12.9.2009 | 15:43
Dagur án ofbeldis 2. október
2. október Dagur án ofbeldis. Taktu þér stöðu með blys í hönd og vertu með í að mynda mannlegt friðarmerki á Miklatúni kl 20.00 þann 2 okt.
Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og barsmíðum - það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kynferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi.
Hvet alla til að mæta og taka afstöðu gegn ofbeldi
Athugasemdir
Gangi ykkur vel, ég verð með tákn í hjarta.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 16:22
Mun lögreglan taka þátt í þessum degi án ofbeldis? Styð málstaðinn - en efast um einlægni samfélagsins...
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:23
Skorrdag ég er ekki að skipuleggja þetta en get ekki séð hví lögreglan ætti ekki að styðja þetta. Ef aldrei er talað um þessi mál og við sem erum á móti ofbeldi gerum okkur ekki sýnileg þá munu þessi viðhorf eða einlægni eins og þú talar um aldrei breytast eða hvað?
Því er jú um að gera að mæta og sýna stuðning sinn
Dísa Dóra, 12.9.2009 kl. 18:32
Ég er EKKI að gera þig ábyrga fyrir þessu, Dísa Dóra. Ég hef lesið margt gott sem þú hefur skrifað og ætla þér ekki að styðja þetta nema með góðum huga - bara svo þú vitir það. Mig langar samt sem áður að benda þér á eftirfarandi:
http://moggablogg.skorrdal.is/18.html
Hræsnarar eru um allt í Kerfinu; ef lögreglan tekur þátt, þá treysti ég ekki málefninu. En - og hefur EKKERT að segja með þinn stuðning - það er bara mín skoðun. Ég vildi að lífið í okkar landi væri svona einfallt. Kannski ég hafi bara kynnst of mörgu gegnum árin, til að trúa á svona góðar hugsjónir...
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:40
Ég gleymdi þessu: http://skorrdal.is/horfin-von/
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:41
Styð þig heilshugar. Það getur aldrei talist slæmt að hafa trú og von á góðvild og frið.
Gangi ykkur vel Dísa Dóra mín ...
www.zordis.com, 13.9.2009 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.