29.11.2007 | 11:58
Hræðileg grimmd
Ég var að lesa aftonbladet og rakst á þessa frétt http://www.aftonbladet.se/stockholm/article1355624.ab. Hún fjallar um 16 daga barn sem kom inn í eftirlit til læknis og reyndist með flest bein í útlimum brotin, höfðukúpubrotið, blætt inn á heila, blátt og marið. Foreldrarnir þóttust ekkert vita hvað hefði gerst og reyndu helst að kenna stóra bróður um (sem er 2. ára). Læknarnir segja að þessir áverkar hefðu aldrei getað komið af völdum svo ungs barns.
Hvernig í ósköpunum er hægt að koma svona fram við aðra mannveru og hvað þá ungabarn
Úfffffffffff ég verð svo reið og leið þegar ég les svona.
PS Getur einhver kennt mér að setja inn slóðir svo hægt sé að smella beint á þær?
Athugasemdir
Ég ætla reyna að hjálpa þér:
Vonandi er þetta nógu góð hjálp
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2007 kl. 21:14
http://disadora.blog.is/blog/disadora/entry/378317/#comments
mér fnnst alltaf best að setja bara bendilinn í address línuna, þá verður hún blá, "segja" ctrl+c og ctrl+v þar sem þú vilt láta slóðina birtast..... og bingó!
Annars er ég fullkomlega sammála þér, það er ömurlegt að einhver geti farið svona með annað fólk, hvað þá ósjálfbjarga ungabörn.....
Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.