. - Hausmynd

.

ÞREYTT.is

Þessi yndislegi litli herramaður er eitthvað extra óvær og vansæll þessa dagana og næturnar og sennilega með bakflæði eða ehv slíkt sem veldur órólegum svefni og miklum uppköstum.  Því er mamman orðin frekar mikið þreytt og vansvefta og heilasellurnar virka ekki vel til skrifta svo ég hef forðast bloggið frekar mikið Tounge  Les ykkur þó stundum þó sellurnar virki nú reyndar sjaldnast til að skilja eftir spor í athugasemdakerfinu ykkar.

En þessi herramaður er einnig þeim eiginleika gæddur að brosa svo yndislega að mamman fyrirgefur honum allar andvökur á nóinu InLove

mynd_cdd2f61a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þau eru erfið þegar þau fá þessar magakveisur litlu greyin, svo lagast þetta smá saman.

Kær kveðja

Ragnheiður , 23.2.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krúttið litla

Hrönn Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 09:00

3 Smámynd: www.zordis.com

Æjjjj litla krúttið! Vonandi að honum fari að líða betur. Oooog að mamma fái smá svefn . . .

www.zordis.com, 24.2.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dísa Dóra mín hann er yndislegur og auðvitað bræðir hann þig.
Svo skal ég sega þér að maður er fljótur að gleyma þetta líður svo hratt
ég vakti í tvö ár yfir mínum yngstu, löngu búin að gleyma því.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.2.2009 kl. 19:33

5 Smámynd:

Ef hann sefur illa og ælir mikið ættir þú að fara með hann til barnalæknis með meltingarvandamál sem sérgrein. Alveg óþarfi að láta honum (og mömmu hans) líða verr en þörf krefur. Það eru nefnilega til lyf sem slá á vélindabakflæði og ég hef orðið vitni að kraftaverkaumskiptum á börnum sem einmitt hafa þessi einkenni en fara svo á lyf. Ósk honum svo góðs bata og ykkur öllum betri svefns  

, 24.2.2009 kl. 22:05

6 Smámynd: Dísa Dóra

Dagný - takk fyrir þessa ábendingu og núna er ég komin með tíma í næstu viku hjá þeim sem þú bentir mér á   Krossa putta fyrir að eitthvað sé hægt að gera fyrir litla snúðinn minn svo honum líði betur.

Dísa Dóra, 25.2.2009 kl. 09:12

7 Smámynd: Auður Proppé

Dúllan litla, yndislegt bros

Auður Proppé, 26.2.2009 kl. 08:13

8 Smámynd: Tína

Fallegur er prinsinn! En það vona ég að bót finnist á þessu svo þú farir nú að hvílast elsku vinkona.

Knús á þig krútta

Tína, 26.2.2009 kl. 16:02

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Alveg sammála Dagný og flott að þú ert komin með tíma....vonandi að það leysi þetta vandamál ykkar sjarmatröllsins

Solla Guðjóns, 26.2.2009 kl. 17:44

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Yndislegur!

Sporðdrekinn, 28.2.2009 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband