. - Hausmynd

.

Bloggleti og önnur leti

Já eitthvað er bloggletin að heimsækja mig þessa dagana eins og önnur leti reyndar líka.  Eða sennilega er frekar hægt að setja þessa leti bara á langþreytu.  Það hafa jú ekki alveg verið hvíldarmánuðir undanfarið með lítinn stubb sem reyndist með mjólkuróþól og rétt þegar það komst í lag þá skiptust þau á að vera veik og gekk það í einn mánuð svei mér þá.  Nú er skotta þó orðin eldhress (7-9-13-bankítré) og hann komin á sýklalyf vegna kvefsýkingar og erynasýkingar svo vonandi er þetta allt í áttina.

Ég sjálf er að baksa við slæmt kviðslit eftir meðgönguna og keisarann og finn að það tekur bara ótrúlega á orkuna.  Enda ekkert gott að vera með um 10 cm gat á bumbunni þar sem garnirnar leka út haha.  Það má þó segja að það jákvæða í þessu er að loksins nýtti rándýra forláta bumbubeltið mér Tounge  Notaði það mjög lítið á meðgöngunum því ég fékk aðeins í bakið af því en núna nota ég það til að halda á móti kviðslitinu hehe - betra að hafa smá verki í baki en risa kúlu á vömb Wink  Átti svo að fara í aðgerð vegna þessa eftir viku og var heldur betur farið að hlakka til þess.  Þó ég hlakki alls ekki til aðgerðarinnar og vikunnar á eftir þá hlakka ég samt til að fá þetta í lag.  En aðgerðinni var frestað til 5. maí svo núna sit ég bara og urra hér heima - eins gott fyrir ykkur að forðast mig bara Tounge  En mikið hlakka ég til að fá þetta í lag aftur - þá get ég vonandi farið að sofa betur, farið að labba um allt því það get ég ekki núna - suma dagana meira að segja treysti ég mér ekki einu sinni að labba og ná í skottuna mína á leikskólann og ekki er það langt - og bara almennt fengið orkuna til baka. (já eins og sjá má þá er smá pirringur í gangi Tounge)

Annars er allt í fína hér á bæ.  Litli orkuboltinn minn er búinn að uppgötva hvernig á að draga sig áfram á höndunum og er það óspart notað því margt spennandi leynist í þessari veröld að hans mati LoL Mömmunni finnst þó full snemmt að 5 mánaða orkubolti sé kominn af stað haha á sama tíma og h ún er nú samt að springa úr stolti yfir duglega stráknum sínum WinkInLove

Skottan mín er himinsæl núna þar sem hún fékk nýtt hjól í gær.  Hún nær jú varla niður á tvíhjólinu sem við keyptum í nytjamarkaðnum og fékk gefins smá aur svo ákveðið var að kaupa þríhjól fyrir hana sem svo yngra hollið fengi bara næsta ár.  Hún ljómaði heldur betur hér í gær þegar  hún fattaði hvað var í þessum risakassa sem pabbinn kom með heim úr vinnunni Grin  Vildi svo helst ekki fara í leikskólann í morgun því hjólið var mun meira spennandi InLove

mynd_4d3efbcd  Að hjálpa pabba að setja hjólið saman

mynd_85346fc3 Mátti nú helst ekki vera að því að líta upp Smile

mynd_c985013b Og duglegi hvolpurinn minn fann góða leið til að nudda góminn sem er mikið að pirra hann þessa dagana Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn yndisleg skottin þín og dafna vel. Ég vona að heilsan þín lagist, þú verður að passa þig vel. Veit það er erfitt með tvö börn. Knús kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ekkert smá flott á nýja hjólinu!

Vilma Kristín , 21.4.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Gaman af börnunum og myndirnar eru æðislegar og segja okkur bloggvinum ykkar hvað var gaman þegar stóri kassinn var opnaður. Börnin eru dýrmæt og gjöf frá Guði. Þú passar þau vel.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: www.zordis.com

Fallegust!

Farðu vel með þig mín kæra (hjarta) ....

www.zordis.com, 22.4.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús á þig elskling

Solla Guðjóns, 22.4.2009 kl. 09:41

6 Smámynd:

, 24.4.2009 kl. 14:40

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:29

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús!!

Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband