31.8.2008 | 16:43
Yndislegir dagar
Já það er ekki annað hægt en að segja að síðustu dagar hafa bara verið yndislegir. Í gær fórum við hjónin með skottu litlu í bæjarferð. Að vísu hófst hún á alveg ekta íslenskri geðveiki með að við fórum á lagerútsöluna hjá leikfangabúð einni hérlendis. Þvílík geðveiki já og auðvitað smitaðist maður smá þrátt fyrir að ætla sér alls ekki að kaupa neitt óþarft. En allavega er jólagjöf dótturinnar komin í hús ásamt svolitlu af kubbum. Eftir það var brunað upp á skaga að heimsækja ömmu mína sem er þar á sjúkrahúsinu eins og er. Gott að sjá hana og þótti henni heldur ekki slæmt að sjá okkur og sérstaklega yngsta fjölskyldumeðliminn. Já við eldri missum alveg ljómann þegar þessi litlu bætast við haha - og málið er nú reyndar að ég bara elska að eiga lítið skott sem fær athyglina
Svo var brunað í bæinn aftur og þar byrjað á að kíkja örstutt í ráðhúsið á myndlistasýningu nokkra bloggkvenna. Hitti nokkra bloggara þar og heillaðist af myndverkunum. Sérstaklega heillaðist ég af verkunum hennar Zordísar en flísarnar hennar eru hreint út sagt ótrúlega fallegar og málverkin einnig. Ég heillast svo af því hve hreina og tæra liti og línur hún notar í listaverkum sínum. Á örugglega eftir að frjárfesta í listaverki frá henni og hefði nú ekki verið í vanda með að kaupa af henni fyrir eins og 200 þús kall í gær
Að lokum var brunað í Kópavoginn og hittum við fyrir fjölskyldu húsbandsins sem annars býr meðal annars á Akureyri ásamt því að hluti af henni hefur verið í Ameríkunni í allt sumar og kom heim í gærmorgun. Því var bara gaman að hitta alla og spjalla saman. Daman var líka mjög sátt við að hitta litla frænda sinn og spjalla en hann er 6 vikum yngri og þau hafa verið fínir félagar.
Í dag hef ég verið að vinna og var nú að koma heim. Skottið litla er í baði að sulla og finnst alveg ótrúlega gaman núna að sprauta vatni á pabba sinn og skellihlær við þá iðju sína. Ekki leiðinlegt að heyra hlátrasköllin í henni og það verður nú að viðurkennast að það laumast líka extra bros á húsmóðurina þegar hún sér húsbandið rennandi blautan eftir gusur dótturinnar
Verð nú að láta fylgja nokkrar myndir af skottinu
mikið fjör að horfa á handboltann
Fínar dömur sitja jú með fætur í kross
Frændsystkynin að baksa með skóna hennar skottu
Voða dugleg að reyna að klæða sig í
þar til skotta fattaði að þetta eru jú hennar skór og var nú ekki sátt við að frændi væri með sína skó haha
Frændinn var alveg hissa á þessum látum í stelpuskottinu
Já ekki voga þér að taka skóna mína aftur!! - ehemmm hún er sko ekkert skass
Athugasemdir
Sæl og blessuð.
Skemmtilegur dagur í gær hjá ykkur.
Flottar myndir af dóttir þinni og frænda hennar.
Fyndin myndin þar sem hún er með fætur í kross. Auðvita gerir maður eins og fullorna fólkið þó fæturnir séu dálítið stuttir.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 17:38
'O mæ hvað myndasyrpan af skóbardaganum er skemmtileg....hún veit hvað hún vill blessunin
Ragnheiður , 31.8.2008 kl. 17:43
Innlitskvitt og knús kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:26
Hún er yndisleg hún Tekla ykkar,hlakka til að fylgjast með þegar hún verður Stóra systir. Hafðu það gott elsku Dísa mín
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 20:36
Algjört krútt stelpan þín
Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 22:11
Þvílík orka í litlu dúllunni, kona með skap!
Kannast við svona skellibjöllur því Haddan mín var svipuð ef ekki eins.
Takk fyrir að koma að var virkilega gaman að hitta þig og eiginmanninn með yndislegasta stelpuskott ever.
www.zordis.com, 31.8.2008 kl. 22:57
Sporðdrekinn, 1.9.2008 kl. 00:11
Skemmtileg myndasyrpa af hrikalega fallegri dömu. Eggjastokkarnir fara alltaf að klyngja hjá mér þegar ég sé svona falleg börn . En ég er víst búin að þessu öllu og bíð núna bara spennt eftir barnabörnunum sem ég mun dekra út í eitt. Það er jú hlutverk ömmunnar er það ekki?
Knús á þig fallega kona.
Tína, 1.9.2008 kl. 07:51
Stórkostlegar myndir af skóbardaganum. Þvílík prinsessa sem þú átt þarna.
Fjóla Æ., 1.9.2008 kl. 08:34
DÚLLA
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 09:47
alger prakkarasvipur á dóttur þinni og með svona rautt flott hár líka
hvaða bloggarar voru með þessa sýningu, ég mála svolítið sjálf og langar að skoða verkin þeirra og bloggið, ég veit um Zordísi og Heidi, var hún ekki þarna líka, getur þú bent mér á fleiri sem voru þarna.
Bestu kveðjur,
alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:53
Sæl Dísa.
Mikið áttu virkilega fallegt barn. Ég held ég sjái sterkan svip með henni og Önnu Ólafs.
kv
Birna Mjöll Atladóttir, 1.9.2008 kl. 17:29
Takk allar fyrir skemmtileg og falleg orð í garð litla skottsins - hún er yndisleg og mamman þakkar fyrir það á hverjum degi að eiga hana
alva - þær sem eru með þessa sýningu eru Elín Guðbrandsdóttir, Katrín Snæhólm, Guðný Svava Strandberg, Katrín Níelsdóttir og Zórdí.
Birna - takk fyrir kvittið skvís. Það er nú ekki leiðum að líkjast að vera líkt við Önnu
Dísa Dóra, 1.9.2008 kl. 19:40
hún er algjör dúlla sú stutta...og ber það allveg með sér að vita allveg upp á hár hvað hún vill.........þú ert forrík kona.....
Fanney Björg Karlsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:35
Alger dúlludúkka
Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.