. - Hausmynd

.

Morðtilraun eða??

Þegar ég las þessa frétt kom upp sú hugsun hvort móðirin hafi hrint dóttur sinni af svölunum eða hvort hún hafi horft á dóttur sína falla niður og fengið slíkt áfall að hún hafi látið sig hverfa um stund allavega.  

Báðir möguleikarnir eru hræðilegir finnst mér.  Ömurlegt þegar fullorðið fólk kemur illa fram við börnin sín og jafnvel myrðir þau og hvað þá ef þessi fullorðni er foreldri barnsins.  Foreldrar eiga að gæta barnsins og vernda í hvívetna og ég verð alltaf jafn sjokkeruð og reið þegar ég heyri um foreldra sem jafnvel beita börn sín hrikalegu ofbeldi og valda þeim kannski dauða.

Sá möguleiki að móðirin hafi horft á dóttur sína falla niður af svölunum vegna slyss er líka óhuggulegur.  Ég get ekki ímyndað mér hvað maður gerði í slíkum sporum en það gæti alveg eins verið að maður bara ráfaði út í bláinn vegna áfallsins.  

Vonandi finnst móðirin fyrr en seinna og að barnið nái fullri heilsu á ný.  Vona einnig þeirra vegna að seinni möguleikinn sé staðreyndin. 


mbl.is Leita móður fimm ára breskrar stúlku sem féll af hótelsvölum á Mallorca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þetta er óhugguleg frétt. Vona svo sannarlega að aumingja barnið nái sér aftur

Jóna Á. Gísladóttir, 22.10.2007 kl. 23:12

2 Smámynd: Saumakonan

úfffffff þetta er skelfilegt... horfði uppá barnið (þá 2ja ára) mitt klifra uppá svalahandrið og detta niður af annari hæð og sú reynsla er ólýsanleg. Sjálfsásökunin var svakaleg og þetta er hlutur sem ég sé fyrir mér enn þann dag í dag.. 22 árum seinna    Sem betur fer fór betur en á horfðist og mitt barn slapp án skrámu en áfallið að sjá það detta líður aldrei úr minni manns.   

Það ætla ég innilega að vona að barnið nái sér

Saumakonan, 23.10.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband