. - Hausmynd

.

Færsluflokkur: Bloggar

Friðarganga

Stalst í tölvuna hjá karli mínum til að kíkja á póstinn minn og sá eftirfarandi fréttatilkynningu og bara varð að setja þetta hérna inn Smile 

Fréttatilkynning frá samstarfshópi friðarhreyfinga: 
                                                                        
Íslenskir friðarsinnar standa að blysför  niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega.   

Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og áttunda í röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar. 
 

Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Halla Gunnarsdóttir blaðamaður flytur ávarp en fundarstjóri er Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður. Söngfólk úr Hamrahlíðar-kórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.  
 
Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega því gangan leggur af stað studvíslega. 
 

Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði. 
 

Samstarfshópur friðarhreyfinga:
 
Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)
Samtök hernaðarandstæðinga 
 

Jólafrí

Ég hef ákveðið að nú ætla ég að gefa tölvunni jólafrí og slekk því á henni fram yfir jól.  Vil þó óska ykkur gleðilegra jóla og vonandi njótið þið hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina.  Munið að smáatriðin eru yfirleitt þau dýrmætustu og þau sem sitja eftir í minningunni - því er um að gera að njóta þeirra Smile

Hitti þennan Stúf á förnum vegi og finnst tilvalið að hann fái heiðurinn af því að prýða síðustu færslu mína fyrir jól Stufur


Óskir jólasveinanna

Rakst á þetta á netinu og finnst þessir jólasveinar og óskir þeirra bara mjög flottar og verð því að stelast til að setja þetta hér inn.  Sumar óskirnar finnst mér bara þær bestu sem ég hef sé þó aðrar séu svona óskir sem eru vissulega góðar en yrðu samt ekki efst á mínum óskalista Smile en allar eru óskirnar samt flottar Wink

Þessar óskir má sjá HÉR.


Ekki séns að vera morgunfúl.....

þegar maður vaknar eins og ég vaknaði í morgun.  Hafði reyndar vaknað oft í nótt þar sem litla skottið var frekar óróleg og fékk að lokum að koma upp í til foreldranna.  Þar brölti hún um og reyndi mikið að finna sér góða stellingu sem fæli einnig í sér að geta borað nebbanum í mömmu sína og helst tásunum í pabba sinn.  Yndislegt alveg þrátt fyrir að foreldrarnir séu nú oft ekki á móti því að fá aðeins meiri svefn Smile  Svo vaknaði hún á sínum tíma í morgun sem er í síðasta lagi kl 7 og þá var minn elskulegi ektamaki svo yndislegur að hann frór framm og leyfði mér að sofa aðeins lengur þar sem ég átti að mæta í vinnu um hádegi.  Vaknaði svo rétt um kl 9 við þennan rosa hlátur frammi.  Litla skottið eitthvað að púkast í pabba sínum og ekki þótti mömmunni neitt leitt að vakna við slíkan hlátur - ekki hægt að vera morgunfúl þegar maður heyrir svona hljóð LoL

Eftir hádegi hef ég svo verið að vinna og er það bara gaman og sérstaklega þar sem ég er svo heppin að vinna á stað sem er bara yndislegur og frábær mórall á.  Ég elska vinnuna mína.

Svo fara jólin alveg að detta inn og hér á bæ er allt orðið klárt til að taka á móti þeim - svona aðeins fyrir utan nokkur smáatriði eins og jólatré og jólamat og slíkt Wink  Hefði að vísu alveg þegið hvít jól þar sem ansi mörg ár eru síðan slíkt var upplifað - en jólin eru í hjarta manns en ekki umgjörðinni og hjarta mitt er að upplifa yndislegan jólaanda í ár.

Eigið góðar stundir


Hrós til Nylon

Ég hrósaði Lay Low í fyrri færslu hér fyrir það frábæra framtak sitt að gefa ágóðann að nýja diskinum sínum til Aflsins og talaði um að fleiri ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar.

Var að hlusta á Bylgjuna núna og þar voru Nælunstelpurnar í viðtali og kom þar fram atriði sem ég hafði heyrt áður en bara gleymt aftur Shocking (svona þegar maður man ekki fyrir horn Wink).  Þær hafa nefnilega ákveðið að allur ágóði af nýja diski þeirra (Besta af Nylon) mun renna til Blátt áfram.  Frábært hjá ykkur stelpur og vil ég óska ykkur til hamingju með þetta framtak sem og Blátt áfram til hamingju með þennan styrk.

Segi enn og aftur að fleiri ættu að taka þær sér til fyrirmyndar og styrkja slík samtök Smile


Rétt valið :)

Já mikið innilega er ég sátt við val Nýs Lífs þetta árið - hún Freyja á þennan titil svo sannarlega skilið og í mínum huga er hún algjör HETJA.  Ég hef í nokkurn tíma fylgst með þessari hugrökku ungu konu og heillaðist af elju hennar og lífsviðhorfum strax og ég heyrði í henni í fyrsta skipti á málþyngi sem Sjónarhóll hélt fyrir nokkrum árum.  Síðan þá hef ég fylgst með henni og virðing mín gagnvart Freyju vex með hverjum deginum.  Það væri góður heimur ef allir hefðu þann baráttuanda og jákvæða lífsviðhorf sem hún hefur til að bera.

