8.1.2008 | 10:08
Að drekka í hófi??
Ég rak upp stór augu við lestur þessarar fréttar vegna eftirfarandi setningar: "Stig voru gefin fyrir að reykja ekki, stunda reglulega hreyfingu, borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag og drekka í mesta lagi sem svarar sjö vínglösum á viku."
Er það að drekka í hófi að drekka allt að 7 vínglös á viku?? Jahérna mér finnst það nú bara vera mikið. 7 glös af víni í hverri viku er nú ansi mikið yfir ævina Vissulega hafa komið tímabil í lífi mínu þar sem ég hef skvett slatta í mig um nokkrar helgar í röð jú jú. En þrátt fyrir það þá finnst mér samt (sem betur fer) skemmtilegast bara að skemmta mér edrú og ég tala nú ekki um muninn daginn eftir
Man fyrir nokkrum árum að þá fórum ég og vinkona mín út að skemmta okkur og dansa um flestar helgar og jafnvel sumar helgarnar föstudag og laugardag. Létum eins og kjánar og fífluðumst og flissuðum og dönsuðum frá okkur allt vit. Ekki var það óalgengt að í lok kvölds (eða oft nætur) að samferðamenn misstu hökuna niður á maga þegar við settumst undir stýri og ókum heim. Já við vorum nefnilega yfirleitt ekki á neinu sterkara en bara lífinu sjálfu og hreinu íslensku vatni þrátt fyrir að geta skemmt okkur þannig að flestir héldu að við hefðum drukkið áfengi. Hví er hugsunarhátturinn þannig að ef einhver getur skemmt sér og fíflast á skemmtistað þá hljóti sá hinn sami að vera drukkinn?
En eins og ég sagði þá hafa einnig komið tímabil sem ég skvetti vel í mig. Þrátt fyrir það hljóma 7 vínglös á viku (meðaltal) í mínum huga sem mjög mikið og ekki beint heilbrigður lífsstíll eins og þessi frétt fjallar um
14 árum lengra líf með heilbrigðum lífsstíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fer eftir því hversu stór vínglösin eru.
Eitt vínglas á dag finnst mér allt í lagi (maður verðu ekki mikið fullur af því) Í mörkum löndum þar sem fólk "kann" að drekka, drekkur fólk vín með matnum... eitt vínglas og það er talið holt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.1.2008 kl. 10:22
Jamm eitt vínglas á dag er ekki mikið!
Hinsvegar hef ég líka lent í þessu sama og þú, að fara út að skemmta mér, dansa og fíflast allt kvöldið, drekka vatn í massavís og missa svo andlitin á fólkinu í kringum í götuna þegar ég sippaði mér undir stýri og ók heim
Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 10:31
Á einu elliheimili var gefinn ein matskeið af rauðvíni eða sherrý fyrir kvöldmatinn.Það þótti svo hressandi fyrir gamlingjana.Ég er hins vegar löngu búinn með minn skemmt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:23
Hófdrykkja er skilgreind af WHO sem tveir drykkir fyrir konur og þrír fyrir karlmenn, með að minnsta kosti þrjá áfengislausa daga í viku ef ég man rétt. Þetta meðaltal er því dálítið misvísandi en ágæt vísbending. Drykkur er skilgreindur sem t.d. 330 ml af bjór, man ekki hvað það var fyrir vín, en það er svona að meðaltali 7% sterkara sem gefur mönnum hugmynd (sjálfsagt á sérríglasstærð). Sjö rauðvínsglös er því hófdrykkja ef þú drekkur það ekki allt sama daginn reyndar.
Zaraþústra, 8.1.2008 kl. 13:17
Sjö á dag koma skapinu í lag .... Tengdapabba finst gott að fá sér rauðvínsglas og er það meðmæli frá lækni. 1 á dag og heilsan í lag, ásamt fleiri þáttum svo sem matarræði og hreyfingu.
Mér finst eitt á dag ekki neitt svakalegt svo framarlega sem það er bara eitt!
