5.2.2009 | 09:23
Tíminn líður hratt
Mér finnst algjörlega ótrúlegt að kl 18.08 fyrir tveimur árum síðan heyrði ég litlu skottuna mína gráta í fyrsta skiptið og grét svo sannarlega í kapp við hana þó ástæður okkar hafi sennilega verið misjafnar. Henni hefur nú þótt þetta frekar harkalegur heimur sem hún var rifinn inn í - keisaraskurður og hún því bara ekkert á því að koma í heiminn og hvað þá í þetta ljósahaf og allt það. Hún var búin að vera í bumbunni í 42 vikur og þótti það bara svo gott að hún vildi vera lengur - en fékk ekki. Mamman (og pabbinn að vísu líka) grétu hins vegar af gleði yfir að heyra í litla skottinu sínu og vita að allt var í lagi og LOKSINS LOKSINS fengju þau að sjá langþráða litla gullmolann sinn.
Litli gullmolinn hefur síðan verið algjör gleðigjafi sem brosir og hlær mest allan tímann - skammast vel inn á milli en það er nú fljótt að fyrirgefast. Hún fór að brosa aðeins tveggja vikna gömul og hefur brosað síðan.
Svo sannarlega er ég stolt mamma í dag sem og alla daga reyndar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með litlu dúlluna Rosalega sæt stelpa
Auður Proppé, 5.2.2009 kl. 09:26
Enn og aftur til hamingju með prakkaraskottið þitt - hún er sko yndisleg
, 5.2.2009 kl. 09:27
Til hamingju báðar tvær, með hinanden og daginn. Þið eruð hvor annarri yndislegri.
Hrönn Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 09:39
Til hamingju með fallegu skottuna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.2.2009 kl. 10:19
Innilega til hamingju með sólargeislann þinn, hún er fallegt barn og mikill gleðigjafi, eigið ljúfan dag elskurnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 13:26
Til hamingju með daginn.Þetta er góður afmælisdagur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 14:16
Hún er svo falleg, ljúf og einlæg. Til hamingju með afmælið hennar
Ragnheiður , 5.2.2009 kl. 14:34
Hjartanlega til hamingju með Teklu.Hún er engli líkust þessi dúlla.
Solla Guðjóns, 5.2.2009 kl. 14:38
Takk elskur fyrir falleg orð og óskir
Hrönn ég sit nú bara hér og eldroðna
Dísa Dóra, 5.2.2009 kl. 15:03
Til hamingju með gullmolann þinn, kæra Dísa Dóra :)
SigrúnSveitó, 5.2.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.