðaltalið 8,99
8. Það kann að hljóma undarlega en í dag er ég mjög þakklát fyrir þá reynslu mína að hafa upplifað og lifað við heimilisofbeldi. Í sjálfu sér eru það kannsi ekki ofbeldið sjálft sem ég er þakklát fyrir heldur það að hafa upplifað erfiðleika og fengið tækifærið til að vinna mig út úr þeim á jákvæðan hátt bæði fyrir sjálfa mig og aðra. Þessi reynsla kenndi mér svo margt um sjálfa mig og kenndi mér einnig að ég er sterk persóna. Þessi reynsla varð einnig til að ég ákvað seinna að koma af stað opinberri umræðu um ofbeldismálin með því að segja mína reynslu opinberlega ásamt því að stofna samtökin Styrkur - úr hlekkjum til frelsis. Þetta kenndi mér gífurlega mikið og 99% af því er aðeins jákvætt og einnig er ég þakklát fyrir að vita í dag að með þessu skrefi mínu hef ég getað hjálpað mörgum með svipaða reynslu að baki. Slíkt er ómetanlegt finnst mér.
9. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa alist upp á Íslandi og lifa hér og búa í dag - já þrátt fyrir alla kreppu og slíkt þá segi ég þetta hiklaust. Ísland er eitt fallegasta land sem ég veit um (og hef ég nú heimsótt þau nokkur) með sína kyngimögnuðu náttúru og orku. Það er þessi náttúrufeguðr og orka sem ég elska algjörlega. Einnig er jú fjölskyldan mín nær öll hérlendis og flestir vinirnir líka.
Ísland hefur einnig svo marga ómælda kosti þegar horft er til velferðarkerfisins - kosti sem að eru til staðar þrátt fyrir mikla kreppu dagsins í dag. Kosti sem að við meigum alls ekki gleyma. Kosti eins og til dæmis gott heilbrigðiskerfi sem er aðgengilegt öllum landsmönnum hvort sem þeir þéna millu eða ekki. Ég tek því svo sannarlega undir með foresetafrúnni okkar um að Ísland er stórasta land í heimi.
10. Ég er óendanlega þakklát fyrir að búa í eigin húsnæði og hafa þokkalega í mig og á. Þetta eru hlutir sem svo sannarlega eru þakkarverðir.
Takið eftir að þetta er það eina á listanum mínum sem í raun tengist veraldlegum gæðum - annað sem ég þakka fyrir er allt tengt fjölskyldu, vinum, náttúru og hinu andlega. Segir það okkur ekki að það er það sem skiptir mestu máli
Ég hvet ykkur bloggvinir mínir til að blogga um það sem þið teljið blessun í lífi ykkar og/eða það sem þið eruð þakklát fyrir. Það er nefnilega svo gott að setjast niður og skrifa slíkan lista því að þannig getur maður einmitt séð svart á hvítu að það er þrátt fyrir allt svo óendanlega margt sem við getum verið þakklát fyrir.
Athugasemdir
Já Dísa mín. Það bætir gleði í daglega lífið að hugsa um allt sem maður getur verið þakklátur fyrir. Og erfiðleikar sem mæta manni geta einmitt verið sá lærdómur sem þurfti til að gera mann hæfari manneskju. Vona að þið fjölskyldan eigið góðan dag
, 20.11.2008 kl. 10:45
Já ég á víst líka þessa áskorun frá Ölvu Það er gott að gera upp við sig annarslagið hvað lífið er í raun dásamlegt.
Fallleg mynd af "krílunum"
Solla Guðjóns, 20.11.2008 kl. 11:46
Sæl og blessuð
Þetta var yndisleg lesning. Við höfum báðar þurft að ganga í gegnum táradal sem er á enda en við höfum þekkingu sem hefur gert okkur að betri og sterkari manneskjum í staðinn. Þetta hjálpar okkur nú að geta sett okkur í spor vina okkar sem þurfa að ganga í gegnum táradal. Þar getum við orðið þeim til hjálpar með reynslunni sem við fengum í okkar táradal.
Kærar þakkir fyrir blessunarbloggið þitt.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:58
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.11.2008 kl. 12:58
En yndislegt að sjá þetta fljóta áfram, ég vona svo sannarlega að bloggvinir þínir setji sínar færslur inn, það er bara svo nauðsynlegt að geta litið á þennan lista og sjá hvað maður er blessaður, þrátt fyrir erfiðleika úti á við.
Takk fyrir að taka þátt, blessun til þín og þinna.
kv.
Linda.
Linda, 20.11.2008 kl. 19:18
Já kæra vinkona.... þessi lesning snart mig.....það er margt sem við getum verið þakklát fyrir og flest þurfum við ekki að kafa neitt sérlega djúpt til að finna það.... þú hefur greinilega (eftir pistlinum að dæma) gengið í gegnum þína erfiðleika og komist sterk í gegnum þá.... það eitt segir margt um persónuleika þinn..... Gangi þér allt í haginn .... og börnin eru yndisleg......
ps... 46 ára.....!!!!!... ég neita að trúa því....en ef rétt reynist.... þá berðu aldurinn feiknarvel.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 20.11.2008 kl. 20:09
Ljúf faersla hjá zér og vissulega er zad mikilvaegasta naest hjarta okkar! Zad er gott ad tylla sér á jördina og huga ad zví góda og mikilvaega í lífinu.
www.zordis.com, 20.11.2008 kl. 20:21
Ég segi bara eins og þú "lífið er yndislegt" þrátt fyrir allt.
Knús á þig og þína kæra vina.
Fjóla Æ., 20.11.2008 kl. 23:47
Takk fyrir.
AlheimsLjós yfir til þín og megi það fylla vitund þína alla kæra móðir
sSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 20:36
Falleg mynd
Sporðdrekinn, 22.11.2008 kl. 04:27
ótrúlega falleg færsla
Valgerður Sigurðardóttir, 22.11.2008 kl. 16:55
Þú ert mjög þakklát kona/stelpa (ég man alltaf eftir þér sem skemmtileg stelpa) Það er mjög þakklátunarvert að fá að vera svona þakklátur með allt sem er í kringum mann og það sem maður hefur upplifað. Bæði gott og slæmt.
Guð blessi þig Dísa og skilaðu kveðju til þín og þinna.
Gunni Palli
Gunnar Páll Gunnarsson, 23.11.2008 kl. 08:10
Takk takk fyrir mig elsku Dísa Dóra mín og góða nóttina mín kæra
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.