6.2.2009 | 09:39
Frá degi til dags
6.febrúar
Nema því aðeins að við lifum til fullnustu akkúrat núna, ekki einhvern tímann í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum. Frekar en að fresta hlutum þar til seinna, ættum við að finna tilgang í lífinu, hugsa og gera það sem skiptir mestu máli nákvæmlega núna, nákvæmlega þar sem við erum hafa brennandi áhuga og tendra líf okkar. Að öðrum kosti, getum við ekki átt andríka tilveru.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Þessi leiðsögn minnir mig allavega svo sannarlega á að það eina sem við getum átt öruggt er einmitt núið og því er um að gera að lifa í núinu. Fortíðin er jú einmitt bara fortíð og ekkert sem við getum breytt þar. Það eina sem við getum ef til vill breytt við fortíðina er að láta hana hafa jákvæð áhrif á nútíðina Framtíðin er eitthvað sem við öll gerum ráð fyrir að eiga en ekkert okkar veit samt hvort við eigum. Framtíðina gerum við góða einmitt með því að hafa nútíðina góða og gera þannig góðar orsakir.
Þannig að NÚIÐ er málið
Eigið góðan dag kæru bloggvinir
Athugasemdir
Nákvæmlega!!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2009 kl. 13:22
"Það eina sem við getum ef til vill breytt við fortíðina er að láta hana hafa jákvæð áhrif á nútíðina " SVO SATT
Solla Guðjóns, 6.2.2009 kl. 16:48
Mér hættir til við að gleyma NÚINU, takk fyrir þetta
Auður Proppé, 6.2.2009 kl. 23:30
Flott skilaboð eins og alltaf .. Nútíðin er tíminn sem við eigum að njóta!
www.zordis.com, 7.2.2009 kl. 12:54
Hér er ég , örugglega í núinu, varla fær maður fortíðarflensu ? en að öllu gamni sleppu þá er vonda fortíðin frábært veganesti í skárri framtíð, ég hef sko margt lært og án þess vildi ég ekki vera.
Ragnheiður , 8.2.2009 kl. 18:56
Innlitskvitt,Knús og kossar:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.