. - Hausmynd

.

Forsetakosningar

Ég get ekki orða bundist varðandi framboð Ástþórs 2000 kalls.  Getur maðurinn ekki fattað að sem betur fer eru íslendingar gáfaðri en svo að vilja hann sem forseta?  Sem betur fer látum við ekki bjóða okkur slíkan fíflagang hjá forseta vorum eins og hann hefur sýnt af sér.  Ekki vildi ég sjá forsetann koma útataðan í tómatsósu einn daginn til dæmis. 

Ætlar Ástþór líka að koma með nýja konu inn í þessar kosningar eins og hann hefur gert í síðustu skipti?  Finnst líka að sá sem býður sig fram til forseta eigi í það minnsta að vera búsettur á landinu en ekki erlendis eins og hann hefur vísst verið undanfarið.

Ég er svo reið yfir að honum skuli leifast að eyða peningum okkar skattborgara aftur og aftur þegar ljóst er að það hefur enginn áhuga á að fá hann sem forseta.

Á ég ekki bara að safna meðmælendum og bjóða mig fram?? ToungeLoLWink  Hver vill vera á þeim lista? *glott*  Ég get allavega lofað ykkur að koma ekki fram í tómatsósuútötuðum fötum haha - gæti hins vegar lent í því að koma fram með hor á öxlinni eða ælu eftir skottið Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var að hugsa um að bjóða mig fram... en því miður bý ég í útlöndum

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Einar Indriðason

Gunnar, það má redda því.

Hins vegar skal ég alveg viðurkenna það, að ef Ástþór nær inn nægum fjölda stuðningsmanna, þá veit ég alveg hvern ég mun kjósa.

(Hint:  Ekki Óla.)

Einar Indriðason, 5.1.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Sammála þér. Ég bara skil ekki að maðurinn skuli aftur og aftur geta leyft sér þetta skrípa framboð á okkar kostnað. Finnst löngu tímabært að skoða lista meðmælanda út frá fjöldanum 1500 fáránlega fáir sem þarf.

Kristín Snorradóttir, 5.1.2008 kl. 12:22

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

er bara ekkert inni í þessu, enda bý ég ekki á landinu.

hafðu það gott 1

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 19:51

5 identicon

Þetta heitir lýðræði en þarf forsetaframbjóðandi ekki að vera heill heilsu? Var bara að velta því fyrir mér hvort engar reglur væru um það.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband