. - Hausmynd

.

Bloggleti með meiru

Já ég hef eitthvað verið löt við að blogga undanfarið og skýrist það nú af leti sem og vegna þess að eitthvað hef ég verið í vandræðum með kerfið hér á mbl.  Það að ætla mér að skrifa eitthvað hefur kostað mikla vinnu og pirring vegna þess að stafirnir hafa bara hoppað til og frá og ef það sem ég skrifa á að skiljast þarf ég sífellt að vera að nota örvarnar til að færa mig á réttan stað.  Það gerir að ég hef ekki verið mjög fús til að skrifa athugasemdir og hvað þá að blogga.

Annars er ég í fínum gír og ungarnir dafna heldur betur.  Litli mann orðinn stærri núna þriggja mánaða en skotta var um fimm mánaða aldurinn.  Hann ætlar sér greinilega að verða stór og stæðilegur herra.

Síðustu helgi fór svo hele familjen í borgarfer og fengum við meira að segja lánaða íbúð og gistum.  Það var nú bara yndislegt að fara í bæinn og ramba um í búðir, heimsóknir og fleira og fara svo bara upp í íbúð í svona hálfgerðan sumarbústaðafíling.  Börnin voru háttuð og gefið að snæða og síðan svæfð og síðan fór múttan nú bara á rand.  Var boðið í fimmtugsafæli hjá góðri vinkonu og ákvað bara að skella mér.  Þetta var svo sannarlega gaman og get ég með sanni sagt að ég hef ekki sungið og dansað eins mikið í mörg ár og ég gerði þarna.  Mikið spjallað og hlegið líka og ég til og með hélt smá óundirbúna ræðu.   Nota bene þetta gerði gellan allt bláedrú Tounge  Var svo komin upp í íbúð rétt eftir miðnætti og þótti ég heldur betur hafa tjúttað - það er af sem áður var þegar maður var nú helst að skreðast heim af tjúttinu svona undir morgun eða rúmlega það haha.  En það var bara æðislegt að komast aðeins út þó ekki væri nema í 3 tíma eða svo.

En að allt öðru.  Ég var eitthvað að velta því fyrir mér þetta með verðhækkanir og allt það í dag.  Var að fara í Bónus að versla og fór að hugsa um hve allt hefur hækkað gífurlega og ástæðan sögð aðallega vera sú hve krónan féll.  En nú hefur hún styrkst aftur um allt að 20% síðustu vikur en ekki hef ég nú séð það í verðlaginu.  Hvernig stendur á því að kaupmenn eru ekki eins áfjáðir að lækka verðin aftur?  Hvernig væri að við færum að mótmæla því að vöruverð lækkar ekki þrátt fyrir að gengið styrkist?   Bara svona smá hugleiðing Wink

Verð nú að setja inn smá myndir af flottustu börnunum InLove

mynd_b1c8dc98Litli bangsakallinn minn InLove

mynd_ac8d1a58Litli skopparaboltinn minn - svo gaman að hoppa í rúminu hjá foreldrunum InLove

mynd_cb009f87Þau eru að verða svo góðir vinir InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Krúttklumpar eru þetta  

, 17.2.2009 kl. 20:46

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo lýsandi skopparaboltamyndin...

Hrönn Sigurðardóttir, 17.2.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Auður Proppé

Yndisleg börn og já skopparamyndin er flott

Auður Proppé, 17.2.2009 kl. 22:47

4 identicon

Hrikalega mikil krútt þessi börn

Bryndís R (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:01

5 identicon

Til hamingju með litla snáðann! Þetta eru yndisleg börn sem þú átt og frábær skopparamyndin:)

Sabbaló frænka (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegar myndir og akk fyrir lífsfærslu !

Kærleiksknús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 08:19

7 Smámynd: Einar Indriðason

Skopparabolti!!!

(skellibjalla!)

Einar Indriðason, 19.2.2009 kl. 11:22

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hún er bara algjört æði hún dóttir þín.... minnir mig mikið á stúlku nokkra frá Svíþjóð sem ber nafnið Lína Langsokkur....... drengurinn er náttúrulega bara draumur...

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.2.2009 kl. 23:25

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ já það getur verið svo gott að komast út úr hús sem "einstaklingur" en ekki "bara móðir"

Ég skil nú alveg að fólk vilji fara að sjá lækkanir í búðunum!

Yndislega falleg börnin þín og skoppara myndin er bara tær snilld

Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband