2.11.2007 | 13:25
Hvort er óhuggulegra?
Hvort er óhuggulegra að drengurinn myrti eða að hann tók svo myndir af fórnarlambi sínu??
Mér finnst alltaf óhuggulegt að lesa um voðaverk sem morð eru og hvað þá þegar morðinginn er svo ungur. Enn óhuggulegra er jú að drengurinn sýndi þá siðblindu eða tilfinningakulda eða hvaða ástæða sem er á bak við að hann fann hjá sér þörfina að taka mynd af voðaverknaðinum. Ekki nóg með það heldur virðist hann hafa haft þörfina að hreykja sér að verknaðinum og senda myndirnar á vini.
Ég reyndar get ekki heldur varist þeirri hugsun þegar ég les svona að þessi drengur (í þessu tilfelli er þetta ungur drengur) hafi sennilega ekki átt góða ævi. Honum hlýtur að líða ömurlega sálarlega þegar tilfinningar hans eru orðnar svo skemmdar að hann fremur slíkan verknað. Velti því fyrir mér hver fortíð hans er sem gerir hann að þeim tilfinningakalda morgðingja sem hann virðist vera í dag? Ætli þetta sé fyrsta voðaverkið hans eða ætli hann hafi verið að sýna af sér afbrygðilega hegðun áður? Æ það eru svo margar spurningar sem vakna við lestur svona frétta og svo sannarlega vekur það óhug að einhver hafi í sér að fremja slíkan voðaverknað - hvað þá þegar gerandinn er svo ungur.
Fimmtán ára morðingi myndaði fórnarlamb sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
æji já, þetta er góð nálgun. úff hvað þetta er voðaleg frétt og vont getur af sér vont svo maður getur ekki annað en velt fyrir sér úr hvernig aðstæðum barn sem fremur svona verknað kemur um leið og maður samhryggist aðstandendum fórnarlambsins.
Gunnhildur Hauksdóttir, 2.11.2007 kl. 14:42
Hann þarf nú ekki að hafa átt neitt slæma ævi. Það er ótrúlega siðblinda í gangi í samfélaginu í dag.
Arnþór Guðjón Benediktsson, 2.11.2007 kl. 16:41
Já Arnþór, það er mikil siðblinda í samfélaginu, oft langar mig til að taka fullorðið fólk og skamma það fyrir framkomu sína gagnvart öðrum, svo eru blessuð börnin alin upp við þetta, plús allt hitt sem veldur.
Sporðdrekinn, 3.11.2007 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.