Ég hef fengið í andlitið að ég hafi verið skrautleg þrátt fyrir að vera bláedrú og rokkað feitt!
www.zordis.com, 8.1.2008 kl. 13:34
jú jú vissulega eru 7 glös engin óskö en mér finnst það samt töluvert ef viðmiðið er eitt glas á dag hvern einasta dag fullorðinsævinnar
Sjálfri finnst mér mjög gott að fá mér í eitt og eitt rauðvinsglas - en ætli það sé samt ekki svona 5-10 sinnum yfir árið sem það gerist hér á bæ ef það nær því þá haha.
Ætli ég sé þá bara óheilbrigð fyrst ég drekk ekki 1 glas á dag?
Takk fyrir kommentin gaman að velta svona fyrir sér. Zaraþústra takk fyrir þessar upplýsingar - vissi þetta ekki og finnst áhugavert
Dísa Dóra, 8.1.2008 kl. 14:47
Samkvæmt Hagstofunni var áfengissala árið 2006 1.722 þús lítara af hreinu áfengi. Það þýðir 7,2 lítra á hreinu áfengi á hven mann eldri en 15 ára.
Ef miðað er við léttvín af 13% styrkleika, þá jafngildir þetta einu 150 ml glasi af léttvíni á dag alla daga vikunnar fyrir sérhvern eldri en 15 ára. Erlendir ferðamenn drekka jú líka hér á landi, en það gera íslendingar líka erlendis svo það jafnast út.
Þetta er víst með minnstu áfengisneyslu sem þekkist meðal vestrænna þjóða.
Samkvæmt Sciantific America, þá eru læknavísindin almennt á þeirri skoðnun í dag að eitt glas af léttvíni, eða sambærilegt áfengismagn sé betra fyrir heilsuna en að drekka ekkert, nema maður eigi við áfengissýki að stríða, þá er betra að vera í bindindi.
Geir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:30
Thetta er kannski malið, eg drekk audsjaanlega ekki nóg! Besta að eg baeti ur tvi, vill endilega eiga sem flest arin með barnabörnunum
Sporðdrekinn, 8.1.2008 kl. 19:09
Herra Geir.
Allt er afstætt og lífshættir þar á meðal. Eitt glas af víni á dag kann vissulega að koma sér vel fyrir fólk sem að stundar ekki líkamsrækt, eða leggur almennt ekki mikið á sig við að halda sér í formi, en ég get alveg lofað þér því að fólk sem stuðlar að því að halda sér í góðu líkamlegu ásigkomulagi, til dæmis með rösklegri hreyfingu í 1-2 tíma í senn 2-3 í viku þarf ekki á áfengi að halda til þess að viðhalda góðri heilsu.
Sjálfur hef ég aldrei smakkað dropa af áfengi um mitt líf og hef bara aldrei talið mig þurfa þess, enda tel ég þá heyfingu sem ég hef stundað allt mitt líf hafa stuðlað mjög mikið að því að ég veikist svo gott sem aldrei, fæ aldrei hausverk eða þjáist almennt afskaplega lítið af öllum þeim kvillum sem algengastir eru í nútímasamfélagi. Skemmst er að minnast Japana sem var 115 ára á síðasta ári, og við góða heilsu miðað við aldur. Hann sagði að lykillinn að langlífi sínu væri það að hann hefði ávallt haldið sig fjarri áfengi.
En menn eru jú jafn misjafnir og þeir eru margir og ég reyni alls ekki að halda öðru fram.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:26
Þessi rannsókn lyktar af rétthugsun.
Á það að drekka í hófi að vera eitthvað til þess að hrósa fólki fyrir? Allt í lagi að vera í neyslu á einu versta fíkniefni sem til er bara svo lengi sem hún er hófleg? Læknar eru hættir að mæla með vínglasi á dag vegna þess að það er vitað að ÖLL drykkja hefur neikvæð áhrif. Hófleg neysla er skaðleg fyrir fjölda líffæra t.d. heila og nýru.
En auðvitað er skárra að drekka hóflega, en það er orðið þreytt viðhorf að það sé hið fínasta mál. Eina ástæðan fyrir þessari rétthugsun er sú að áfengi er vinsælasta fíkniefnið. Af hverju fær maður ekki stig fyrir það að reykja hass hóflega?
Geiri (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.