17.3.2009 | 14:28
Grái fiðringurinn
Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
Heyrðu elskan fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.
Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið
með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !
Ég verð að játa að ég á skynsama konu : Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !
eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi.
Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!
Athugasemdir
Dugleg stelpa!
Stundum væri nær að þakka fyrir það góða í stað þess að ögra því!
www.zordis.com, 17.3.2009 kl. 14:41
Flott hjá þér, við hugsum ekki alla leið stundum....
Gestur Kristmundsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:41
Hahhha...Já það þarf að skáka þessum elskum þegar þeir verða of gráir...
Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 14:42
hahahaha þessi brandari fjallar nú ekki um mig enda er ég hvorki 55 ára né hef verið gift í 30 ár
Dísa Dóra, 17.3.2009 kl. 15:26
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 15:57
Hahahahahaha - þú fimmtíu og fimm hahahahaha
Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 16:06
Fékk þennan brandara lánaðan hjá þér. Takk fyrir
Kát Svínleifs, 17.3.2009 kl. 22:27
Gód thessi!
Sporðdrekinn, 17.3.2009 kl. 22:55
Góður brandari þetta Held að margar konur hefðu gott af að tileinka sér þennan hugsunarhátt
, 18.3.2009 kl. 10:17
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:50
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2009 kl. 19:22
Þessi er alveg frábær Dísa mín og nei þú ert sko langt frá því að vera 55 ára svo það sé nú á hreinu.
Knús í þitt hús krútta
Tína, 21.3.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.