Innilega til hamingju með þetta Freyja Wizard

 


mbl.is Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Frábært hjá Lay Low að gefa ágóðan af geilsadiskinum til slíks málefnis og samtaka sem Aflið er.  Það ættu fleiri listamenn að taka hana sér til fyrirmyndar og ánefna ágóðanum til samtaka sem berjast fyrir bættu þjóðfélagi. 

Til hamingju með þetta Aflið og Lay Low Smile


mbl.is Lay Low gefur ágóða af nýrri plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórafmæli Kvennaathvarfsins

Í dag eru 25 ár síðan fyrsta konan dvaldist hjá Kvennaathvarfinu og síðan hafa dvalist þar tæplega 3000 konur og enn fleiri hafa sótt viðtöl.  Kvennaathvarfið hefur reynst vera nauðsynlegt athvarf í þjóðfélagi okkar því miður.  Því megum við þakka fyrir að slíkt athvarf sé til hérlendis.  Þörfin er mikil og í raun þyrftu fleiri kvennaathvörf að vera til úti á landsbyggðinni þar sem að þeim sem þar búa reynist oft erfitt að sækja þá þjónustu sem Kvennaathvarfið hefur upp á að bjóða.

Ég óska Kvennaathvarfskonum til hamingju með daginn og hvet alla til að fagna þessum tímamótum með þeim í dag.  Set hér inn upplýsingar um hvað gert verður og eru þær teknar af vef kvennaaathvarfsins.

Kvennaathvarfið 25 ára

Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 25 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði. Í tilefni af því bjóðum við til sigurhátíðar Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum. Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningarbrotum starfskvenna og dvalarkvenna í gegn um tíðina auk þess sem sýnt verður brot úr kynningarmyndbandi um Kvennaathvarfið sem verið er að vinna. Einnig verður boðið upp á ávörp og tónlist, kaffi og konfekt. Að auki verður í salnum ljósmyndasýningin Kraftakonur en hún samanstendur af 2887 myndum af konum, jafnmörgum og kraftakonurnar eru sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu frá upphafi.  Með myndunum fylgja kveðjur kvennanna á myndunum til kraftakvennanna sem brotist hafa úr fjötrum ofbeldisins.  Hátíðin byrjar klukkan 17 og er öllum opin.

 


Foreldrahús og Þórdís Tinna

Mig langar að hveta ykkur til að lesa og skrifa undir færsluna hjá henni KRISTÍNU sem fjallar um foreldrahúns.  Mjög þarft málefni tel ég.

Einnig ákvað ég að setja inn þessa færslu sem ég rakst á hjá henni Röggu.

 

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu.


Lífið er yndislegt

hjá mér í dag (þá meina ég alla daga núorðið) Smile

Gæti ekki verið meiri munur á lífinu mínu núna og fyrir rúmum tug. 

Í dag á ég yndislegan mann og yndislega litla 10 mánaða skottu.  Síðasta vika hefur til dæmis verið hreint út sagt yndisleg.  Farið í að sauma eldhúsgardínur - sem litla skottið var mjög áhugasöm um og þurfti mikið að skoða efnið hjá mömmu, toga í þetta og prófa að smakka líka.  Einnig voru hér bakaðar sörur og fannst skottunni það einnig mjög spennandi.  Ekki leiðinlegt heldur að pakka sörunum í poka þegar lítið skott fylgist með og finnst þetta svo skemmtilegt að hún hreinlega kiknar af hlátri - mamman var líka í vanda með að klára þetta verk þar sem ekki var annað en hægt að hlæja með skottunni LoL  Ekki var heldur verra þegar maðurinn í lífi okkar kom heim og knúsaði okkur og kyssti og var mjög sæll með baksturinn okkar.  

Dagurinn í dag hefur svo farið í að koma upp smá jólum og ljósum hér - skottan mjög áhugasöm og finnst þessi ljós frábær og jólasveinarnir sem byrtast upp úr kössum bara frábærir.  Hægt að blaðra mikið við þá og hlæja að þeim.  Maður heimilisins er duglegur að bora og skrúfa og hjálpa til á milli þess að hann leikur við skottuna og sér um hana til skiptis við mig.  Svo skuppum við í smá heimsókn til foreldra minna svona til að spjalla smá og fleira.  Svona á lífið bara að vera og ég hreint út sagt ELSKA það. 

Fyrst og fremst fer nú samt mesti tíminn í að velta sér um gólfin með skottu og hugsa um hana og mamman er ekki ósátt við slíkt hlutverk - frekar að skottunni finnist mamman nú frekar skrítin þegar hún lætur eins og trúður - en alltaf er hægt að brosa og hlæja Wink  

Vona að þið eigið góða daga með ykkar fjölskyldu og gleymið ekki að njóta smáatriðanna í hinu daglega lífi sem eru í raun aðalatriðin Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband